Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2005, Blaðsíða 15
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 15
Jónina Ármannsdóttir
Kaupir oft inn í Nettó i
Mjóddinni en blöskrar
verölagiö á Islandi.
JM? ^
f VOttPAK 1 f '
árs þar sem náminu lýkur brátt og
heimahagarnir kalla.
„Maður verður að fara að brynja
sig þokkalega vel fyrir matarverðinu
svo maður ærist ekki," segir Guð-
mundur sem fer oft í búðina úti á
horni.
Netto er lágvöruverslun með úti-
bú um allt í Danmörku en hefur tak-
markað vöruúrval.
Guömundui verslaöi í jólamat-
inn meö bömunum súium, Karenu,
Emblu og Óliver Breka. Karfan bans
kostaöi 3.285 krónur.
Bergljót á Spáni
„Það er afskaplega gott að búa
hérna," segir Bergljót Helga Guð-
bjartsdóttir, eða Helga eins og hún
kallar sig. Hún hefur búið ásamt
manni sínum, Guðmundi Jóhann-
essyni, í bænum Torrevieja sem er á
austurströnd Spánar, stutt frá Alic-
ante. Helga tekur vel eftir verðlag-
inu þegar hún kemur til íslands í
heimsókn, enda verðlag á Spáni
með því lægsta sem gerist í Evrópu-
sambandslöndunum.
Helga og Guðmundur þurftu
einungis aö punga út 3.057krónum
fyrir jólamatnum.
Vont en það venst
Við íslendingar höfum þurft að
búa við hátt matvælaverð svo lengi
sem elstu menn muna. Lega íslands
hefur verið nefnd sem „afsökun"
fyrir háu verðlagi, en ljóst er að það
útskýrir ekki 208% hærra verð á
rjóma á íslandi en á Spáni. Eldd
heldur þann 74% mun á rækjuverði
á milli landanna eða 250% verð-
muninn á sveppum. Helga gæti
keypt sér næstum fjórar öskjur af
sveppum fyrir það sem við borgum
fyrir þá hér.
En sama hvað það kostar kaup-
um við ekJd minna. Neyslan eykst ár
frá ári á íslandi þrátt fyrir allt. Það
lítur því allt út fyrir að við höfum
einfaldlega vanist þvf sem vont er.
haraldur@>dv.is
jakobina@dv.is
jmí
» 30 T
1
Guðmundur Hrafn Arngrfmsson Nýturþess að kaupa rauðvln á hagstæöu veröi IKaupmannahöfn.
Munur á hægsta og
lægsta verði:
Rækjur 1 kg. 899 617 518 74%
Majones 500 g. 169 75 74 128%
Hamborqarahrvqqur 899 433 495 93%
Rauðkál 450 gr. 144 40 58 38%
Grænar baunir 450 gr. 69 101 43 136%
Kartöflur2 kg. 175 101 120 74%
Tómatar 1 kg. 149 141 68 121%
Rjómi 500 ml. 309 100 116 208%
Sveppir 200 gr. 189 76 54 250%
Smjör 500 gr. 173 121 248 105%
Coca-Cola 2 1. 184 161 89 106%
Faustino V Reserva 1.390 554 773 151%
Cafe Noir kaffi 500 gr. 289 272 195 48%
ísterta* 599 493 206 191%
Samtals: 5.637 kr. 3.285 kr. 3.057 kr.
Munur a Islandi og Spani 84%
Munurá íslandi og Danmörku 72%
Þar sem magntölur voru misjafnar var gert ráð fyrir sama magni vörunnar og fékkst á íslandi. Verðin eru miðuð við
sölugengi krónunnar þann 16. desember.
*
Istertan sem fékkst á Islandi varhelmingi minni en þærsem fengust ihinum löndunum. Þrdtt fyrirþað var verðið látið standa, enda nógur verðmunur fyrir.
I
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Auglýsing um breytingar á
deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar
tillögur að breytingum á deiliskipulagi í Reykjavík.
Háskóli íslands, Háskólatorg
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Háskóla íslands
vegna Háskólatorgs.
Tillagan gerir ráð fyrir m.a. stækkun á einum byggingareit,
einum nýjum byggingareit ofanjarðar auk byggingareits
neðanjarðar. Hámarksbyggingamagn er samtals
10.000m2. Tillagan gerir ráð fyrir að Alexandersstígur
með tilheyrandi gróðri verði áfram áhrifamikil tenging
innan Háskólasvæðisins.
Bílastæðum, á því svæði sem breytingin nær til, leiðir til
þess að bílastæðum fækkar um 81 stæði og verður þeim
komið fyrir á Háskólasvæði austan Suðurgötu. Gengið
verður út frá samnýtingu bílastæða á Háskólasvæðinu og
eru hugmyndir um gjaldtöku fyrir bílastæði sem gæti
dregið úr bílastæðaþörf.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Kjalarnes, Lykkja.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni Lykkju á
Kjalarnesi.
Tillagan gerir ráð fyrir m.a að afmarkaðir eru nýjir bygg-
ingareitir fyrir gistiaðstöðu/þjónustuhús þar sem nú eru
hlaða/hesthús og á byggingareit A1 (á korti) er gert ráð
fyrir heilunar- og menntasetri. Grunnflötur miðstöðvar
verður allt að 700m2. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á
núverandi íbúðarhúsi Lykkju.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Elliðavað - Búðavað.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Norðlingaholt,
vegna lóðanna við Elliðavað 1 -17 og Búðavað 1 -23.
Tillagan gerir ráð fyrir m.a að byggingareitir verða
stækkaðir og breyttir, einstaka byggingaeiningar stækka
og breyting verður á legu húsagatna. Við Elliðavað verða
tvær raðhúsalengjur i stað þriggja. Megin ástæða fyrir
breytingu er að koma fyrir innbyggðum bílskúrum án þess
að skerða um of íbúðarrými húsanna.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og
byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð,
virka daga kl. 8:20 - 16:15, frá 20. desember til og með
1. febrúar 2006. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu
sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga
hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér tillögurnar.
Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila
skriflega eða á netfangið skipuiag@rvk.is, til skipulags-
og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en
1. febrúar 2006.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 20.desember 2005
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
BORGARTÚN 3 • 1 05 REYKJAVÍK • SÍMi 411 3000 • MYNOSENDIR 411 3090