Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2005, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2005, Qupperneq 22
r 22 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 Lífiö sjálft DV Börn fá hollari mat í skólum Útivinna mæðra hefur áhrif á næringu ungra barna þeirra. Þetta kemur fram í rannsókn háskólans í Penn State. Bandarísku vísindamennirnir gengu út frá þvi að næring barna væri verri ef mæður þeirra ynnu úti. Þeir höfðu rétt fyrir sér upp að vissu marki. Mæður sem vinna úti gefa börnum sínum óhollari mat og færri ávexti og grænmeti en mæður sem vinna heima. Börn útivinnandi mæðranna fá hins vegar hollari mat f skólum og leikskólum en börn sem eru heima með mæðrum sfnum. m * < t Hugmyndir Wm að jólagjöfum 11 Gjafir handa pabba: Góður flöskuopnari Nýr baðsloppur DVD-spilari Uppáhaldsvínið hans Bók um uppáhaldsíþróttina hans Lyklakippa með upptakara L' Ársmiði á leiki Gjafirhanda mömmu: Dekurdagur á snyrtistofu l.eikhúsmiðar (iott andiits-: krem Falleg handtaska Nuddsokkar Náttkjóli Hótelgisting með morgunmat Handa henni: Alla syrpurnar af Sex and the City á DVD Falleg nærföt Förðun og myndataka á stofu Sléttujárn iPod Perlueyrnalokkar Golfnámskeið Handa honum: Leiga á drauma- bílnum í viku Snyrtitaska Playstation Digital útvarpstæki Game Boy Advance Gítarnámskeið Fluguveiðistöng „Ég finn ekki fyrir jólakvíða," segir Sigríður Arnardóttir sjón- varpskona, betur þekkt sem Sirrý, og segist hafa lært mikilvæga lexíu fyrir mörgum árum. „Ég var ófrísk og nýbyrjuð að búa og hafði boðið fjölskyldu minni og tengdafjöl- skyldu til okkar á aðfangadags- kvöld,“ segir Sirrý og bætir við að hún hafi aldeilis ætlað að hafa kvöldið fullkomið. „í hádeginu uppgötvaði ég hins vegar að nýi bakaraofninn virkaði ekki. Þetta var um miðjan að- fangadag svo það var ekki auðvelt að fá þjónustu og von var á fólkinu innan tíðar," segir Sirrý og bætir við að hún hafi orðið afar stressuð. „Síðan fór ég að spá í hvað væri eiginlega svona hræðilegt. Ég gat notað ofninn hennar tengda- mömmu og gerði það, keyrði mat- inn á milli og notaði svo örbylgju- ofninn og eldavélina heima." Skilnaður er vandamál Sirrý segist hafa gert sér grein fyrir að ofnleysið væri ekki raun- verulegt vandamál sem vert væri að stressa sig yfir. Kvöldið hafi verið yndislegt þótt steikin hafi ekki verið óaðfinnanleg. „Þetta var ekkert stórmál en mér fannst ég læra af þessu. Ég hefði stressast meira ef ég hefði ekki hugsað til vina minna sem skildu á Þorláksmessu. Að skilja á þeim tíma er vandamál fýrir fjöl- skylduna en bilaður bakaraofn er vandamál sem þarf að leysa. í dag er ég ekkert að mikla hlutina fyrir mér og hef lært að slaka á og njóta þessa yndislega tíma." Sirrý segist njóta þess að vera í myrkrinu, drekka kakó og borða smákökur. Hún lagi til en sé langt því frá með kústinn á lofti allan mánuðinn. Jólin erfið fyrir fátæka Sirrý viðurkennir að hún sé alls ekki tímanlega í undirbún- ingnum. Hún sé frekar á síðustu stundu enda þyki henni stemn- ing að vera í þessu stuttu fyrir jól. „Mér finnst voðalega gaman að upplifa virkilega jólastemningu í bænum og mikill partur af henni hjá mér er að fara á jólabókaupp- lestra, baka og hafa það huggu- legt," segir hún en bætir við að. jólin séu mun flóknari fyrir fá- tækt fólk. „Ég held að þessi tími sé mjög erfiður fyrir þá sem geta ekki um frjáist höfuð strokið. Alls staðar er verið að segja þér að jólin byrja í Ikea eða í Kringlunni og ég trúi því að það sé erfitt að vera fátæk- ur á þessum tíma," segir hún og bætir við að jólin byrji samt í rauninni heima og í hjörtum