Símablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 30
Ung síinastúlka
gerist víðreist
Ásta
Kristjánsdóttir
Útþráin er okkur íslendingum í blóð borin og um langan aldur hefur íslenskt náms-
fólk stundað framhaldsnám í mörgum hinum nálægari löndum. Með vaxandi samgöng-
um hafa hin fjarlægari lönd einnig verið sótt heim og nú hin síðustu ár hafa íslenskir
námsmenn haslað sér völl meðal fjölmennustu þjóðar veraldar, Kína. Svo skemmtilega
vill til að eina íslenska. námskonan, sem nú stundar nám þar, Ásta Kristjánsdóttir, hef-
ur verið starfandi hjá Pósti og síma.
Ásta, sem er dóttir Kristjáns Helgasonar, Umdæmisstjóra, hóf störf hjá Bæjarsím-
anum árið 1971 og sautján ára gömul kenndi hún símvirkjanemum stærðfræði við Póst-
og símaskólann. Þá vann Ásta. einnig við Símaskrána og í sumar hefur hún unnið á
Aðalpósthúsinu við Pósthússtræti.
Ásta varð góðfúslega við bón okkar um að segja lesendum Símablaðsins eitthvað
frá dvöl sinni í Kína.
— Hver var ástæðan fyrir því, að þú
ákvaðst að stunda nám í Kína?
— Vorið 1976, þegar ég lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum íReykjavík, sá
ég auglýsingu í dagblöðunum, þar sem
boðið var upp á námsdvöl í Kína. Ég
fékk strax áhuga og snéri mér til Mennta-
málaráðuneytisins og þar var gengið frá
málunum fyrir mig. í september, sama ár,
flaug ég svo til Kaupmannahafnar og það-
an til Hong Kong, með viðkomu i Bankok.
Síðan fór ég með járnbrautarlest til Canton
og með flugvél síðasta áfangann til Peking.
— Hvernig lagðist svo Kínadvölin í þig?
— Mjög vel, Kínverjar eru mjög hjálp-
samir og vingjarnlegir og einstaklega
elskulegt fólk heim að sækja.
— Hvernig var kennslufyrirkomulagið?
— Ég bjó í heimavist, sem er stutt frá
skólanum. Kennslan hefst klufckan átta á
morgnana og stendur til hádegis sex daga
vikunnar og seinni hluti dagsins fer svo í
heimalærdóm og aukatíma. Fyrsta vetur-
inn var aðaláherslan lögð á að kenna okk-
ur Kínversku, bæði talmál og ritmál, en
þar að auki voru sögutímar tvisvar í viku.
Áður en kennslan fhefst á morgnana, er
leikfimi frá klukkan rúmlega sex til klukk-
an sjö, en þá er morgunmatur. Þessir leik-
fimistímar eru umdir beru lofti á skólalóð-
inni, þátttakan er yfirleitt góð, sérstaklega
af hálfu Kínverjanna, en ekki eins góð 'hjá
okkur útlenda námsfólkinu, enda ráða
nemendur því sjálfir 'hvort þeir stunda
þessa leikfimi.
Kínverjar leggja sig eftir hádegismat
til klukkan tvö og er þá frí í skólanum á
þeim tíma. Ég vandist fljótt á að leggja
mig á þessum tíma.
— Er ekki erfitt að læra Kínversku?
56
SÍMABLAOIÐ