Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2006, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2006, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 Fréttir TfV • Henrik Bjömsson, aðalsprauta hljóm- sveitarinnar Singa- pore Sling og bróðir önnu Margrétar Bjömsson, fýrrver- andi ritstjóra Sirkuss Rvk, fagnaði ára- mótunum með stæl í áramótapartíi Grapevine á Pool-stofunni. Henrik var í miklum ham allt kvöldið en toppaði sig í rokkstjörnustælunum þegar hann sló einn gestanna með forláta gítar sínum. Ekki sá mikið á fómarlambinu en gítarinn var ekki til stórræðanna eftir atvikið... ■ ^éjF • Fmmsýning um áramót hefur vakið athygli: í Túskild- ingsópem Þjóðleik- hússins skarta þeir feðgar Egill Ólafsson ogÓlafurEgilsson stómm hlutverkum. Pabbinn í minna en sonurinn en samt em þeir báðir í aðalhlutverkum á auglýsingarspjaldi leikhússins. Ekki er vitað hvort það er hannað af Gunnlaugi Egilssyni sem hefur sett mark sinn á auglýsingaher- ferð Þjóðleikhússins á þessu hausti. Nú síðast birtist teikning af Þjóðleikhúsinu og nálægum byggingum undir starfsemi þess í nýju tímariti Þjóðleikhússins. Er nema von að Tú- skildingsóperan sé kölluð fjölskyldu- sýningársins... • Meira úr leikhúsunum: talsvert er um hrókeringar frá húsi til húss um áramótin: Edda Björg Eyjólfsdóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir hafa báðar yfirgefið Borg- arleikhúsið og ráðið sig til Tinnu Gunn- laugsdóttur í Þjóð- leikhúsið. Ætlar Guðjóni Pedersen að haldast illa á fólki þessi misserin, en Hilmir Snær Guðnason hafði ráðið sig í stórt hlutverk í Carmen og stakk af frá samningi og er nú Ég er mín eigin kona i Iðnó... • Starfslokasamingar FL Group við Sigurð Helgason og Ragnhildi Geirsdótt- ur, fráfarandi for- stjóra fyrirtækisins, hafa verið mikið í umræðunni. Sigurð- ur fékk 160 milljónir í byrjun síðasta árs eftir mttugu ára starf en hann hefur varla verið sáttur þegar hann komst að því að Ragnhildur fékk 130 millj- ónir fýrir fimm mánaða starf. Laun heimsins eru vanþakklæti... • Starfsmenn varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli fengu heldur betur fínan áramótabónus þegar þeim var endurgreiddur ferða- og bensín- peningur sem varnarliðið skuldaði þeim frá þeim tíma þegar það hætti að greiða þessa styrki. Heyrst hefur að sumir hafi fengið á aðra milljón nú um áramótin en á móti óttast fólk að uppsögnum verði beitt til að vega upp á móti kostnaði. Það fer að verða sífellt erfiðara fyrir Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúa varnarliðsins, að verja málstað hersins... Milljón á mánuöi ævilnng Starfslokasamningar forstjóra og framkvæmdastjóra stórfyrirtækja og banka- stofnana hafa náö nýjum hæöum á undanförnum árum. Áður fyrr voru þessir samningar trúnaöarmál en með opnara þjóðfélagi og meira gagnsæi í viðskipt- um með tilkomu Kauphallar íslands eru flestir þeirra uppi á borðinu í dag. Ragnhildur Geirsdóttir, fráfarandi forstjóri FL Group og núverandi forstjóri Promens, fékk 130 milljónir við starfslok hjá fyrirtækinu þrátt fyrir að hafa að- eins setið 1 forstjórastóli í fimm mánuði. Hún slær sennilega öll met þegar tekið er mið af upphæð á móti starfstima. Ragnhildur Geirsdóttir, fráfarandi forstjóri FL Group og nú- verandi forstjóri Promens, getur verið sátt við endalok sín hjá FL Group en hún hætti störfum um miðjan október. Ragnhildur hafði gegnt starfi forstjóra í fimm mánuði og fékk fyrir það starfslokasamning upp á 130 milljónir. Það gerir 26 milljónir fyrir hvern mánuð í starfí. Starfslok for- stjóra voru Hannesi Smárasyni og FL Group dýr á síðasta ári því auk þessa fékk Sigurður Helgason, forstjóri félagsins til tuttugu ára, 160 milljónir þegar hann hætti í maí. Ragnhildur þarf ekki að kvíða erfiðu ævikvöldi. Miðað við starfs- lokasamninginn gæti Ragnhildur hætt að vinna í dag og verið með rúma milljón á mánuði þar til hún fer yfir móðuna miklu án þess að snerta höfuðstólinn. Ragnhildur situr þó ekki auðum höndum. Hún hefur sest í forstjórastól hjá Promens, sem áður hét Sæplast. Þar tók hún við af föður sínum, Geir A. Gunnlaugssyni, sem tók við formennsku stjórnar fyrir- tækisins. Geir var með 1,5 millj- ónir í árslaun á síðasta ári sam- kvæmt tölum frá skattstjóra og má búast við því að Ragnhildur sætti sig ekki við lægri laun en pabbi gamli fékk á forstjórastóli. Aumingja Sigurður Sigurður Helgason, sem stýrði Flugleiðum, síðar Icelandair, á umbrotatímum um tuttugu ára skeið, hlýtur að hafa misst hökuna ofan í gullslegna súpudiskinn þegar hann frétti af starfslokum Ragnhildar. Sigurður, sem stritaði sveittur og stressaður í tvo áratugi í þágu fyrirtæksins, fékk „aðeins" 160 milljónir þegar hann hætti hjá Hannesi