Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 Fréttir DV Sendibílar Flutningabllstjórinn s, ir Ástþór hafa svikist um greiðslu c þá hafi hann leitað tilÁgústs, sem fékk búslóðina sína íkjölfarið. Ástþór Magnússon „Það fannst vopnabúrþarna/'segi I Ástþór. „Tvær haglabyssur, I fimm sveðjurog lásbogi. Það skilur enginn svona dót eftir I húsi Friðar 2000." Sveinn Andri Sveinsson Stjörnulögfræöingurinn fer með mál Zylforaris. Stútur undir stýri Lögreglan í Keflavík stöðvaði tvo ökumenn fyrir of hraðan akstur á nýársdag en sá sem hraðar ók var á 120 kilómetra hraða. Þá var ökumaður stöðvaður að morgni nýársdags grunaður um ölvun og upp úr mið- nætti var ökumaður kærður fyrir að virða ekki stöðvun- arskyldu á gatnamótum Grindavíkurvegar og. Reykjanesbrautar, að því er fram kemur á vef Víkur- frétta. Fáir brunar í Skagafirði Árið 2005 var rólegt hvað varðar bruna í Skaga- firði, að þvi er segir á vef- setri sveitarfélagsins. Alls fór slökkviliðið í ellefu út- köll og reyndist vera eldur í sjö tilfellum. „Síðastliðið ár var sem betur fer rólegt bæði í bruna- og sjúkraút- köllum. Ánægjulegast var að fækkun alvarlegra um- ferðarslysa var milli ára og ekkert banaslys í umferð- inni var á árinu 2005 i Skagafirði." Ekki útleiga á rjúpnalandi Sveitarstjórn Grýtubakka- hrepps segir ekkert ákveð- ið með áframhald- andi leigu á svokölluðu Hvammslandi til einstaklinga sem stunda rjúpnaveið- ar. Kom þetta fram í tilefni bréfs frá Hauki Vésteini Gunnarssyni þar sem hann mótmælti áformum um að Hvammsland yrði leigt aft- ur til einstaklinga til rjúpnaveiða. „Ekki hefur verið tekin ákvörðun um áframhaldandi leigu á landi til rjúpnaveiða. Verði tekin ákvörðun um áffamhald- andi leigu, mun verða aug- lýst eftir tilboðum í leigu landsins," sagði sveitar- stjórnin. Enn deila Ástþór Magnússon og fyrrverandi leigjandi hans, Ágúst Helgason. í nóv- ember sakaði Ágúst Ástþór um að hafa sent á sig ofbeldishrotta. Nú sakar Ágúst hann um að hafa rænt búslóðinni sinni. Ágúst og fjölskylda hans voru fatalaus í tvær vikur áður en hann greiddi 100 þúsund krónur til að ná búslóðinni aftur. sepir fls|op hafa rænt buslóöinni f nóvember greindi DV frá því að leigjandi Ástþórs Magnússon- ar, friðarleiðtoga og forsetaframbjóðanda, sakaði hann um að hafa sent á sig átta ofbeldishrotta. Leigjandinn, Ágúst Helgason, segir nú að þar með hafi málinu ekki verið lokið. Þegar Ágúst kom heim til sín að kvöldi 6. desember var íbúðin tóm og skipt hafði verið um lás. „Ég kom heim og sá að öll íbúðin var uppljómuð og virtíst tóm," segir Ágúst Helgason sem leigði íbúð af Ástþóri Magnússyni í Seljahverfi. „Þegar ég prófaði svo lykilinn virkaði hann ekki." Ágúst vill beinlínis meina að Ástþór hafi rænt búslóðinni. Ást- þór hefur hins vegar útskýringar á reiðum höndum. Ástþór rændi búslóðinni „Ég þurfti að víkja frá og finna mér svefnpláss um nóttina," segir Ágúst um þetta kvöld og sakar Ástþór um að hafa rænt búslóðinni. „Það hafði enginn séð hann í tvær vikur," segir Ástþór um ástæður þess að hann lét tæma íbúðina og bætir við að leigusamningurinn hafi verið útrunninn. Hann hafnar því jafn- framt að um alla búslóðina hafi verið að ræða. „Þetta var bara eitthvert drasl sem hann skildi eftir." Ágúst segist hafa fengið furðulegar útskýringar á þessu athæfi. „Það var víst brotist irm í hinn helminginn af húsinu. í kjölfarið sendi Ástþór mann inn að skoða og hann leit á helm- inginn sem ég var að leigja líka. Þar sá hann tvær