Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2005, Page 27
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 27
Lesendur
Þroskaþjalfmn segir:
Ingveldi Sigurðar-
dóttur
finnst við hafa
misstaftilgangi
jólanna.
Lesendur
Baldvin Þorsteinsson EA á strandstað
Heimildamyndin um strand togarans sagði
ekki alla söguna. Að mati Valgeirs var frekar
um lofsöngyfir Samherjamönnum að ræða.
mér. Það er alveg með eindæmum
hvernig hægt er að fara með þetta í
ríkisfjölmiðla. Það sem átti að vera
heimildamynd um atburðinn, ekki
lofsöngur fyrir Samherja.
hafi verið með Apollo 17 var síðasta
opinberlega för Apollo farin í júlí
1975 þegar eitt geimfar úr Apollo-
línunni tengdist hinu sovéska
Soyuz 19 á braut um jörðu. Það var
söguleg stund og því vel viðeigandi
að Apollo-farið sem fór fyrst til
tunglsins skildi eftir fána með áletr-
uninni: Við komum í friði fyrir allt
mannkyn.
Njótumjólanna
Nú er tími mikilla anna á öllum
sviðum vegna jólanna. Við megum
bara ekki láta tilstandið fara með
heilsuna, jólin koma þótt það sé
ekki allt nýmálað eða hreingert. Ég
man eftir jólum eins og sýnd eru í
auglýsingunni frá VR, þar sem for-
eldrarnir eru alveg útbrunnir. í þá
tíð þurfti að sauma allan fatnað á
íjölskylduna heima fyrir og ekki
hægt að kaupa fötin tilbúin eins og
nú er. Ég hef oft hugsað um það
hvemig móðir mín gat afkastað
því sem þurfti - að gera með miklu
minni tækjum og tólum en til em
nú til dags. Það var til dæmis mik-
ill munur þegar pabbi minn kom
með mótor til að setja við hand-
knúnu saumavélina. Þá þurfti ekki
að snúa lengur. Við börnin vorum
ansi ung þegar við þurftum að
hjálpa til við heimilishaldið, bæði
úti og inni en við áttum heldur
ekki eins mikið dót eins og börn í
dag. Enda voru jólagjaflrnar ekki
þess konar.
Börn þurfa að vita hvað heimil-
ishald er og vinna með á heimif-
inu. Það eykur þroska þeirra og
fyllingu lífs þeirra. Að vera þátttak-
andi í undirbúningi jólanna færir
börnin nær tilgangi hátíðarinnar.
Ég vona að við, borgarar þessa
lands, berum gæfu til að gleðja ná-
ungann um jólin og njóta samvista
við fjölskyldu og vini án þess að
þurfa að vera rúmlega hálft árið að
borga af kreditkortinu, það getur
verið mjög erfitt. Hugurinn er
meira en helmingurinn af gjöfinni.
Þess vegna þarf svo lítið til að
gleðja aðra með. Á jólunum viljum
við njóta firiðar, birtu og kærleika
sem að mínu mati er boðun þess-
arar hátíðar.
Ég óska öllum landsmönnum
Guðs blessunar og gleði á jólum.
Síðasta tunglferðin endar
Á þessum degi árið 1972 lauk
tunglferðum Bandaríkjamanna
þegar þrír síðustu tunglfaramir
lentu í Kyrrahafinu heilu og
höldnu. Apollo 17 hafði verið skotið
upp frá Canaveral-höfða á Flórída
tíu dögum fyrr.
Það var fyrst í júlí árið 1969 sem
NASA tókst að uppfylla markmið
Johns F. Kennedy um að koma
mönnum á tunglið með Apollo 11
farinu. Á milli 1969 og 72 voru sjö
tunglferðir farnar. í sex tilvikum
heppnaðist förin vel en í einni ferð-
inni var hætt við vegna bilunar. At-
vikið varð frægt með myndinni sem
nefnd var eftir ferðinni, Apollo 13.
Ein frægasta setning kvilonynda-
sögunnar er einmitt úr henni:
„Houston, we have a problem."
Met var sett í síðustu ferðinni
þegar geimfararnir Eugene A. Cern-
an og Harrison H. Schmitt dvöldu í
alls 75 klukkustundir á tunglinu.
Þeir óku um á sérgerðu ökutæki
sínu, Lunar Rover, og söfnuðu um
112 kílógrömmum af steinum og
sandi. Náttúrugripasafn íslands
hefur hluta þess að geyma.
