Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 Fréttir DV Herra Ólafur Skulason oisk- upinn á þeim tima þegar hann stóö ísem mestum erjum viö séra Flóka i Langholtsprestakalli. Nú tekur Ólafur afstöðu með barnatrúnni á jólasveininn. Séra Flóki Kristinsson, sóknarprestur á Hvanneyri, kennir börnum í sókn sinni að jólasveinninn sé ekki til. Herra Ólafur Skúlason, fyrrverandi biskup yfir íslandi, gagnrýnir séra Flóka, hann eigi ekki að eyðileggja barnatrú á aðventunni. Jóla- sveinninn sé viðkvæmt mál í mörgum fjölskyldum. F-listinn var ódýrastur Fulltrúar Frjálslynda flokksins segja að óná- kvæmni hafi verið í svör- um Reykja- víkurborgar um ferða- kostnað borg- arfulltrúa. Láðst hafi að geta þess að enginn kostnaður hafi hlot- ist vegna ferðalaga borgar- fulltrúa F-listans. Þess vegna sé ekki rétt að lægst- ur kostnaður hafi verið vegna þess borgarfulltrúa sem notaði 70 þúsund krónur í ferðalög. „Þetta er rangt því að á árinu 2005 og allt frá byrjun kjörtímabils- ins árið 2002 hefur enginn ferðakostnaður orðið til hjá borginni vegna borgar- stjórnarflokks F-listans.“ Með almættið á heimilinu Bæjarráð Mafnaríjarðar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að leggja til við bæjarstjórn að veita Ástjarnarsókn vilyrði fyrir lóðinni að Kirkjuvöllum 1 með venjulegum skilmál- um. Eins og staðan er núna hefur sóknin hvorki kirkju né safnaðarheimili. Lítur út fyrir að það muni þó breyt- ast. í dag erÁstjarnarsókn skráð til heimilis að Lóuási 2, en þar býr Jónatan Garð- arson, fyrrverandi umsjón- armaður Mósaíkur. Það er því ljóst að almættið stend- ur Jónatan nærri. Fá 40 þúsund í brennu Foreldrafélög grunn- skóla í Vesturbæ fá 40 þús- und króna styrk frá Hverfis- ráði Vesturbæjar til að íjár- magna þrettándabrennu sem fyrirhuguð er við Ægi- síðu. Sagðist hverfisráð beina því til foreldrafélag- anna og KR að skoða hvort um geti verið að ræða meira samstarf í tengslum við þrettándann. Biskupinn styOur jólasveinim og gagnrýnlr sóra Herra Ólafur Skúlason, fyrrverandi biskup yfir Islandi, gagnrýnir séra Flóka Kristinsson, sóknarprest á Hvanneyri, fyrir að kenna börnum að jólasveinninn sé ekki til. Telur Ólafur Skúlason að það sé ekki mál séra Flóka að skipta sér af barnatrú á aðventunni en þeir Flóki elduðu sem kunnugt er grátt silfur saman í biskups- tíð Ólafs á meðan séra Flóki þjónaði í Langholtsprestakalli. „Þetta er mál sem ég skipti mér ekki af né heldur séra Flóka,“ seg- ir herra Ólafur Skúlason og á hon- um er að skilja að hann sé fyrir löngu búinn að fá nóg af þessum fyrrverandi undirsáta sínum í þjóðkirkjunni. Vill ekki Ijúga I vif dagaskóla séra Flóka á Hvanneyri olli us/a hjá fjölskyldum. viðtali við DV í gær sagði séra Flóki Kristinsson að hann hefði ekki getað hugsað sér að ljúga að börn- unum í sunnudaga- skólanum þegar þau spurðu hvort jólasveinn- inn væri til: „Hvað átti ég að gera ann- _____________________ að?“ spurði ' séra Flóki þegar málið var borið undir hann. Trúði sjálfur á jólasveina „Prestar eiga ekki að tala svona nema í samráði við foreldra. Þetta er stórmál hjá mörgum fjölskyld- um,“ segir herra Ólafur Skúlason sem sjálfur trúði á jólasveina í barnæsku sinni þar til hann komst að hinu sanna. En það var í fyll- ingu tímans. „Prestar eiga að tala um kær- leika á aðventunni án þess að tengja það við einhverja sveina," segir biskupinn fyrrverandi og leggur áherslu á að börn haldi sinni trú á jólasveina eins lengi og foreldrarnir eða þau sjálf ákveði. Það sé ekki hlutverk presta þjóð- „Prestar eiga að tala um kærleika á að- ventunni án þess að tengja það við ein- hverja sveina. kirkjunnar að grípa þar inn Úlfaþytur ogg uggur í brjóst- um Frétt DV um jolasveinana og séra Flóka á Hvanneyri hef- ur vakið úlfa- þyt í samfélag- inu og hafa margir foreld- arar látið málið til sín taka á net- inu. Á barna- land.is voru heitar umræður í allan gærdag þar sem séra Flóki var harðlega gagnrýndur. Á Vesturlandi er kurrinn þó mestur þar sem börn sækja sunnu- dagaskóla séra Flóka. Er uggur í brjóstum margra foreldra á svæð- inu sem vita ekki á hverju þeir eiga von næst þegar presturinn hefur barnafræðslu sína svona rétt fyrir jól. > Jf Séra Flóki Kristinsson „Hvað átti ég að gera annaö?" Prestur sviptir hulunni af húmbúkki Engir jólasveinar komu til byggða í ár. Þeir eru ekki til. Svo segir að minnsta kosti séra Flóki sem allt veit eins og þjóð veit. Samt hefur Svarthöfði sett skóinn út í glugga í heila viku og alltaf feng- ið í hann ýmist góðgæti eða glingur. Og það hefur verið meiri uppskera heldur en af stöðugu bænahaldi á hnjánum í náttsloppnum í fleiri ára- tugi. Eða hefur kannski einhver séð gulli og grænum skógum bregða fyr- ir nýlega? Það dettur auðvitað engum í hug að fara að bera saman sjálft jóla- barnið og jólasveinana. Þeir eru Svarthöfði bara allt önnur Ella. Jólasveinar ganga um gólf með gylltan staf í hendi en jesúbamið gengur á vatni og breytir því í vín ef það er partí í gangi. Engin samkeppni þar. Séra Flóki er auðvitað bara abbó út í jólasveinana sem em alltaf bmnandi á sleðum alveg tipptopp með skeggið flaksandi í frábæm rauðu átfitti á meðan Flosi og félag- ar vafra um í sínum fölu hempum með stimaða rjómatertu um háls- inn. Flóki á auðvitað ekkert með að Hvernig hefur þú það? hefþað mjög gott. Ég held að þetta sé ein afjólagjöfunum í ár/'segir Guð- Guðmundsson, þjálfari Fram í handbolta, en lið hans siturnú á toppi -deildarinnar.„Þetta kom okkurog öðrum á óvart. Við tekur áframhaldandi vinna við að halda okkur þar sem við erum og það verður þrautin þyngri. “ vera að kássast upp á jólasveinana Jú, Kerta- og okkur bömin sem fylgjum þeim sníkir. Og að málum. Stúfur hon- Kannsld að sannleikurinn renni umáhægri eklú upp fyrir séra Flóka fyrr en á hönd. Guð efsta degi. Það verður vonandi ekki hjálpi séra of seint þegar kappinn kemur skó- Flóka þá. laus til Jiimnaríkis og gengur þar í Svart- móttökusalinn. höfði Hver situr þá ekki í hásætinu?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.