Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2006, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2006, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 Fréttir DV Magni spjarar sig „Það hafa margir áhyggj- ur af því hvernig starfið hjá Magna muni vera eftir að ég flutti í burtu. Starfið mun ekkert breytast því að það er fullt af góðu og duglegu fólki sem starfar fyrir Magna og vinnur frábært starf hvort heldur í stjórn eða foreldraráði Magna," segir Stefán Pálmason, for- maður íþróttafélagsins Magna á Grenivík: „Margir eyða miklum tíma í þessa hluti. Sumir halda að þetta sé sjálfsagður hlutur en það er ekki rétt,“ skrifar Stefán í grein á heimasíðu bæjarins. Guliúr í Kópavogi Á árinu 2005 áttu fimm starfsmenn Kópavogsbæjar 25 ára starfsafmæli og fengu af því tilefni gullúr sem Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri afhenti þeim í sérstakri heiðurmóttöku. Fengu starfsmennimir úrin að launum fyrir vel unnin störf og trygglyndi við bæ- inn. Meðfylgjandi mynd tók ljósmyndarinn Krissý fyrir Kópavogsbæ. ~A, Leyfi til að skipuleggja leyfi Þann þrítugasta júní næstkomandi falla úr gildi öll leyfi til reksturs ferða- skrifstofu sem nú em í gildi. Því þurfa allar ferða- skrifstofur að sækja um nýtt leyfi fyrir þann tíma. Þetta kemur í kjölfar þess að útgáfa slíkra leyfa færð- ist nú um áramótin frá samgönguráðuneytinu til nýstofnaðrar Ferðamála- stofu. Með nýjum lögum er Ferðamálastofu faiið nýtt verkefni sem snýr að fram- kvæmd markaðrar ferða- málastefnu, meðal annars verkefni sem snúa að upp- byggingu ferðaþjónust- unnar. í yfirliti sem danska dagblaðið Ekstra Bladet birti yfir launahæstu sjónvarpsmenn Dana kemur fram að launakóngurinn danski er með níu hundruð þúsund krónur á mánuði. Svipuð og jafnvel lægri laun en stærstu stjörnurnar í íslensku sjónvarpi. Egill Helgason fékk til dæmis jafnmikið og Daninn í laun á síðasta ári og Logi Bergmann Eiðsson var sagður með milljón á mánuði í Séð og heyrt. sjónvarpsmaður Dana „Þetta kemur á óvart, ég verð nú að segja það,“ segir Egill Helga- son þáttagerðarmaður, sem er með jafnhá laun og hæst launaði sjónvarpsmaður Danmerkur, Jes Dorph Petersen. Ekstra Bladet í Danmörku greindi frá því í gær að hæst launaði sjón- varpsmaður landsins, fréttaþulur- inn á TV2, Jes Dorph Petersen, væri með níu hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun. Miðað við það sem tíðkast á hinum smáa íslenska íjöl- miðlamarkaði þykir þetta ekki mjög hátt. Til dæmis þiggur Egill Flelga- son tæpar níu hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun miðað við töl- ur frá skattstjóra. Nokkrum þúsund- köllum minna en launakóngurinn í dönsku sjónvarpi. Séð og heyrt sagði einnig frá því, skömmu eftir að Logi Bergmann Eiðsson gekk til liðs við 365, að hann hefði samið um eina milljón á mán- uði í laun. Sjálfur gefur Logi lítið fyr- ir þá tölu, segir hana skot yfir mark- ið. „Launin mín eru einkamál," segir hann hins vegar, spurður um hvaða tala sé þá nærri lagi. Egilí Helgason segist ánægður með sín laun. „Ég er líka ánægður með lífið eins og ég er með launin," segir Egill. Sigmundur ánægður með sitt Er þá svona lítill munur á launum íslenskra og danskra sjónvarps- stjarna - þrátt fyrir allan stærðar- mun? „Þetta er nú í hærri kantinum, allavega hjá fréttalesurum," segir Sigmundur Emir Rúnarsson sem gegnir svipaðri stöðu hjá fréttastöð- inni NFS og launakóngurinn