Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2006, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2006, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 Fréttir DV Afsali sér launahækkun Bæjarráð Kópavogs vill að þeir starfsmenn bæjarins sem taka laun sem tengd eru Kjaradómi afsali sér launahækkununni sem Kjaradómur ákvað. Fyrir sitt leyti ákváðu bæjarfulltrú- amir að þeir og pólitískir fulltrúar í nefndum bæjar- ins fengju ekki hækkunina. Þetta gildir þar til Alþingi hefur brugðist við úrskurði Kjaradóms. Færri atvinnulausar Atvinnulausum konum á Vestfjörðum hefur fækkað frá því í síðasta mánuði en karlmönnum án vinnu hef- ur fjölgað, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta. Á skrá yfir atvinnulausa eru 99 manns í upphafi nýs árs. Samkvæmt tölum Vinnu- málastofnunar eru 79 kon- ur atvinnulausar og hefur þeim fækkað um fjórar frá því í desember. Karlmenn á skrá yfir atvinnulausa eru 20 talsins. Fyrir áramót voru 83 konur skráðar at- vinnulausar og 19 karl- menn. Þann 1. nóvember voru 82 á skrá yfir atvinnu- lausa á Vestfjörðum og 102 fyrir áramót. Hvemig fannst þérskaupið? Halldór Gylfason leikari. „Mér fannstþað ágætt. Það var svipað og í fyrra en annars erég ekki mikill skaupmaður. Atriðin voru náttúrulega mis- góð en engu að slður ágætis- skaup. Mér fannst bestu atrið- in vera þegar Björgvin hermdi eftir Guðmundi Steingríms og þegar Hjálmar hermdi eftir Eiríki Jónssyni." Hann segir / Hún segir „Það var hvorki né. Ég hló að sumu en það mátti gera meira grín að þvísem er að gerast i samfélaginu. Mér fannstýmis- legt fyndiö en það þarfað taka á meira á máiunum. Það var kannski ofsaklaust fyrir minn smekk en þrátt fyrir allt var skaupið meðalfint og þjónaði sinum tilgangi sem saklaus skemmtun.“ Hrund Ólafsdóttlr leikskáld. Skemmtanastjórinn á Broadway, Víkingur Heiðar Arnórsson, segist þakka guði fyrir að árvökulir gestir á áramótafagnaði skemmtistaðarins hafi komið auga á það sem virtist vera nauðgunartilraun undir borði og kallað á dyraverði. Dyraverðir þustu á staðinn og í kjölfarið var karlmaður á þrítugsaldri handtekinn og yfir- heyrður. Stúlkan hefur lagt fram kæru. Reyndi ao nauoga stulku undir borði „Sem betur fer komu dyraverðir okkar fljótt að og gripu inn í,“ seg- ir Víkingur Heiðar Amórsson, skemmtanastjóri á Broadway, en karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gær grunaður um að hafa nauðgað ungri konu á effi hæð skemmtistaðarins. Maðurinn var yfirheyrður í gær en sleppt að því búnu. Hann neitar sök. Vitni segja að hin meinta tilraun til nauðgunar hafi átt sér stað á gólf- inu undir borðum á efri hæð Broad- way, rétt fyrir fimm á nýársnótt. Tilraunin virðist hafa verið ótrúlega bíræfin því hundruð manna voru aðeins örskammt frá - í aðstöðu til að sjá hvað var á seyði. Nokkrir ár- vökulir gestir komu auga á að ekki var allt með felldu og kölluðu á dyra- verði. Þeir komu fljótt að, sáu hvers eðlis var og tóku hinn meinta nauð- gara afsíðis. Honum var svo haldið þar til lögregla kom á vettvang. Sleppt eftir yfirheyrslur Vfldngur skemmtanastjóri segir að stúlkan sem lent hafi í hinum hræðilega atburði hafi virst vera slegin eftir að dyraverðir björguðu henni úr klóm mannsins. Hún hafi þegið aðstoð á staðnum