Símablaðið - 01.12.1977, Síða 25
Talsendir aö ofan og viötœki
aö neöan.
\/aktavLn.nu.menn atkugib
Stjórn F.Í.S. vill vekja at'hygli vakta-
vinnumanna um land allt á því, að sam-
kvæmt nýgerðum aðalkjarasamningi skulu
þeir fá tvo samfellda frídaga í viku hverri.
Samkvæmt sömu grein er heimilt að að-
skilja frídagana og/eða flytja þá milli
vikna með samkomulagi og í samráði við
starfsmannafélögin.
í grein 2.1.2. segir, að heimilt sé að haga
vinnutíma með öðrum hætti en í kafla
þessum greinir, þ.e. kafla 2 um vinnutíma,
en eini fastsetti vinnutíminn, sem í þeirn
kafla er ákveðinn er dagvinnutíminn á
tímabilinu 08.00—17.00 frá mánudegi til
föstudags. (Þannig má segja, að vakta-
vinnumönnum er ekki þröngur stakkur
skorinn með samninga um vaktir og vakta-
fyrirkomulag).
Það eru tilmæli stjórnar F.Í.S. að vakta-
vinnumenn láti vilja sinn í ljós, sem fyrst,
hvaða tilhögun óskað er eftir að verði á
vöktum á hverjum vinnustað.
5 daga vinnuvika kallar að sjálfsögðu á
nokkuð lengri vaktir dag hvern.
Víða er vaktafyrirkomulag þannig að
ekki er ástæða til breytinga, þ.e. tveir frí-
dagar eru í viku hverri.
Þegar starfsmenn ihafa komið sér saman
um hvaða vaktatilhögun þeir æskja helst,
ber þeim að leggja óskir sínar fyrir við-
komandi yfirmann og samtímis senda
skrifstofu F.Í.S. afrit af þeim óskum, hvort
heldur þær eru lagðar fram sem tillögur
um varðskrá eða aðeins óskir um breyt-
ingar á vöktum.
Vaktavinnumenn eru eindregið 'hvattir
til að kynna sér rækilega vaktavinnu-
ákvæði 'hins nýja kjarasamnings, sem birt-
ist í heild í síðasta tölublaði Ásgarðs.
J. L. S.
SIMABLAÐIÐ
51