Símablaðið - 01.12.1977, Page 42
steyptur maður. Félagi, sem ekki gleym-
ist. Ég þakka þér fyrir allt og allt.
Eftirlifandi kona Sigurðar er Júlíana
Sigurjónsdóttir frá Hnífsdal. Þau eign-
uðust tvö börn. Henni og börnunum
sendi ég innilegar samúðarkveðjur.
A. G. Þormar.
FRIÐRIK FRIÐRIKSSON
Friðrik var fæddur 14. febrúar 1911
í Súðavík. Voru foreldrar hans Friðrik
Guðjónsson, kennari þar um langt skeið
og símstjóri til æfiloka og Daðína
Hjaltadóttir eiginkona hans.
Friðrik Friðriksson lauk ungur prófi
úr Samvinnuskólanum, er þá var stað-
settur í Reykjavík, undir stjórn Jónasar
Jónassonar frá Hriflu. Að loknu prófi
1932 hélt hann heim til Súðavíkur og
stundaði þar ýmis störf, var m.a. úti-
bústjóri við útibú Kaupfélags ísfirðinga.
Árið 1938 kvæntist hann Kristínu
Samúelsdóttur og eignuðust þau 3 dæt-
ur Daðínu, Heiðnínu og Selmu.
Kristín og Friðrik bjuggu alla sína
samverutíð í Símstöðvarhúsinu í Súða-
vík og var það í þeirra eigu. Friðrik tók
við stöðvarstjórastarfinu árið 1956 af
móður sinni og vann Kristín ávallt með
manni sínum við póst- og stímastörf
o.fl. við hinar erfiðustu og mjög þreyt-
andi aðstæður. Það má með sanni segja,
að þar var unnið af dugnaði, samvisku-
semi og mest hugsað um að gera skyldu
sína. Þau hjón voru afar samhent og
nutu almennra vinsælda þeirra, er við
þau áttu skipti.
S.l. vor gekkst Friðrik undir læknis-
aðgerð á Landakotsspítala, og lá þar um
hríð, á sama tíma lá Kristín kona hans
sjúk á Landsspítalanum.
Friðrik lézt 5. ágúst s.I. á sjúkrahús-
inu á ísafirði, og var hann jarðsettur í
Súðavík 13. ágúst, með honum er geng-
inn hinn mætasti maður og farsælu æfi-
starfi lokið.
Kristínu, dætrunum þremur og öðr-
um aðstandendum sendum við samúð-
arkveðjur.
Ragnhildur Guðmundsdóttir.
WwWWrtWVW.
68
5IMABLAÐIÐ