Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2005, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekki síst ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 39 Spurning dagsins Ferðu í kirkju um jólin? Mér finnst kirkjutónlist falleg „Já, ég fer alltafí kirkju á jóladag og þá finnst mér best að fara einn. Ástæðan fyrir því að ég fer í kirkj- una er aðallega sú aö mér finnst kirkjutónlist falleg." Ingimar Ingimarsson garðyrkjumaður. ,Eg fer sjaldan í kirkju. Fer samt í Graf- arvogskirkju á aðfangadag. Ég fór alltafí mið- næturmessur en hættiþvl." Hrafn Stefáns- son, formaður Ungra jafnað- armanna í Reykjavíio/ „Þegar ég fer í kirkju, þá fer ég með frænkurnarl sunnudagaskól- ann. Fjölskyldan hefur bara ekki tlma tilþess að fara I idrkju." Kristín Krist- jánsdóttir fatahönnuður. „Ég hef gert það nokkrum sinnum en ekki reglulega. Ég hef farið I miðnætur- messu. Fá orð geta lýst rónni og hátíð- leikanum sem þeim fylgir." Nína Björk Gunnarsdóttir, Ijósmyndari og stílisti. , „Það kemur fyrir að við förum í messu.Fer eftir stemningu. Kirkjuferðin gefur manni tima til þess að pæla I boðskapnum og hlutunum." Örn Arnarson sundkappi. Mörgum finnst það vera órjúfanlegur hluti af jólahaldinu að fara í messu á aðfangadegi og rifja upp hinn raunverulega boðskap jólanna. Herra Halldór og herra Björn Evxópuráðið, samtök allra Evrópuríkja, er einhver virtasta stofnun heims þegar kemur að mannrétt- indum og lýðræðisþróun. Það hefur gegnt lykilhlutverki við að leiðbeina nýju ríkjunum austanverðri álfunni starfshætti og í lýðræðislegu réttar- kerfi og um alla Evr- ópu þykir afar óþægi- legt að fá á sig at- hugasemdir frá skrif- stofum og sendimönn- um ráðsins um mannrétt- indi, lýðræðisreglur, fjöl miðla og svo framvegis. Hentiaðild? íslenska ríkisstjórnin er ásamt alþingi aðili að ráðinu. Ráðherrarnir virðast þó telja að þeir hafi að ráðinu einhvers konar hentiaðild, séu með þegar þeim þóknast og ekki dMæfe mála um sjálf- stæða rannsókn ís- lendinga: Evrópu- ráðið, jA. Nei! Herra Bjöm Bjarnason dóms- málaráðherra sagði fyrir nokkrum dögum í sjón- varpsfréttum að menn mættu sín vegna ræða athugasemdir sérstaks mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins um skip- an hæstaréttardómara. yrðisú að ráðherra (dóms- málaráðherra sumsé, þ.e.a.s. Björn Bjarnason) ætti að skipa hæstaréttar- dómara á ís- landi. Birni hentar ekki að fara að ábending- um mannréttindafulltrúans um þetta (og reyndar margt fleira), af því þær skerða möguleika hans til að misbeita valdi sinu: Evrópuráðið, NEI. þegar eitthvað stend- ur uppá þá sjálfa. Já! Herra Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra sagði fyrir nokkr- um dögum í sjónvarpsfréttum að rikisstjórnin stæði með Evrópu- ráðinu í því að rannsaka fanga- flug bandarískra stjórnvalda og meintar pyntingar. Ætluðum við annars ekki að fara að segja heimsbyggðinni fyrir verkum og setjast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna? Til að segja já þegar Halldóri i hentar og nei þegar Birni hent- ar? Halldóri hentax það vel, því þarmeð þykist hann laus allra Mörður Árnason alþingismaður ritar á mordur.is »Þetta skilur ekki menntafólk oa c*f*ar ekki ólílft soltnu og kúguðu oreimium forðum UZ?hx á ^uðfÍ’g mjolk en blóma- 9 £".?5*D™sIóðin \æ‘imeti.aríe,,■ Verðkannanir eru ekki hlutlausar fremur en annað hér. Þær stóru eru gerðar áður en við tökum kristnar átlotur fyrir jól og páska. Aðrar smærri eru þegar við hámum hægt í okkur. Kann- animar em óþarfar nema sem æsingarlyf fyrir vafasama vinstridólga enda er niður- staðan jafnan sú sama: Of hátt búvömverð. Flestar fyrri stétta- andstæður hér hafa máðst, þótt þjóðarauðn- um sé ranglega skipt, samt ríldr ennþá gamla togstreitan milli borgar og sveita. Menntafólk ýtir undir þá hefð og kem- ur í fjölmiðla sem hungraðir Reykvík- ingar í röksemdabasli gegn bændum. Þannig berst það við elstu stétt lands- ins, þá einu sem hefur haldið velli í samfélagsglundrinu. Bændastéttin er reyndar ekki lengur ráðandi heldur berst hún bæði í bökkum og fyrir til vem sinni. Þetta skilur ekki mennta- fólk og talar ekki ólfkt soltnu og kúguðu öreigunum forðum, um okur á brauði og mjólk en blómabarnakynslóð- in bætir við grænmeti. Nú er það svo að við leggjum okkur ekki bara landbúnaðarvömr til munns heldur líka fisk sem er síst ódýrari en kjöt. En verðið á honum gleymist í umræðunni um „fæðukeðjuna". Varla er hann háður innflutn- ingstollum. Ekki hækkar verð á þorski „í hafi". Ingibjörgu Sólrúnu nægði að nota innkaupatöskuna sem mælikvarða á hyggjuvit konunnar en hagfræðingar em stórtækari og standa í skjáviðtölum með tvílyftar innkaupakermr á stórmörkuðum, skemmtilega feitir og skeggjaðir, fyrr- verandi kommar sem sáu sig um hönd í tæka tíð. Þeir telja og vísa í fræði sín að þjóðin sé kúguð með okri á hangikjöti. Auðvitað er þetta vaðali. Við emm að búa okkur undir að taka hina árlegu kristnu ádom og henni fylgir könnun sem vekur ekki bara samúð með innlendum matgoggum heldur líka erlendum ferða- mönnum, helst poppumm. Halda mætti að breskar hljómsveitir komi hingað sem hungraðir úlfar og verði blankar en lystugar í hreina loftinu, þótt meng- unin í margumræddu reyklausu borginni sé meiri en í pestarbælinu London. Að sögn er hægt að lifa þar á ódým snarli við að framleiða djúpsteikta tóniist. 1 Guðbergur Bergsson SEFUR ALDREI 10.000.- krónur fyrir góða frétt Viðtökumvið fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrarnafnleyndar er gætt. Síminn er 550 5090

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.