Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2005, Blaðsíða 14
74 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005
Fréttir DV
•Ómar Ragnarsson
mun segja afar fallega
sögu af ástarsam-
bandi foreldra sinna
með Eurovision-lagi
sínu í undankeppn-
inni. Grétar örvars-
son er Ómari innan
handar við útsetningu lagsins. Þó
Ómar megi heita afbragðs söngvari
hefur ekki hvarflað að honum að
syngja lagið, sem er dúett, sjálfur. En
þó er hugsanlegt að hann komi að
flutningnum, þá með því að flauta í
laginu og kallast þannig á við fiðlu.
Yrði það í fyrsta skipti sem flaut og
fiðla heyrðist í Eurovision-keppni...
•Saga Thelmu Ásdfs-
ardóttur, Myndin af
pabba, sem Gerður
Kristný skrásetti hef-
ur hitt í mark og eru
um firtun þúsund
eintök seld nú þegar
og 4. prentun er kom-
in í búðir. í það minnsta tveir aðilar
úr kvikmyndageiranum hafa leitað
hófanna hjá útgefanda með að gera
heimildarmynd sem byggir á bók-
inni. Sjá menn þá fyrir sér leikna
sjónvarpsmynd í fullri lengd sem ger-
ist á 8. áratugnum í Hafnarfirði.
•Mjög hefur færst í
aukana að menn
reyni að tryggja sér
kvikmyndarétt á bók-
um hér á landi.
Þannig er Baltasar
Kormákur að undir-
búa tökur Mýrar Am-
aldar Indriðasonar og einnig hefur
kvikmyndarétturinn af Svartur á leik
eftir Stefán Mána verið keyptur.
Þumalputtareglan mun sú að höf-
undar fái 5 prósent framieiðslukostn-
aðar í sinn hlut. Þó er sú regla teygð
og toguð því ísienski kvikmynda-
bransinn hefur ekki verið mjög burð-
ugur fram til þessa...
•Var tekið til þess
meðal þeirra sem
áttu leið um Lauga-
veginn að kvöldi
laugardags til að
versla og fanga hinn
sanna jólaanda,
hversu fáir voru á
kreiki þar meðan mollin reynast troð-
full. Þó var dágóður slatti af fólki í
bókabúð Máls og menningar - þar á
meðal Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
eiginmaður hennar og sonur sem bar
forláta hatt svo eftir var tekið. Eftir að
hafa farið yfir bókaflóruna brugðu
þau sér svo yfir á ölstofuna og fengu
sérjólabjór...
•Sonur Elínar Hirst
er farinn að vinna
tæknivinnu á ffétta-
stofu Ríkissjónvarps-
ins. Fetar Elín þar í
fótspor BogaÁgústs-
sonar sem réði son
sinn í Popplandið...
•í höfuðstöðvum NFS
er nú nokkur glund-
roði og þrekleysi upp
að ákveðnu marki.
Loga Bergmann Eiðs-
syni er um að kenna
því hann er búinn að
fylla allar kaffivélar með kaffibaunum
frá bróður sínum Frosta, með van-
illubragði og koffeinlausu. Fer þetta
einkum fyrir brjóstið á eldri haukum
sem vilja kaffið sitt sterkt...
Athygli vakti í síðustu viku að matvöruverð er 42% hærra hér á landi en í löndum
Evrópusambandsins samkvæmt norrænni skýrslu. Við fengum tvær íslenskar fjöl-
skyldur, í Danmörku og á Spáni, til að kaupa inn í jólamatinn.
Bergljót Helga Guöbjartsdóttir
Hefur búiðl Torrevieja á Spáni /
nokkur ár og kvartar ekki undan
verðinu þar.
Matvæli eru dýr á íslandi. Það er engin nýlunda. Norræn skýrsla,
sem gefin var út í síðustu viku, sýndi matvöruverð á fslandi vera
42% hærra en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins.
DV fékk þrjár fjölskyldur, í Dan-
mörku, á Spáni og á Islandi, til að
gera sína eigin verðkönnun og
kaupa eins og fólk gerir flest inn til
jólanna.
Sömu innkaup í þremur
löndum
í forrétt er rækjukokkteill að
hætti hússins. Aðalrétturinn sam-
anstendur af hamborgarahrygg
með því meðlæti sem nauðsynlegt
er, kartöflum, rauðkáli og grænum
baunum. Gosið er velkomið á borð-
ið fyrir unga fólkið en rauðvín fyrir
það eldra. Valið var njörvað niður á
Faustino V, sem er í dýrari kantin-
um erlendis, þótt litlu muni á verði
þess og ódýrari vína á íslandi.