Þrátt fyrir að síðasta tunglferðin
Úr bloggheimum
Eithvað jákvætt
„Þáerþað orðið Ijóst
að ég mun þurfa að
taka eina pásuna í
viðbóten það ernú
sem betur fer þannig
að það er alltafhægt
að sjá eitthvað jákvætt
við allt. 1 ó.janúar eða eftir ca. mánuð ætti
þetta meiðsladæmi að vera horfiö að ei-
llfu, allavega trúi ég því og það ernú með
flest f þessu iifi að það sem maðurætlar
sér og ímyndar mun gerast. Lykillinn af
þvl er bara að trúa þvf sem maður er að
gera og þegar þú hefur náð tökum á þvl
muntþú notast við þetta alla ævi, trúið
mér. En þetta er kannski frekar erfitt aö
útskýra og er auðvita best að hver og einn
finni sina leið i þessum málum'en ég er
bara svona rétt að brýna fyrirykkur mikil-
vægiþess."
Logi Geirsson - logi-geirsson.de
Ég er að verða gam-
all
„Ég leit upp úr bók-
unum I dag og fór á
bæjarrúnt með Rut
og Hrafnhildi. Notaði
tímann til að fá mér
jóla- og afmælisklipping-
una á Nansensgade. Svo sem ekki I frá-
sögur færandi, ágætis klipping og allt
það.Hins vegar þegar að steipan er búin
að klippa og er aö klina vaxi í hárið ámér
þá spyr hún:„Á ég ekki að snyrta á þér
augabrúnirnar?".„Ha... þarfþess? Jú jú,
það má alveg", sagði ég frekar hikandi.
Vá, hundgamall, næst verður mér boðið
að láta klippa úr eyrunum! Pabbi er sko
nýbyrjaður að ieyfa kellunum að snyrta á
sér brúnirnar. Svo tók ég líka eftir
nokkrum gráum hárum í augabrúnunum!
Rosaleg t. Ég má nú samt eiga það að þær
hafa aldrei verið flottari!"
nemendur.ru.is/rut01/
Svindlað á Grænlandi
„Að sitja á hótelherbergi
f Grænlandi. Með far-
tölvu og msn. Hlaupa-
nótu dagsins á rúv í
vefútvarpinu. Manni
líðurdálítiðeinsog
maður sé að svindla. Á
Grænlandi eiga menn að vera
í slæmu simasambandi. I óvissu um ferð-
ina heim. Helfrosnir frá hvirfli tilylja. Sem
betur fer er mér ekki kalt og simasam-
bandið er ágætt. Ferðin heim er hins veg-
arannað mál."
Wlhafnarfjordur.blogspot.com/
Valgeir Sigurðsson hringdi:
Ég horfði á heimildamyndina um
björgun togarans af sandinum í gær-
kvöldi [fyrrakvöld] í Sjónvarpinu.
Hún var um þegar Samherjatogar-
inn strandaði og var svo dreginn á
flot. Það skein í gegnum myndina
halelúja- og lofsöngur yfir Samherja.
Það er eins og þeir hafi notað ríkis-
fjölmiðlana fyrir sig, það skein svo
berlega í gegn. Það var til dæmis
ekkert talað um aðdraganda styssins
og ekki heldur rætt við skipstjórann,
ekki einu sinni minnst á hann.
Myndin byrjaði á að sýna skipið á
síldveiðum, sýndar myndir frá
vinnslu um borð og sagt hvað skipið
byggi til marga milljarða fyrir þjóð-
arbúið. Skipið var ekki einu sinni á
sfldveiðum þegar slysið átti sér stað
heldur að elta loðnu alveg upp við
landsteina eins og önnur skip. Svo
var ekki einu sinni sagt frá því að í
kjölfar slyssins ætluðu Samherja-
menn að láta skipstjórann fara yfir á
annað minna skip. Þeir ætluðu sem-
sagt að lækka hann í tign. Hann var
toppskipstjórinn þeirra, fiskaði
mest. Hann hætti frekar og gerir nú
út frá Kanaríeyjum.
Samherjamenn með Þorstein Má
í fararbroddi fóru fyrir brjóstið á
I Edwin „Buzz" Aldrin á tunglinu Fyrstu
I mennirnir á tunglinu. Alls lentu sex geimför I
Bandaríkjamanna á tunglinu.
