Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2005, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005
Menning DV
ElfarLogi LesJóla■
' ævintýrir á Langa
Manga á föstudags-
eftirmiðdag.
SKYNDILEGA bregður svo við að
menn taka stórt upp í sig um
velgengni og viðgang íslenska
reyfarans. Eins og verra fár gæti
ekki áfallið lesendur en að hér
séu settir saman þokkalegir
íslenskir reyfarar.Vilja menn
frekast að hér rísi aftur upp sá
tími að íslenskir lesendur gátu
einungis lagst (erlenda reyfara:
Christie gömlu, Bagley og
McLean.
Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is
VMUI ICJ uikfvci IJ u Luiiyu munvfu u iuuiii ui u rui
láksmessu. Ágóðinn mun renna til Haiifriðar Frið- j
riksdóttur sem missti aleigu sína i bruna nú á
dögunum á tsafirði og mun svæðisskrifstofa mál- V m
efna fatlaðra aðstoða Hallfriði við kaup á húsbún-
aði. Lesturinn á Þorláksmessu hefst ki. 16 og iýkur um ki. 20.
Gestum gefst kostur á að styrkja verkefnið meðan á lestrinum stendur. Einnig hef-
ur verið stofnaður reikningur í nafni svæðisskrifstofunnar i Sparisjóðnum á Isa-
firði. Reikningsnúmerið er 1128-05-1190 og kennitala svæðisskrifstofunnar er
640780-0109. Þetta er í þriðja sinn sem Elfar Logi les Jóladraum á Þorláksmessu og
hefur ágóðinn alltaf runnið til góðs málefnis, nú siðast til MND-félagsins.
Jóladraumur Charles Dickens er án efa ein vinsælasta jólasaga allra tíma og fyrir
mörgum er sagan sjátfsagður hluti af jólahaldinu. Jóladraumur var fyrst gefinn út í
London 1843 og varð strax mjög vinsæll. Það var Þorsteinn frá Hamri sem þýddi
söguna á íslensku.
Dimmar aldir fyrri tíma í íslenskri myndlist koma í dagsljósið í nýju yfirlits-
verki Þóru Kristjánsdóttur, Mynd á þili, um íslenska myndlistarmenn á sext-
ándu, sautjándu og átjándu öld.
NÚ er það svo að hér er orðið
þokkalegt framlag af þýddum
reyfurum. Nokkuð góðum mörg-
um hverjum. Það er eins og
menn gleymi því að reyfarar eru
afþreying og verða einungis
dæmdir sem slíkir. Þeir eru ann-
arrar gerðar en fagurbókmenntir.
Þeir eru hvorki Ijóð né leiktextar,
sagnfræði né þjóðleg fræði.
Flugur
Friðrik Rafnsson
HVAÐ er þá að því að Islenskir
menn setji saman slíkar bækur?
Nákvæmlega ekkert. Það er þvert
á móti gott að innlendur iðnaður
skuli keppa við Patterson,
Mankell og fleiri. Það er bara hið
besta mál. Væri raunar gott ef
hér settu fleiri saman ástarsögur
og það sem í eina tíð var kallað
vinnukonubókmenntir sem enn
eru bara annexía úr erlendum
iðnaði.
FRIÐRIK Rafnsson, sá menntaði
bókmenntafræðingur og þýð-
andi, sagði ( grein í Mogganum
fyrir margt iöngu og aftur í Silfri
, Egils, að upphlaup gagnrýnenda
um reyfarana væri svipað því að
íslenskir myndlistarmenn tækju
upp á því að
mála landslag
með vatnslitum.
Nú hafa íslenskir myndlistar-
menn lagt sig talsvert eftir lands-
lagi uppá síðkastið, mest með
Ijósmyndavél. Erlendir gestir
hingað hafa gert sig heimsfræga
með Ijósmyndum af (slensku
landslagi. Myndefnið er þvl held-
ur betur gilt - heima og heiman.
SVO bætist
við að víða
um lönd eru
menn að
kljást við
vatnsliti og
landslag:
Hockney
vakti ekki
litla athygli í
haust fyrir
það uppá-
tæki að mála landslag í Jórvíkur-
skíri með fljótandi litum. Væri
það máski ekki einmitt sú leið
sem gæti gefið myndlistarmönn-
um okkar gátt að því fólki sem
þeir vilja helst tala við og selja:
þjóðina. Og löngum hefur sá
vettvangur dugað mönnum best
til að ná samtali við heiminn utan
við eyjasamfélagið.
David Hockney
Þóra sækir í eldri skrif um
þennan myrka tíma: verk sitt hefur
hún á tilvitnun í Sigurð málara
Guðmundsson á síðari hluta 19.
aldar; er nokkuð betur til marks
um hversu skammt við erum kom-
in í vinnslu á íslenskri myndlistar-
sögu en einmitt það: enn hafa skrif
Sigurðar, teikningar og málverk,
uppdrættir og skissur ekki komið
út í almennlegri útgáfu?
í gamlar slóðir og nýjar
Hún rekur síðan þá fáu drætti
sem rekja má: myndlistarþætti
Matthíasar Þórðarsonar, dreifða
þætti Kristjáns Eldjárn og Björns
Th. Björnssonar og svo verk Ellenar
Marie Mageroy um homskurð og
blómaminni í tréskurði - þátt sem
annars lægi ókannaður hjá garði og
við þekktum ekkert til. Síðan beinir
Þóra sjónum sínum að myndlist,
málverki og myndskurði.