Eftirrétturinn er ísterta fyrir sex
og gæðakaffi.
Þær verslanir sem urðu fyrir val-
inu voru Nettó í Mjódd á íslandi;
Netto við Amagerbrogade í Kaup-
mannahöfn og Carrefour í Torre-
vieja á Spáni. Verðmunurinn var
sláandi. Karfan með jólamatnum
kostaði 84% meira á íslandi en á
Spáni og 71% meira en í Dan-
mörku. Merkilegt nokk var verð-
munur mestur á sveppum og
rjóma.
Jónína í Reykjavík
„Ég versla nú ekki eingöngu í
Nettó en mér finnst ieiðinlegt að
versla í Bónus," segir Jónína Ár-
mannsdóttir. „Það fæst kannski ekki
allt sem mann vantar þar og biðrað-
irnar fara soldið í mig.“ Jónína
þekkir vel til verðlags erlendis því
hún ferðast títt til bæði Danmerkur
og Kanaríeyja.
„Fósturdóttir mín býr í Dan-
mörku og henni blöskrar hreinlega
verðlagið hérna og við fáum að
finna muninn verulega þegar við
förum til Kanarí," segir Jónína. Hún
bjó ásamt manni sínum Ólafi Leós-
syni fyrir nokkrum árum í Færeyj-
um. „Það var sko munur. Maður gat
leyft sér hamborgarahrygg næstum
á hverjum degi, hann var svo ódýr
þar."
Jólamatui JónSnu og fjölskyldu
kostaöihana 5.637krónui.
Guðmundur í
Kaupmannahöfn
Guðmundur Hrafn Arngrímsson
og fjölskylda hans búa í Danmörku
þar sem hann og kona hans, Sonja,
hafa stundað nám. Guðmundur
segist vera á leið til íslands innan
Tveir ungir menn voru sýknaðir í héraðsdómi af ákæru um fikniefnainnílutning
Sögðust ekki vita að flytja ætti efnin til Islands
Á föstudaginn var kveðinn upp
dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í
máli tveggja ungra manna sem
ákærðir voru fyrir tilraun til innflutn-
ings á 137 grömmum af amfetamíni
frá Kaupmannahöfn í september i
fyrra.
Logi Már Hermannsson var
ákærður fyrir að hafa keypt amfeta-
mínið í Kaupmannahöfn og komið
því fyrir í geymsluhólfi á Aðaljám-
brautarstöðinni. Sigfús Gunnlaugs-
son var ákærður fyrir að hafa sótt efn-
in til Kaupmannahafnar í þeim til-
gangi að flytja þau Jiingað tii lands.
Sigfús sagði að Logi hefði beðið sig
um að ná í tösku í geymsluhólf á
Aðaljárnbrautarstöðinni í Kaup-
mannahöfn. Hann segist ekki hafa
haft neinar upplýsingar um hvað var í
töskunni. Sigfús fór til Kaupmanna-
hafnar og komst þá að því að
geymsluhólfið var tómt. Hann spurð-
Kaupmannahöfn Logi Már viðurkenndi að
hafa keypt amfetamínið í Kaupmannahöfn
að beiðni Sigfúsar.
ist þá fyrir í afgreiðslu um innihald
hólfsins en var handtekinn skömmu
síðar af dönsku lögreglunni.
Logi, sem ákærður var fyrir að hafa
keypt efnin í Kaupmannahöfn, sagði
fyrir dómi að Sigfús hefði að fyrra
bragði haft samband við sig vegna
ferðar sem Logi ætlaði í til Danmerk-
ur. Logi segir að Sigfús hafi beðið sig
um að kaupa fyrir sig amfetamín í
Kaupmannahöfn. Logi samþykkti að
Sveinn Andri Sveinsson
Varði Sigfús fyrir dómi sem
endaði með sýknu.
undir höndum.
kaupa efnin og fékk til þess 100 þús-
und krónur.
Logi viðurkenndi að hafa keypt
amfetamínið í Kaupmannahöfn að
beiðni Sigfúsar og komið því fyrir í
geymsluhólfinu. Báðir neituðu því að
hafa einhverja vitneskju um að efnin
hefði átt að flytja til ís-
lands.
Engar sannanir
þóttu vera fyrir stað-
hæfingum ákæru-
valdsins um að efnin
væru ætluð til innflutn-
ings. Mennimir voru því
báðir sýknaðir í héraðs-
dómi af þeim ákærum.