í dag
eru liðin 38 ár frá því að
lögræðisaldur var lækk-
aður úr 21 ári í 20. Hann
var síðan lækkaður enn
frekar í 18 ár í október
1979.
Selur enskum aðli íslenska hönnun
„Þetta er verslun og gallerí sem
selur húsgögn, lampa, listmuni og
skartgripi, allt hannað af íslend-
ingum," segir Magnús J. Magnús-
son, eigandi Design Centre
Knightsbridge í London.
„Konan mín Dagmar hefur
unnið með íslenskum húsgagna-
hönnuðum í mörg ár í gegnum
fyrirtækið Sólóhúsgögn," heldur
Magnús áfram. „Við erum í raun
að uppfylla draum íslenskra
hönnuða og framleiðenda um að
geta selt vörurnar sínar á erlend-
um markaði, enda mikiu stærri en
sá íslenski. Við höfum líka mikla
trú á íslenskri hönnun og hand-
verki og höfum séð hversu mikla
athygli það fær á sýningum svo
við ákváðum að slá til og opna
verslun sjálf."
Magnús telur íslenska hönnun
ekki síðri en þá dönsku, það sé
bara spurning um markaðssetn-
ingu. Sem dæmi um hluti sem
hafa vakið athygli í versluninni
nefnir Magnús stólinn Gíraffa eft-
ir hinn íslensk-bandaríska Chuck
Mack ásamt rúnahálsmenum
hönnuðum af Sólborgu Sigurðar-
dóttur.
Magnús telur framtíðarhorfur
verslunarinnar á Knightsbridge
mjög góðar. „Miðað við þá athygli
sem við höfum fengið á þessum
stutta tíma frá því að við opnuð-
um. Staðsetning er mjög góð og
gæti í rauninni ekki verið betri.
Hérna í kring eru dýrustu fast-
eignir Bretlands og það er stöðug-
ur straumur af ferðamönnum. í
nokkurra metra fjarlægð frá okkur
„Við höfum mikla trú
á íslenskrí hönnun."
Harrods og Harvey Nichols, auk
þess sem Buckingham Palace og
Hyde Park eru í göngufæri. Ég
held líka að öll umræða um við-
skipti íslendinga hjálpi mikið.
Fólk virðist vera mun áhugasam-
ara um Island vegna þessarar
miklu athygli sem Baugur, Bakka-
vör og bankarnir hafa fengið. Við
höfum heyrt talað um að íslend-
ingar séu að kaupa England og
maður finnur fyrir mikilli virðingu
í garð íslendinga fyrir hvað þeir
séu að standa sig vel í viðskiptalíf-
eru tvær þekktustu verslanir Eng-
lands, þær
inu í London."
llVlagnús stofnaði verslunina Design Centre Knightsbridge í Londor, fyrr á ár-
inu?Hann hafði áður starfað sem sölustjóri hjá Marvis ehf. i Kópavog ■-----
Ofbýður framkoma
séra Flóka
Péturhringdi:
Mér og fólki sem ég hef talað við
ofbýður hvemig séra Flóki Kristins-
son kemur fram. Að leyfa ekki
blessuðum börnunum að hafa sína
jólasveinatrú er fyrir neðan allar
hellur. Hann hefur ekki látið full-
orðna fólkið í ffiði en nú eru það
börnin. Hræsnin við þetta er að
sjálfur kennir séra Flóki börnunum
að Jesús Kristur sé til og segir börn-
unum statt og stöðugt frá því.
Hefur hann hitt Jesú? Svo segir
hann okkur öllum að Guð sé til. Það
sannar það enginn og það á lflca við
um jólasveininn. Hann er bara eitt-
hvað sem við höfum öll trúað á og
höfðum gaman af í æsku. Það er til
eitthvað sem heitir hvr't lygi og hann
hefði átt að
hana
nota
eða láta þetta
liggja milli
hluta.
pbjóítjaldi 1leö208ntiiipisis
'/■raó&imigiiyriflltaiki
Jeftiri
I
A
„Jólasvei
er ekki tilf
/ JcmmiHuasABUfe
MWUAÞtáuwmm-
DV i gær Pétur vill meina að séra Flóki eigi ekki
aðsegja börnum að Jesús Kristur sé til, þvíhann
hefur aldrei hitt hann, eins og jólasveininn
og eiga kokam
Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar.
Heimildamyml lofsöngur yflr Samherjamönmim
jf