Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2005, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2005, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 Sport DV ÚRVALSLIÐ DHL-DEILDAR KARLA DV fékk þjálfara DHL-deildar karla í handbolta til þess að velja úrvalslið deildarinnar. DV birtir næstu daga niðurstöður kosningarinnar og í dag skoðum við hvaða markvörður fékk flest atkvæði. Birkir ívar í markinu Birkir Ivar Guðmundsson, aðalmarkvörður íslenska landsliðsins og íslandsmeistara Hauka, fékk flest atkvæði frá fjórtán þjálfur- um DHL-deildar karla í handbolta. DV leitaði til allra þjálfara deildarinnar og bað þá um að kjósa í hverja stöðu í úrvalslið deildarinnar. Birkir ívar fékk 40 af 70 mögulegum atkvæðum eða 13 fleiri en KA-maðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson sem end- aði í öðru sæti. f þriðja sætinu var síðan Hlynur Morthens, mark- vörður Fylkismanna en hann fékk 16 stig, 11 færri en Hreiðar og 24 færri en Birkir fvar. Tíu markverðir fengu atkvæði í kjörinu, þar af fengu átta þeirra kosningu í fyrsta sætið. _____ Birkir ívar Guðmundsson hefur spilað stórt hlutverk með Haukaliðinu sem hefur unnið íslandsmeistaratitil- inn þrjú síðustu tímabil. Birkir fvar er Eyjamaður að upplagi en hefur auk þess leikið með Stjörnunni og Víkingi í efstu deild. Páll Ólafsson, þjálfari Birkis ívars, var ánægður með kjörið á sfnum manni. „Eg er mjög sáttur við að hann sé í markinu. Birkir ívar er afburða- keppnismaður sem hefur ætlað sér að komast á toppinn og gerir það sem til þarf. Það eru ekki margir markmenn sem æfa jafnmikið og hann. Hann æfir mikið aukalega og er að á fullu á öllum æfingum. Það er aidrei slakað á þeim bænum því Birkir fvar mætir á æfingar til þess að verða betri en ekki bara til þess að mæta á æfingu," segir Páll Ólafsson um sinn markmann. Skiptir okkar lið gríðarlega miklu máli „Birkir fvar skiptir okkar Uð gríðar- lega miklu máli og hann er búinn að vera að spila mjög vel fyrir okkur. Oft á tíðum hefur hann verið að halda okk- ur inni í leikjunum og vinna inn með því mikilvæg stig," segir Páll en Hauk- amir eru í 3. sæti í DHL-deildinni í EM-fh'inu, þremur stigum á eftir toppliði Fram en liðið á leik inni. Páll Ólafsson sér ffamfarir hjá Birki og þá hvemig hann spilar í markinu. „Birkir er búinn að vaxa sem mark- maður og þá sérstak- lega hvemig hann stendur í markinu. Það er ekki bara eitthvert sprikl út í loftið, hann bíður lengur og bíður eftir skotmönnunum. Hann er á úrvalsaldri og eins og hann er í góðu formi og hefur mikinn áhuga þá á Birkir mörg ár sem klassamarkmaður, 1 segir Páll. Klárlega markmaður númer eitt hjá landsliðinu Viggó Sigurðsson er búinn að velja Birki fvar í landsliðshópinn sem er á leiðinni á Evrópumótið í Sviss í fyrsta mánuði nýs árs. „Birkir er klárlega markmaður númer eitt hjá landslið- inu, hann er búinn að sýna í undan- fömum landsleikjum að hann er þess verðugur enda búinn að standa sig geysilega vel þegar hann hefur fengið að spila," segir Páll um Birki sem varði sem dæmi 48% skota sem á hann komu í vináttulandsleikjunum gegn Norðmönnum á dögunum. „Það hef- ur gert Birki ívar að betri markverði að spila með okkur Haukunum í Evrópu- keppninni. Það skiptir miklu máli fyr- ir hann að fá að spila á móti nýjum andlitum, ekki vera að spila alltaf á móti sömu mönnunum héma heima," segir Páll að lokum. ooj@dv.is I Besti markvörður landsins Birkir Ivar Guðmundsson er I marki úrvalsliðsins en j \harm elnnig aðalmarkvörður islenska __. . I landsliðsins sem er á leiðinni á Evrópu- P.:. = J 1 mótiö I Sviss. Hreiðar í öðru saet- inu Hreiðar Levý Guömundsson skipti yfír í KA fyrir tlmabilið og hefur staðið sig mjög vel fyrir norðan. 1 ATKVÆÐI MARKMANNA: j Birkir ívar Guðmundsson, Haukum 40(5) { 1 Hreiðar Levy Guðmundsson, KA 27(1) Hlynur Morthens, Fylki 16(2) 1 Egidijus Petkevicius, Fram 10(1) ! Guömundur Hrafhkelsson, Aftureldingu 6(1) Roland Eradze, Stjörnunni 6(1) j Gisli Guðmundsson, ÍR 5(1) 1 Björgvin Páll Gústavsson, ÍBV 5(1) Sebastian Alexandersson, Selfossi 4 Pálmar Pétursson, Val 4 I (Innan sviga: Skipti sem leikmaður var settur í fyrsta sæti) | Hver þjálfari kaus þrjá leikmenn í hverja stöðu. Sá í 1. sæti fékk 5 j stig, sá f Z sæti fékk 3 stig og sá í 3. sæti fékk 1 stig. o Besti varnarmaðurinn Úrvalslið DV í DHL-deild karla

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.