Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2005, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2005, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 Sport XXV Henriksen til ÍBV Danski framherjinn Bo Henriksen mun leika með ÍBV á næstu leiktíð ef samningar takast sem allt útlit er fyrir. Henriksen lék með tveimur félögum í Landsbankadeildinni á síð- ustu leiktíð, Val og Fram, og skoraði til að mynda jöfn- unarmark Fram gegn FH í undanúrslitum bikarkeppn- innar. Þá skoraði hann bæði mörk Fram í umdeild- un sigurleik gegn Val en lið- inu tókst þrátt íyrir allt ekki að bjarga sér ífá falli. Hans var ekki óskað í herbúðum Fram eftir leiktíðina. Spangsberg skrifar undir Jakob Spangsberg hefur skrifað undir leikmanna- samning við Val en hann hefur undanfarin tvö ár leikið með Leikni í Reykja- vík. Spangsberg er mark- sækinn leikmaður sem skoraði sex mörk í sjö leikj- um fyrir Leikni í 2. deild- inni í sumar. Þar áður skor- aði hann ellefu mörk í öll- um átján leikjum sumars- ins. Þeir Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson, leikmenn Gummersbach 1 þýsku úrvalsdeildinni, töpuðu um helgina sínum fyrsta leik í deildinni í haust er þeir mættu öðru íslendingaliði, Magdeburg sem Alfreð Gíslason þjálfar. Róbert var búinn að safna heljarinnar skeggi sem hann ætlaði að raka af þegar Gummersbach tapaði leik. Það fékk að fjúka um helgina. Yngdist um „Já, skeggið er fokið,“ sagði handboltakappinn Róbert Gunnars- son sem var kominn með heljarinnar skeggvöxt sem minnti helst á einræðisherrann Fidel Castro. Róbert var búinn að lofa því að raka sig ekki fyrr en að Gummersbach tapaði leik í þýsku úrvalsdeildinni. Það gerðist um helgina þegar liðið steinlá fyrir lærisveinum Alfreðs Gíslasonar I Magdeburg, 38-28. Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið atkvæðamesti maður deildar- innar það sem af er keppni en hann skoraði „einungis" sjö mörk í leikn- um gegn Magdeburg. Róbert sagði í samtali við DV Sport að liðsmenn Magdeburgar hafl gert vel til að koma í veg fyrir hraðaupphlaups- mörk Guðjóns Vals sem hafa verið eitt hans skæðasta vopn. Þá var ung- verska skyttan Grzegorz Tkaczyk í miklum ham fyrir Magdeburg og skoraði ellefu mörk. Róbert segir að það hafi verið blendndar tilfinningar fólgnar í því að skeggið fékk loksins „að fjúka". „Það var aðallega konan mín sem hefurbeðið eftirþessum degi," sagði Róbert í léttum dúr. „Mér leið mjög vel með skeggið." Hann var sá eini í Gummersbach sem ákvað að láta skeggið vaxa í þessum tilgangi en nokkrir aðrir fé- lagar hans leyfðu hárinu að vaxa frjálst. „Nei, konan var ekki ánægð með Castro-útlit- ið. Ef einhverjum fannst þetta flott voru það yfirleitt karl- menn, það voru mjög fáar konur sem lýstu ánægju sinni með út- litið," sagði Ró bert og sagði að- spurður að engu væri líkara en að hann hefði misst nokkur kíló þar að auki. „Það fóru líka einhver tíu ár af mér við raksturinn." Spjallað við Fúsa Róbert Gunnarsson var í strangri gæslu Sigfúsar Sigurðssonar allan leikinn og sagði Róbert að Sigfús hefði ekki skilið eftir mikið athafna- pláss fyrir sig en hann skoraði tvö mörk í leiknum. Guðjón Valur skor- aði sjö mörk eins og kóreska skyttan Yoon en þeir voru atkvæðamestu menn Gummersbach. Sigfús lék að- allega í vörn Magdeburg en náði engu að síður að skora fjögur mörk í leiknum. Amór Atlason fékk ekkert tækifæri hjá Alfreð Gíslasyni og sat á bekknum allan leikinn. „Fúsi reyndi að trufla mig með því að spjalla við mig um daginn og veginn. Menn reyna öll brögð og það tókst hjá honum í þetta skiptið. Von- andi fær hann að kynnast því að tapa fyrir okkur líka. En annars pæl- ir maður lítið í því hvort andstæð- ingurinn sé íslendingur eða ekki, það er aðallega gaman að hitta þá fyrir og eft- ir leik," sagði Róbert. Sjáum hvar við stöndum En þótt Gum- mersbach hafi fyrst um helgina tapað sínum fyrsta leik í deildinni er liðið í þriðja sæti Berar kinnar Róbert Gunnarsson á HMiTúnis i byrjun ársins. Skegglaus. deildarinnar enda hörð keppni á toppnum. „Við leikmenn höfum alltaf sagt að það beri að taka þessa sigurgöngu okkar með ákveðnum fyrirvara. Við áttum eftir að mæta öllum sterkustu liðum deildarinnar og nú koma þau öll í röð - Mag- deburg nú um helgina, Flens- burg í dag og svo Kiel milli jóla og nýárs. Engu að síður var það vitanlega góður árangur að vinna alla hina leikina enda hafa það verið leikirnir sem topplið- in hafa mörg hver ið að klikka á. En það verður gaman fyrir mig og aðra leikmenn að sjá hvar við stöndum sam- anborið við þessi « sterkustu lið." eirikurst@dv.is „Fúsi reyndi að trufla mig með því að spjalla við mig um daginn og veginn." Ert þú leið(ur) á að skipta um perur? DÍÓÐULJÓSIN FRÁ OKKUR ERU: ORKUSPARANDI ÓBRJÓTANDI 10.000 KLST. ÁBYRGÐ PASSA FYRIR ALLAR GERÐIR VÖRU- OG FLUTNINGABÍLA •f V6RSLUN Klettagarðar 11,104 Reykjavík Sími 568 1580 • Fax 568 0844 Ljósinfrá okkur geta lýst Jeið þína lengi lengi... TRUCK - LITE Ljósasamlokurnar frá okkur eru: ÓBRJÓTANDI HÖGGÞOLNAR ENDAST OG ENDAST Birkir er mark- varðaþjálfari Birkir Knstinsson hefur verið ráðinn markvarðaþjálfari í lands- liðsþjálfarateymi Eyjólfs Sverrisson- ar í A-lands- liði karla í knattspyrnu. Eins og áður hefur komið fram mun BjarniJó- hannesson, þjálfari Breiðabliks, vera aðstoðarþjálfari Eyjólfs sem áður var þjálfari lands- liðs íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri. 19.30 Birming- ham-Manchester United í ensku bikar- keppninni beint á Sýn. a&n 2130 =* Barcelona-Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni á Sýn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.