Verk hennar er afar vel út gefið,
ríkulega myndskreytt, með rita-
skrám og nafnaskrá. Heimildaskil
Mynd á þili
Þóra Kristjáns-
dóttir
JPV-út-
gáfa/Þjóðminja-
safn íslands
Verð 6980 kr.
'j| | ___
MrNDÁHU
■ " & - ‘ 11 :l’ ■■
★★★★★
Bókmenntir
eru til fyrirmyndar. Verkið er unn-
ið í sameiningu útgefanda og Þjóð-
minjasafns og fylgdi í útgáfu veg-
legri sýningu sem uppi var í safna-
húsinu við Hringbraut þar til fyrir
skömmu. Það er glæsilega uppsett
og fallega prentað. Fylgir enskur
útdráttur sem nauðsynlegt er fyrir
grundvallarrit á rannsóknarsvið-
inu. Hér er á ferðinni grundvallar-
rit í íslenskri myndlist og verður
það, uns aðrir hafa þrætt götur
Naggrís í myrkrí
Það er nýr svipur yfir smásögum
Tove Appelgren. Þær em ekki bein-
línis fyrir börn, nær væri að segja að
þær eigi erindi við unglinga og full-
orðna. Þá er nýnæmi af brotinu
sem er óvenjulegt fyrir smásögur af
þessu tagi. Þær em skemmtilega
myndskreyttar af Halldóri Baldurs-
syni og síðast en ekki síst snýr Tove
gömlu formi dýrasagna upp á nú-
tímalegan hátt.
Sögurnar em misvel heppnaðar:
sagan af naggrísunum er frábær,
leðurblökusagan er snjöll hugmynd
en teigist um of, sagan af urtu sem
vill reyna eitthvað nýtt er skemmti-
leg dæmisaga um mátt kvenkyns-
ins. Loks er sagan af svarta gíraffan-
um þar sem nokkuð annar tónn er
sleginn, formið er frábmgðið þeirri
Tove Appelgren
og Halldór Baldursson
Dýr
Mál og menning
Verð 2.690 kr.
'w 'vr
Bókmenntir
fyrstupersónufrásögn sem Tove
annars setur sögunum.
Sögurnar þýðir Silja Aðalsteins-
dóttir og nær geðþekkum blæ,
þræðir einstigi milli slangurs og
fágaðra máls. En það er þó sjónar-
miðið sem höftmdurinn hefur
reynst einstaklega fundvís á sem er
Þóru og kannað heimildir og verk-
in nýjum augum.
Ný nöfn
Stærst nýjung er í verki Þóm að
hér eru tilnefndir á annan tug
listamanna sem hafa margir skilað
til okkar markverðum verkum um
leið og hún skýrir að líklega hafi
flestir þeirra unnið fleiri verk sem
hafi glatast. Kirkjan varð lengst af
það skjól sem tryggði varðveisluna
og verkin löguðu sig flest að því
umhverfi.
Sumir listamannanna sem Þóra
fjallar um voru þekktir: séra Hjalti
Þorsteinsson var kunnur, en Þóra
bætir við verkaskrá hans og útilok-
ar ekki að rekja megi fleiri verk til
hans högu handa.
Aðrir em minna kunnir: skurð-
verk Þórarins Einarssonar verða
eftir athuganir Þóru fleiri og hvaða
listamaður sem er gæti verið
sæmdur af englamynd úr óþekktri
kirkju á Norðurlandi sem tilgáta
Þóm er að sé úr Skinnastaðarkirkju
og þá verk Þórarins og Jóns bróður
hans.
Svo tvö dæmi séu tiltekin.
Óslitinn þráður
Það er rík tilhneiging hjá Þóm
að nafnkenna verk sem hafa um
langan aldur verið óþekktra höf-
unda; hún er jú skipulega að gera
einstaklingsþáttinn stærri í sögu
hinna nafnlausu. Stundum örlar á
efasemdum hjá lesanda á tilgátum
hennar en ævinlega getur hún þess
þegar spáð er í óljós gögn.
Það er niðurstaða Þóm að hér
hafi myndlistarhefð aldrei rofnað,
þó hún hafi hangið á bláþræði í lok
átjándu aldar, en á sama tíma er
Sæmundur Hólm að hverfa suður
til Hafnar í nám og þar með gildnar
sá þráður sem nú um stundir er
orðinn að miklum og digmm streng
sem ótal bönd liggja frá og til.
Verk hennar er mikilvæg viðbót
í menningarsögunni, þarft verk,
nauðsynlegt og vel unnið.
Páll Baldvin Baldvinsson
þó það skemmti-
legasta í þessu
dæmi. Hún sest í
hug óskiljanleg-
ustu dýra: hverjum
dettur í hug að setja
sig í spor vanrækts
angóm-naggríss! og
fylgja raunum hans
í baráttu við annað
gæludýr yfirgefið:
slöngu.
Bókin mun koma
út í tveimur löndum:
það er milcilvægt for-
dæmi sem þeir
Eddu-menn hafa sett.
Þröngur markaður á íslandi og lágt
verð á bókum fýrir börn gerir það
að verkum að kyrkingur verður alla
tíð í þeirri
deild - nema
menn leggi í
útrás,
snemma í
framleiðslu-
stiginu. Þær
séu hugsaðar
fyrir stærri
markað.
Sögur Tove
gætu átt það á
hættu að falla
milli deilda, en
þær em
skemmtilegri
en svo og eiga
betra skilið.
PállBald-
vin Baldvinsson