danski hjá TV2. Þeir em báðir fréttastjórar og aðalfréttalesarar. „Það er helst að útvarpsstjóri „Ég er líka ánægður með lífið eins og ég er með launin." slagi upp í þetta með öllum sporsl- um. Aðrir ná ekki þessum launum að ég held. Annars er ég ágætlega ánægður með mín laun. Er ágætlega haldinn," segir Sigmundur Ernir, sem fær um hálfa milljón á mánuði, samkvæmt tölum frá skattstjóra. Starfsmenn RÚV með of lág laun öllu þyngra hljóð er í kollega Sig- mundar á sjónvarpinu, fréttalesar- anum Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur, þegar þessi mál em rædd. „Það er Íangur vegur frá því að ég sé með svipuð laun og þetta. Það em heldur ekki margir rfldsstarfsmenn. Laun þeirra em til þess of lág," segir Jó- hanna sem samkvæmt skattstjóra- tölum er með 484 þúsund krónur á mánuði fyrir fréttaíesturinn í sjón- varpinu. Heldur þú að Logi sé með millj- ón á mánuði? „Ég skal ekki segja. Hann hlýtur samt að hafa fengið gott boð því hann var mjög ánægður í sínu gamla starfi." Spumingunni um hver sé launa- kóngurinn í íslensku sjónvarpi er enn ósvarað. Launaleyndin íslenska gerir það að verkum. Miðað við þá hraðferð sem markaðurinn er á þessa stundina er líklegt að íslensku stjömurnar skjóti þeim dönsku ref fyrir rass. andri@dv.is Logi Bergmann Eiðsson Séö og heyrt segir hann meö milljón á mánuöi. Logi segir launin einkamál. v Sigmundur Ernir Rúnarsson Kollegi launakóngsins danska er ánægður með sin laun. Jóhanna Vigdis Hjaitadóttir Fréttales- ari RÚV segir rikisstarfs- menn meö of lág laun. Jes Dorph Petersen Meö niu hundruö þús- und ístenskar krónur á mánuöi. Egill Helgason Fær jafnmikiö og launa- kóngurinn I dönsku sjónvarpi. Tónlistarlegur ágreiningur á Skólavörðuholti Hörður Áskelsson er fagurkeri af guðs náð. Þessi organisti drottins stjórnar Hallgrímskirkju styrkri og óskeikulli hendi. Ekkert fær náð fyr- ir augum og eyrum siðameistarans nema það sem fi'nast er af öllu fi'nu. Djass er ekki fi'nn fyrir guð. Og þar með ekki fyrir Hörð organista og kirkjuna hans sem gnæfir yfir borg- ina eins og turn úr fínasta fílabeini. í Iðnskólanum sem kúrir undir verndarvæng Hallgrfmskirkju og organistans er skólameistari sem hefur lúmskt gaman af léttri sveiflu á tyllidögum. Þessum manni varð al- varlega á í messunni um daginn. Skólameistarinn smyglaði heilli djasshljómsveit inn í kirkju organist- ans. Þetta gerði hann eflaust bara til KTMIPHI VSvarthöfði að skemmta skrattanum því ekki fíl- ar guð að hlusta á jóladjass í sínum húsum. Organistinn greip fyrir höf- uðið og hljóp hljóðandi bænaþulur. 0, vei! 0, vei! Skólameistarinn, sem hvað hljómlist áhrærir virðist á valdi djöf- ulsins ásamt öllu sínu bersynduga hyski, hefur nú boðað organistann og aðstoðarmann hans, sóknar- prestinn, á fund á skrifstofu sína til að ræða þennan djúpstæða tónlist- arlega ágreining. Fyrir liggur að kirkjunnar menn vilja fyrir alla muni að þessi voveiflegi tónlistarflutning- Hvernig hefur þú það? „Ég hefég hefþað bara flnt," segir Anna Bryndís Blöndal, handboltakona í Stjörn- unni I Garðabæ.„Ég er / frfi með fjölskyldunni hjá mömmu og pabba á Akureyri. Þetta eru búin að verayndisleg jól." ur endurtaki sig aldrei. Upp á það er menn pípuorgelsins. Og líða ekki einfaldlega ekki hægt að bjóða. rokk nema barokk. Um aldir alda. Jesú og guð eru engir djass- Amen. geggjarar. Þeir eru og verða fylgis- Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.