haglabyssur sem ég á og dró í kjölfarið þá ályktun að ég væri stórfelldur glæpa- „Þetta varbara eitt- hvert drasl sem hann skildi eftir." maður," segir Ágúst og gefur h'tíð fýrir þetta. „Það fannst vopnabúrþama," seg- ir Ástþór. „Tvær haglabyssur, fimm sveðjur og lásbogi. Það skilur enginn svona dót eftir í húsi Friðar 2000." Hræðilegt ástand Ágúst komst að því að búslóðin var flutt af fyrirtækinu Sendibílar og hraðþjónusta. Hann hafði samband við Smára Ingvarsson hjá fyrirtækinu og spurðist fýrir um búslóðina. Eftír mikið þóf um greiðslu ákvað hann að greiða Smára hundrað þúsund krón- ur fyrir að fá búslóðina aftur. Það gerðist ekki fyrr en 22. desember. „Við vorum því alveg fatalaus í tvær vikur," segir Ágúst og á þá við sjálfan sig, eiginkonu og tvö böm þeirra. „Þetta var hrikalegt." Ástþór borgaði ekki „Ástþór borgaði mér ekki," segir Smári flutningabílstjóri. Hann segir að staðið hafi til að Ást- þór borgaði flutninginn. Þegar ekkert bólaði á greiðslu frá Ástþóri hafi hann hins vegar leitað til Ágústs með greiðslu. „Ég varð að fá þetta borgað, enda fóm menn í þetta sem ég þarf að borga," útskýrir Smári en segir að ekki sé vinskapur miUi hans og Ástþórs. „Ég hef keyrt svolítið fyrir hann, en ekkert meira en það." Hingað til hefur Ástþór þó staðið í skilum. „Það var reynt að fá hann til að borga, hann borgaði bara ekki." Búinn að kæra „Hann á að borga sjálfur," segir Ástþór og álítur málið einfalt. Ágúst áttí dótíð og hann átti að borga fyrir að flytja það. Ágúst er þó skiljanlega ekki sam- mála Ástþóri. „Þetta er alveg kolólög- legt," segir hann og bætír við að hann sé búinn að leggja fram kæm á hend- urÁstþórivegnamálsins. johann@dv.is Grunaður morðingi áfrýjar til Hæstaréttar Neitar að una úrskurði um framsal Framsalskröfu á hendur Arthur Zylforari, albönskum ríkisborgara, var staðfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Arthur kom hingað til lands í september og var þá með falsað vega- bréf. Við eftirgrennslan um hver hann væri kom í ljós að gefin hafði verið út handtökuskipun á hann af grískum yfirvöldum. Hann er gmnaður um að hafa orðið manni að bana í Grikk- landi. Talið er að hann hafi flúið land til Noregs og síðan hingað til lands þar sem hann var handtekinn. Dómsmálaráðuneytíð tók í byrjun desember ákvörðun um að Arthur Hvað liggur á? skyldi framseldur. í samráði við lög- mann sinn, Svein Andra Sveinsson, kærði hann ákvörðun ráðuneytisins til héraðsdóms sem staðfestí úrskurð dómsmálaráðuneytísins í gær. Um leið og krafan var staðfest kærði ZyL- forari hins vegar þann úrskurð til Hæstaréttar. Enn er því óráðið hvort, og þá hvenær, Zylforari verði fram- seldur til Grikklands þar sem hans bíða réttarhöld vegna morðs. í kjölfar úrskurðar héraðsdóms í gær var gæsluvarðhald yfir Zylforari jafnframt framlengt til 16. janúar, en áður hafði Hæstiréttur stytt það til 2. janúar. Arthur Zylforari Grunaðurum morð i Grikklandi. Hann neitar QÖ Una frnmcnlc/HAmi „Mér liggur á að fara í dekur og nudd og byggja upp orku fyrir næstu tarnir," segir Ágúst Skúladóttir leikstjóri.„Svo þarfég að bregða mér norður íSkíðadal að hitta brúðusnill- inginn Bernd Ogrodnik. Við erum að fara að vinna að sólósýningunni Metamorphosis - Ijóð á hreyfíngu, sem verður frumsýndímars.Svoþarfég aðskúra eldhúsgólfíð."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (03.01.2006)
https://timarit.is/issue/350045

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (03.01.2006)

Aðgerðir: