Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2006, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2006, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 2006 T>\ Fréttír bergljot@dv.is Nýársganga Cavalierdeildarinnar Á hverju ári hafa eigendur Cavalier-hunda komiö saman í byrj- un janúar og gengið saman í kringum Tjörnina í Reykjavík. Þessar göngur hafa verið vel sóttar og menn skemmt sér vel með hunda sína ( hjarta borgarinnar en stöðugt fjölgar í hópnum. Nýársgangan í ár verður á næsta sunnudag, þann 8. janúar og hefst klukkan 13.00 með því að hundar og menn hittast við Ráðhúsið. Síðan verður farinn hringur og jafnvel fleiri en einn ef veður verður gott og kraftur í mannskapnum. Nýir eigendur Cavalier-hunda eru hvattir til að mæta og kynnast öðrum enda hafa engir eins gaman af að hitta aðra hunda en einmitt ferfætlingarnir sjálfir. Ekki láta þá fara á mis við þá skemmtun og mætum kát tímanlega. Bergljót Davíðsdóttir skrifar um dýrin sin og annarra á þriðjudögum i DV. NUTRO - 30% AFSLATTUR Þurrfóður fyrir hunda og ketti í hæsta gæðaflokki. Full búð af nýjum vörum. 30% afsl.af öllu. Opið mán. til fös 10 - 18, Laugard. 10 - 16, sunnud. 12-16. TOKYO HJALLAHRAUNI 4 HAFNARFIRÐI SIMI 545 8444 Hvít kisa með kettlinga Kisa síðasta mánaðar er þessi hvíta, fallega læða en hún fannst kettlingafull við Álfaborg- ir f Breiðholti í lok októbermán- aðar og var ómerkt. Hún gaut síðan þremur hvítum, yndisleg- um kettling- um þann 16. nóvember en þeir eru um það bil sex vikna núna og því fer að styttast í að þeir yfirgefi mjúka mömmuna og fái ný heimili. Sigríður Heið- berg í Kattholti er vön að vanda valið þegar hún kemur kettling- unum sínum fyrir en þeir sem eru ábyrgir og hún er viss um að muni hugsa vel um kisurnar sínar geta athugað málið. En ef hún er búin að lofa þeim öllum er nóg um fallegar kisur sem hægt er að fá f Kattholti, ekki er vanþörf á þvf það bíður aðeins eilífðin þeirra sem ekki ganga út. Fimm yfirgefm Hón í oskilum Rmm Ijón fundust í yfirgefnum sirkustrukki á miðjum þjóðvegi í Brasilíu. Talsmaður lögreglunn- ar segir að menn hafi ekki trúað sínum eig- in augum þegar þeir opnuðu trukkinn og sáu upp í ginið á fimm Ijónum. „Oc þau virtust svo sannarlega vera hungruð, okkur stóð eiginlega ekki á sama,“ er haft eftir tals- manninum. Lögreglan vinnur nú að því að finna eigendur Ijón- anna en á meðan eru þau f haldi á lögreglustöðinni í Sao Paulo þar sem þau fá nóg að borða, hvorki meira né minna en tíu kíló af hreinu kjöti, hvert þeirra. Það er sagt að allt sé stórt í Skagafirði og það sannast svo um munar þegar litið er inn á bæinn Álfgeirsvelli. Þar rækta hjónin Sigríður Þöra Stormsdóttir og Jón Eg- iil Indriðason heimsins stærstu gæluketti. Þau segja ketti sína þó ekki mikið fyrir að nota sér yfirburði sína í viðskiptum við aðra heldur séu þeir afar bliðir og um- burðarlyndir að eðlisfari. „Sumir verða hálfsmeykir þegar þeir sjá þessa ofsalega stóru ketti en þeir komast fljótlega að því að það er engin þörf á því,“ segir Sigríður Þóra Stormsdóttir sem hefur hafið rækt- un á Main coon-köttum, stærstu gælukattategund í heimi. Þessar sætu kisur eru engin smásmíði og segir Sigríður þær venjulega um það bil 8-14 kíló að þyngd þótt sá allra þyngsti sem hún viti um sé 16 kíló. Forboðnar ástir eða konung- legur uppruni Uppruni þeirra er rakinn til fylk- isins Maine í Bandaríkjunum en margar sögur eru á kreiki um hvern- ig þeir komust þanngað. Ein er sú að þeir séu afkvæmi forboðinna ásta milli kattar og þvottabjarnar og það- an er nafnið koon komið samanber raccoon sem er enska heitið á þvottabirni. Rannsóknir hafa þó sýnt að sú saga stenst ómögulega. önnur og öllu rómantískari saga segir frá því að í frönsku byltingunni hafi drottningin Marie Antoinette sent vinveittum skipstjóra sem var á leið til Bandaríkjanna frá Frakklandi kisumar sínar en þanngað hafði hún hug á því að flýja. Eins og flestir vita var drottningin gerð höfðinu styttri af uppreisnarmönnum og sá hún því gæludýrin aldrei aftur. Skipstjór- inn féll þó fyrir þessum risavöxnu dýmm og er sagt að hann hafi fyrst- ur