Smárasyni í maí. Það er hlutfallslega lítið miðað við Ragn- hildi og hefði Sigurður átt að fá 6,2 milljarða við starfslok ef hann hefði verið með sama samning og Ragnhildur. Gullgæsin Axel Axel Gísiason, fyrrverandi for- stjóri VÍS, barðist hatrammlega gegn því að fyrirtækið yrði sett á markað á sínum tíma. Hann hafði ekki erindi sem erfiði og var látinn fara um leið og S-hópurinn með Finn Ingólfsson í fararbroddi náði völdum. Ekki er þó hægt að segja að Axel hafi tapað á þeim starfs- lokum. Fréttastofa RÚV greindi frá því að Axel hefði fengið um 200 milljónir í kveðjugjöf frá Finni og félögum, bæði í formi launa og líf- eyrisskuldbindinga. Axel, sem neitaði hvorki né játaði starfsloksamningnum, lifir góðu lífi í rúmlega 300 metra húsi sínu í Garða- bænum, laus úr amstri viðskiptalífsins. 70 milljónir fyrir fjóra mánuði Björn Ingi Sveins- son komst í feitt þeg- ar honum var sagt upp starfi banka- stjóra hjá Spari- sjóði Hafnarfjarð- ar síðasta sumar. Bjöm Ingi var rétt búinn að koma sér fýrir í bankastjórastólnum þegar honum var sagt upp störf- um eftir fjóra mánuði í kjölfar hallarbyltingar hjá Sparisjóðnum sem Páll Pálsson stóð fyrir. Björn Ingi gat þó gengið þokkalega upp- réttur frá stuttum starfsferli sín- um í sjóðnum því hann fékk 70 milljónir við starfslok. Björn Ingi vildi ekki tjá sig efnislega um samninginn við DV á sínum tíma en sagðist hafa gert marga ágætis díla um ævina. Gunnargóður Gunnar örn Kristjánsson fór heldur ekki tómhentur frá for- stjórastóli SÍF árið 2004. Gunnar Örn fékk litlar 84 milljónir við starfslok en hann heldur fullum launum í 42 mánuði eftir upp- sögnina. Þetta var byggt á upp- runalegum ráðningarsamningi sem gerður var við Gunnar fyrir 10 ámm. Þar var kveðið á um uppsöfnuð áunnin réttindi á launagreiðslum við starfslok. Ríkur með allt í rugli Jóhannes Siggeirs- son, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Samein- aða lífeyrissjóðsins, er ekki á flæðiskeri stadd- ur þótt hann hafi verið látinn taka pokann sinn í febrúar á síðasta ári eftir að hafa stýrt sjóðnum frá stofnun. Jóhannes gekk á dyr ^f'j' með starfslokasamning upp á 43 milljónir króna; upphæð sem stjórn sjóðs- ins hafði ekki hugmynd um. Jóhannes var látinn fara vegna óviðunandi árangurs í rekstri sjóðsins tvö árin á undan. Honum var launað með feitum starfslokatékka. Kristján með 50 millur frá LÍÚ Kristján Ragnarsson, fyrrver- andi formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, fékk um fimmtíu milljónir við starfslok þegar hann hætti sem formaður hjá félaginu eftir 33 ár í starfi en leynisamningur þess efnis dúkk- aði upp í ársskýrslu sambandsins fyrir árið 2003. Kristján er þó langt því frá sestur í helgan stein því hann er stjómarformaður Fisk- eldis Eyjafjarðar. Hann þiggur þar um 600 þúsund krónur í mánað- arlaun. Umdeilt hjá Símanum Það vakti mikla reiði á meðal almennings þegar Þórarinn V. Þórarinsson stóð upp af forstjóra- stóli Landssímans með 37 millj- ónir í farteskinu. Þórarinn V. sagði upp sjálfur en fékk engu að síður væna fúlgu auk þess sem hann gróðursetti tré og lagði ljósleiðara við sumarbústað sinn á kostnað íslenskra skattborgara. Ragnhildur þarf ekki að kvíða erfiðu ævi- kvöldi. Miðað við starfslokasamning- inn gæti Ragnhildur hætt að vinna í dag og verið með rúma milljón á mánuði þar til hún fer yfir móð- una miklu án þess að snerta höfuðstólinn. Starfslok í skugga fæðingarorlofs Andri Teitsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaupfélags Ey- firðinga á Akureyri, fékk tuttugu milljónir frá fyrirtækinu í ágúst 2005 þegar hann lét af störfum. Andri sagðist sjálfur hafa hætt vegna deilna um lengd fæðingar- orlofs sem hann vildi taka en heimildir DV herma að hann hafi verið látinn fara vegna þess hve lengi hann var að hrinda hug- myndum stjómar KEA í fram- kvæmd. Hann er því á góðum launum í fæðingarorlofinu. Skarður hlutur Þórólfs Þórólfur Árnason hefur hætt í tveimur störfum eftir stutta viðdvöl á undanfömu ári. Þórólfur hætti sem borgarstjóri í byrjun árs 2005 vegna samráðs olíu- félaganna. Hann fékk að- eins þriggja mánaða starfslokasamning sem var um þriggja milljóna lcróna virði. Um mitt ár var Þórólfur ráðinn sem forstjóri Icelandic Group. Hann entist f því starfi í nokkra mánuði áður en kaup Eimskips og Trygg- ingamiðstöðvarinnar á stórum hlut í fyrirtæk- inu gerðu það að verk- ; um að hann hrökklaðist úr starfi. Ekki er vitað ná- kvæmlega hve mikið Þórólfur fékk við starfslok en samkvæmt heimildum DV var ekki um stóra upphæð að ræða. I Ragnhildur Geirsdóttir J 130 milljónir í starfsloka- I samning viö FL Group eftir I fímm mánuöi í starfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.