áður en lög- regla fór með hana á neyðarmóttöku fýrir fórnarlömb nauðgana. Skýrsla hefur verið tekin af henni sem og hinum grunaða. Honum var sleppt eftir skýrslutöku en að sögn lögregl- unnar neitar maðurinn sök. Dyraverðir og gestir brugðust rett við Troðfullt var á Broadway þegar hin meinta nauðgunartilraun átti sér stað. Tvær af helstu popphljóm- sveitum íslands, Skímó og I svörtum fötum, spiluðu fyrir dansi og skemmtanaþyrst ungmenni fögn- uðu nýja árinu. Víkingur skemmt- anastjóri segir því ákaflega leiðinlegt að gleðinni hafi verið spillt á þennan hátt. „Það er hræðilegt að vita til þess að þetta hafi gerst hérna. Mað- ur þakkar bara fyrir að ekki hafi farið verr. Dyraverðir og gestir gerðu vel í að koma í veg fýrir það,“ segir Vík- ingur Heiðar Arnórsson skemmt- anastjóri á Broadway. andri@dv.ls ,/Það er hræðilegt að vita til þess að þetta hafi gerst hérna. Mað- ur þakkar bara guði fyrir að ekki hafi farið verr." Víkingur Heið ar Arnórsson Skemmtana- stjórinn segir dyraverði og gestihafa brugðist rétt við. Útigangsmenn sagðir margfalt fleiri en þeir sem hýrast í Öskjuhlíð Sævar Arnfjörð Var tjaldbúi löskjuhllð. Fer nú væntanlega á áfanga- heimili til að fóta sig. Tjaldbúar götunnar víðar en í Öskjuhlíð Síðustu vikur hafa fréttir af tjald- búum götunnar í öskjuhlíð og öðr- um heimilislausum vakið athygli. Það sem einkennir tjaldbúana er að allir hafa þeir brotið reglur og við- mið samfélagsins og eiga sjaldnast afturkvæmt. Guðmundur Jónsson, kenndur við Byrgið, hefur umgengist fólkið á götunni og segir ástandið miklu verra en komið hefur fram. Að mun fleiri séu á götunni og stór hluti þeirra búi í tjöldum eða bflum. „Til dæmis hluti þeirra sem eru í með- ferð, oft menn sem hvergi búa en eru þó með lögheimili á ýmsum stöðum. Þeir eru ekki í fjöldanum sem hefur komið fram," segir hann. Það sé þó einungis til að þeir geti fengið póstinn sinn. Sævar Arnfjörð og Lee Reynir Freer eru tveir þeirra sem bjuggu í öskjuhlíðinni. I tjaldi um hávetur. Báðir eru þeir þekktir síbrotamenn. öryrkjabandalagið og Þjónustumið- stöð miðborgar og Hlíða hafa komið Sævari tímabundið fyrir á gistiheim- ilinu Von og er nú unnið í hans mál- um í þjónustumiðstöðinni. Lee Reynir fór á Gistiskýli Reykjavlkur- borgar og er þar enn. „Þessir tveir eru ekkert eins- dæmi. Stundum sofa þrír og ijórir í einu tjaldi í kuldan- um. Þetta er ekki bara í öskjuhlíð. Ég veit af þessu í Heiðmörk lflca," segir Guð- mundur og bendir á að upp með Vestur- landsvegi sé fólk í yfir- gefnum bú- stöðum og fólk búi jafn- Lee Reynir Freer Atti góðar stundir í miklum kulda með félaga sínum Sævarii Öskjuhlíðinni. Hann er nú i Gistiskýlinu imið-1 borg Reykjavikur. áfangaheimili Samhjálpar og Hjálpræðis- herinn. Fólk á þessari braut megi hins vegar finna um allt land. „Hinum er út-j skúfað og þeir J enda í ---------“ vel í bflum allt upp með ^ Nesjavallavegi. Guðmundur segir að | umræðan einskorðist við Reykjavflc, sem hefur nokkra möguleika fyrir , bæði menn og konur í þessari stöðu. Til -------------dæmis Reykjavík og á göt- unni.“ Gistiskýlið og Konukot í miðborg Reykjavíkur, Guömundur Jónsson Segir tjaldbúa götunnar vera á fleiri stöðum en I öskjuhllð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.