fólks. Börnin vilja einföld jól Þegar Sirrý er beðin um ráð fyrir þá sem eru að fara á líming- unum segir hún mikilvægt að hafa jólin sem einföldust. „Fólk ætti að spyrja sig hvort krakkarnir vilji hafa þetta einfalt eða eins og upp úr dönsku Bo Bedre-blaði. Það þarf ekkert að þykjast og gefa dýrari gjafir en við ráðum við," segir hún og bætir við að séu allir á heimilinu upptjúnaðir vegna annríkis nái þeir ekki að njóta jól- anna. „Sjálf hlusta ég á messuna í út- varpinu og passa mig að hafa stund með sjálfri mér. Eg elda fyr- ir fjölskylduna og fer alltaf ein út að ganga eða skokka áður en ég undirbý matinn," segir hún og bætir við að það sé frábær tilfinn- ing. „Það sama geri ég á gamlárs- dag og líka á nýársdag og ég veit ekkert betra en að byrja nýja árið á góðum göngutúr enda eykur það bjartsýnina." Verður meyr annað kvöld Síðasti þátturinn af Fólki með Sirrý fer í loftið annað kvöld. Sirrý segist ekki gráta þáttinn þótt þetta hafi verið afskaplega gefandi og skemmtilegur tími. „Eg er ekki þannig manneskja sem syrgir það sem liðið er. Framtíðin er l£ka svo spennandi. Mér stendur margt til boða og ætla að leyfa mér að staldra við og hugsa vel um það sem ég ætla að gera næst," segir hún en viðurkennir að hún muni örugglega eiga erfitt þegar þættin- um lýkur á miðvikudagskvöldið. MinnistöfUir Birkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi FOSFOSER MEMORY Umboðs- og söluaðili sími: 551 9239 www.birkiaska.is Jólin eru jú hátíö allrar íjölskyldunnar. Njóttu þeirra þrátt fyrir galla þeirra sem þér þykir í rauninni vænst um. Ánægjuleg jól með stórfjölskyldunni 1. Búöu til tvískiptan jólalista Skrifaðu öörum megin niður allt það sem þú þolir ekki I við jólin. Hinum meg- in skaltu skrifa niöur allt sem þú elskar viö jólin. Eftil vill kemur eitt orð fyrir báðum megin en það er orðið„fjölskyld- an“. Veldu eittatriði afverri listanum sem þú veist aö þú hefur einhverja stjórn á og gerðu allt sem íþínu valdi stendur til að láta þér llka við það sem orðið stendur fyrir. Gerðu það sama við öll orðin á neikvæða listanum. 2. Hlæðu Reyndu að vekja upp húmorinn yfir jólin. Leigðu fyndnar grlnmyndir og hlæðu þig máttlausa/n eða finndu upp á skemmti- legum leikjum fyriralla fjölskylduna. Hláturinn smitar út frá sér og brátt verða allir meö bros á vör. 3. Settu þig I fótspor þeirra Er tengdamamma að gera þig geðveika/n með afskiptaseminni? Ætla börn systur þinnar aldrei að þagna? Eða leggur afi þinn aldrei bjórinn frá sér? Slakaðu á og reyndu að horfa á málið frá þeirra sjónarhorni. Með því að reyna að skilja hvert annað betur kemur okkur betursaman. 4.Taktu þérpásu Efþú geturómögulega settþig I þeirra spor skaltu fara I tiu mlnútna göngutúr. Láttu kalda loftið róa þig niður og skýra hugann. Horfðu á trén, fuglana og himininn og reyndu að skilja hversu agnarlítil við erum I þessum stóra heimi. Skiptirþetta virkilega máli? 5. Hreyföu þig úti viö Farðu reglulega I göngutúr og bjóddu jafnvel allri fjölskyldunni með. Þið hafið gott afþví eftir að hafa legið á meltunni. Það skiptir ekki máli með veðrið. Það verður bara enn betra að koma inn I hlýjuna efveðrið erþvlmun verra. 6. Kristileg gildi Gerðu þér grein fyrir hvað jólin þýða fyrir þig og hvaða skilaboðum þú vilt koma til barnanna þinna. Vita þau upp á hár út á hvað jólin ganga? Halda þau kannski að jólin snúist um jólasveina og harða pakka? Djamm og djúserí? Eða skapvonskuköst og rifrildi? Talaðu við börnin og leyfðu þeim jafnvel að velja leikföng I herberginu til að gefa þeim sem minna mega sln.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.