hafið ræktun á þeim. Taka á móti manni með virkt- um Sigríður segir að hún viti til þess að þeir sem hafi fengið sér kött af Rosalega stór Það eru ekki allir kettlingar jafn stórglæsilegir og þessi. Litill og sætur En verðurstór og myndarlegur. Heimasætan og gæludýr- ið Dóttir þeirra hjóna áífullu fangi með einn afheimilis- köttunum á bænum. þessari tegund vilji helst ekki aðra enda sameini þeir svo marga þætti sem fólki finnst eftir- sóknarverðir í fari gæludýra. „Þeir minna um margt á hunda en era samt kettir," seg- ir Sigríður glettnislega þegar hún er beðin um að lýsa þeim í stuttu máli. „Þeir era ofsalega forvitnir um allt sem maður er að gera og vilja helst fá að fylgja manni hvert fót- mál," segir hún og bendir á að ólfkt flestum öðram köttum taki þeir yfir- leitt á móti manni með miklum virktum þegar komið er inn úr dyr- unum. Þurfa þeir ekki mikið að borða? „Jú, þeir era mikið fyrir mat og eru venjulega mættir í hvert skipti þegar ísskápurinn opnast eða verið er að huga að matseld," svarar Sig- ríður og hlær, greinilega vön þessari spurningu. Hún segir reikninginn þó ekki háan enda séu eldri kettirnir mestmegnis aldir á þurrfóðri þótt nauðsynlegt sé að gefa þeim hrátt kjöt við og við. „Þegar maður er með kettlinga þarf að gefa þeim hrátt kjöt reglulega enda þurfa þeir svo ofsa- lega mikið prótein á meðan þeir era að vaxa. Fullvaxta kettir þurfa ekki nærri því jafn mikið, en hafa gott af því að fá smábita." Gagga fremur en að mjálma Sigríður segir eldri ketti mjög meðvitaða ' um hvað þeir séu fyrir- ferðarmiklir og læri að hegða sér í samræmi við það. „Mínir kettir leggja alltaf loppuna á mig áður en þeir koma í fangið á mér. Svona til að láta vita að þeir ‘ séu á leiðinni," segir hún því til stað- festingar. Þrátt fyrir stærðina segir Sigríður þá oft hafa lítið hjarta enda séu þeir sérlega blíðir. „Fólki bregður oft þegar það heyrir þá mjálma því það líkist alls ekki því kattar- mjálmi sem við eigum að venjast. Hljóðin sem ein læðan hjá mér gefur frá sér líkist í raun mikið fremur gaggi en einhverju öðra og það er hægt að hafa mjög gaman að því eins og flestu öðra í fari þess- ara fallegu katta," segir kattarækt- andinn hæstánægður með sína ketti. Olukkans sprengjur dag eftir dag Með hverju árinu verða spreng- ingar og læti um áramót háværari. Sú var tíðin að menn sprengdu duglega á gamalárskvöld en síðan hljóðnaði allt þar til á þrettándan- um. Nú hins vegar stendur þessi ólukkans sprengjuárás vel fram yfir gamlárskvöld; jafnvel langt fram eftir janúarmánuði. Ég er ekki svo krampuð, skæld og geðill að ég skilji ekki að ein- hverjir hafi gaman af að skjóta og sprengja, en heldur finnst mér mikið af því góða; hundarnir mínir skemmta sér hreint ekki þessa daga. Birta mín lætur sér þó fátt um finnast og haggast ekki en Gná mín á verulega bágt. Svo bágt að hún er meira eða minna í uppnámi við Skoðun Beggu hvem hvell. Svo slæm er hún dag- ana í kringum gamlárskvöld að tæpast er hægt að yfirgefa hana. Ég get sjálfri mér um kennt að hluta en í upphafi gætti ég þess svo vel að róa hana að hún var náttúrulega viss um að mikil vá stæði fyrir dyr- um. Síðustu tvö ár stekkur hún upp í ofsahræðslu og skrúfar sig fasta við mig á milli þess sem hendist fram að dyram, undir rúm eða inn í sturtubotn. Ég reyni að dreifa huga hennar með því að leika við hana og láta sem ekkert sé. En það ráð vil ég gefa hundaeigendum sem eiga hvolpa sem ekki era fam- ir að átta sig á sprengjunum að gefa þeim ekki tilefni til að ætla að ekki sé allt í lagi. Alls ekki að taka þá með út á meðan sprengt er en vera inni hjá þeim og láta sér fátt um finnast. Minn feill var að aumkast of mikið yfir hana í byrjun og upp- sker ég eftir því. Það er ekkert gam- anmál að þurfa að taka sér frí úr vinnu til að vera heima hjá hund- unum á meðan á þessu stendur, eins og við hjónin geram. Æðrist Gná leitar vars, skelfing in uppmáluð Viðhvern \hvell stekkurhún upp viti \sinu fjær afhræðslu. því ekki og verið eins eðlileg og þið getið, leikið við hundana á meðan og drefftðhuga.l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.