Símablaðið - 01.12.1977, Qupperneq 39
INGIBJÖRG ÖGMUNDSDÓTTIR
Frú Ingibjörg Ögmundsdóttir fyrr-
verandi símstjóri í Hafnarfirði, lést í
Borgarspítalanum 26. september s.l.
Hún fæddist að Útskálum í Garði, Gull-
bringusýslu 6. júlí 1895. Foreldrar
hennar voru ögmundur Sigurðsson þá
skólastjóri þar og síðar Flensborgar-
skólans í Hafnarfirði og kona hans Guð-
rún Sveinsdóttir, prests og ritstjóra
Skúlasonar.
Heimilið í Flensborg, sem Ingibjörg
ólst upp á var því fjölmennt, því auk
heimilisfólksins var þar á hverjum vetri
heimavist með mörgum nemendum.
Sjálfur fór svo skólastjórinn á hverju
vori í rannsóknarferðir í 14 sumur með
Þorvaldi Thoroddsen um byggðir og ó-
byggðir Islands. Það var öllum, bæði
heimilisfólki og nemendum, til mikils
fróðleiks, er Ögmundur miðlaði þeim
af nýfenginni vitneskju sinni haust
hvert. Ekki er því að undra þótt Ingi-
björg byggi alla æfi að uppeldinu á
þessu menntasetri, og bar fjölþætt
þekking hennar og frjálsmannleg fram-
koma því glöggt vitni. Ingibjörg lauk
gagnfræðaprófi frá Flensborg og nám-
skeiði í hússtjórnardeild Kvennaskólans
í Reykjavík.
Árið 1911 gerðist Ingibjörg símaaf-
greiðslustúlka við símstöðina í Hafnar-
firði til árs 1916 að hún tekur við síma-
stjórastarfinu og gegnir því til 1919 er
rnaður hennar Guðmundur Eyjólfsson,
verslunarmaður, er hún hafði gifst árið
1915, tók við símastjórastarfinu. Guð-
mundur, sem var glæsimenni og hvers
manns hugljúfi gegndi því starfi til
dauðadags. 12. maí 1935 og þá aðeins
46 ára að aldri.
Þau eignuðust tvö börn Guðrúnu og
Ögmund Hauk, sem bæði eru á lífi.
Ingibjörg hafði þó alltaf unnið við
símaafgreiðslu þótt hún hætti síma-
stjórastarfinu, og er maður hennar lést,
tók hún aftur við símastjórastarfinu og
gegndi því til loka ársins 1961 að hún
sótti um lausn frá því. Þá var hlð langa
erilsama starf farið að setja sitt mark á
heilsufar hennar, enda gat ekki farið
hjá því að kona með hennar hæfileíka
kæmist undan bví að gegna ýmsum
félagsstörfum að auki,
Frú Ingibjörg var mjög skemmtileg
kona, enda víðlesin, glaðsinna að jafn-
aði og lans við alla smámunasemi. Segja
má að í fari hennar hafi allt verið stórt,
Hún tók starf sitt alvarlega og leit
ávallt á sig sem þjón þeirra er til henn-
ar leituðu. Ef einhver var minni máttar
taldi hún sér skylt að leggja honum sitt
lið í sama mæli og honum var áfátt. Á
sama hátt hefði engum þýtt að veifa
veldissprota framan í hana, Þar var öll-
um gert jafnt undir höfði.
SÍMAB lað ie>
65