Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2006, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 Fréttir DV Skartgripa- smyglari dæmdur Haraldur Haraldsson, 52 ára stýrirmaður, var í gær í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur til að greiða 130 þúsund í sekt vegna tolla- lagabrota. Haraldur flutti hingað til lands og framvísaði ekki með til- skildum hætti, í apríl 2005, þrettán hálsmenum og átta arm- böndum úr gulli, alls 494 grömm að þyngd. Toll- verðir fundu skartgripina þegar leit var gerð í farangri Haraldar eftir að hann hafði gengið í gegn um tollhlið með áletmninni „Engirm tollskyldur vamingur". Breytingar hjá Odda Töluverðar breytingar í átt til hagræðingar eiga sér stað hjá Odda þessa dag- ana. Nýtt stjórn- skipulag hefur verið kynnt starfsmönnum, en breytingarnar felast að 'mestu í því að eignir hafa verið færðar.yflr í nýtt félag, Kvos hf. Það verður móður- félag samstæðunnar, en framleiðsla prentgripa og verslunarrekstur verður í sjálfstæðum afkomueining- um. Þorgeir Baldursson sem áður var forstjóri Prentsmiðjunnar Odda hf. tekur við forstjórastöðu Kvosar. P íþróttamaður ársins? Ágústa Edda Björnsdóttir, handboltakona og Iþrótta- fréttamaöur. „Mér líst mjög vel á íþrótta- mann ársins. Þetta varsann- gjarnt, Eiður Smári er búinn að ná góðum árangri íEnglandi og er mjög vel að þessu kom- inn. Guðjón Valurerllka búinn að standa sig mjög vel á árinu og gæti hugsanlega tekiö titil- inn á næsta ári enda afmörg- um talinn með þeim bestu í sinni stöðu." Hann segir / Hún segir „Mér llst bara vel á Eið. Það er allavega ekkert hægt setja út á valið. Það hefði samt verið gaman að sjá Guðjón Val vinna þetta en Eiður er nátt- úrulega búinn standa sig ótrú- lega vel á árinu þannig aö það eru langflestir sammála þessu vali." örn Arnarson sundkappi. Helmingur starfsfólks á leikskólanum Fífusalir í Kópavogi sagði upp störfum í gær vegna óánægju með laun. Margrét Magnúsdóttir leikskólastjóri segir að óánægjan hafi kraumað lengi. Gunnar Birgisson bæjarstjóri ætlar að ræða málin með fulltrú- um annarra sveitarfélaga. Kveðja flýr frá lágum launum „Það sögðu nítján manns upp í dag," segir Margrét Magnúsdótt- ir, leikskólastjóri á leikskólanum Fífusalir í Kópavogi. Nær helm- ingur starfsfólks afhenti henni upsagnarbréf í gær. Hún segir að mikillar óánægju hafi gætt meðal starfsmanna í langan tíma vegna lágra launa. „Það vita það allir að það er hægt að fá miklu betri laun hinum megin við lækinn. Þetta er allt fólk sem vill vinna í Kópavogi og gerir þetta nauðbeygt því það er óánægt með launin," segir Margrét. Hún segir að bæði sé um að ræða menntaða leik- skólakennara og leiðbeinendur. Allt fólk í 70 til 100 prósent stöðugildum. ,Ætli ég fari ekki bara í skúringamar og eldhúsið," segir Margrét. ,Ætli ég farí ekki bara í skúríngarnar og eld- húsið.J Lausn á þorranum Gunnari I. Birgissyni, bæjarstjóra í Kópavogi, var ekki kunnugt um uppsagnirnar á Fífusölum þegar DV náði tali af honum í gær. „Við tökum þessu bara rólega. Þetta fólk er allt með þriggja mán- aða uppsagnarfrest. Nú er bara að fara að huga að þorranum," sagði Gunnar sem þó ætlar ekki að láta þorrablótin stoppa sig algerlega Deildum lokað Margrét segir að starf leikskólans hafí gengið mjög brösulega í vetur vegna manneklu. „Það em 40 manns sem vinna á leikskólanum þegar best lætur en það er aldrei fullmannað hjá mér. Alagið er mjög mikið. Ég hef þurft að skerða starf leikskólans talsvert vegna mann- eklu, loka deildum og senda börn heim," segir Margrét sem fundaði með foreldmm og kennurum í gær- kvöldi og ræddi ástandið. „Það eru allir með þriggja mánaða uppsagn- arfrest og ég veit ekki hvað gerist þegar ég missi allt þetta fólk," segir Margrét. Búin að fá nóg Starfsfólk leikskólans ætlar að ganga út eftir þriggja mánaða uppsagnarfrest. frá því að leysa málið. „Það er launamálaráðstefna sveitarfélaganna 20. janúar næst- komandi og þá munu fltlltrúar sveit- arfélaganna ræða mál þeirra lægst launuðu. Ef hægt er að ná sátt í sam- félaginu um að hækka laun þeirra lægst launuðu án þess að það valdi verðbólgu, þá er ég fýrsti maður til að mæla með því," ®ur sagði Gunnar. svavar@dv.is */' Gunnar Birgisson Bsejarstjóri Kópavogs ætlar að leggja sitt af mörkum til að halda starfsfólki réttu meg- in við lækinn. Leikskólinn Fífusalir f Kópavogi Helmingur starfsfólks sagði uppigær. Slæmar fréttir fyrir starfsmenn varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli Yfirtöku flughersins frestað um óákveðinn tíma Flugherinn mun ekki taka við stjórn varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli á næstunni. Þetta stað- festi Friðþór Eydal, upplýsinga- fulltrúi varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli, í samtali við DV í gær. „Það var i athugun að flugher- inn tæki yfir en það hefur verið ákveðið að fresta ákvörðunartöku í þessu máli um óákveðinn tíma. Sjóherinn hefur farið með stjórn bandaríska hersins á íslandi en undir það síðasta hefur heldur hrikt í stoðum starfsemi sjóhers- ins. Mikill niðurskurður hefur verið í starfseminni undanfarin ár, fólki hefur verið sagt upp í stórum stíl og mjög hefur verið dregið úr fjármunum sem starfs- menn varnarliðsins hafa haft úr að spila." DV hefur heimildir fyrir því að starfsmenn varnarliðsins hafi bundið miklar vonir við komu flughersins en að þessar fréttir V séu mikið reiðarslag fyrir þá. Að- ; spurður sagði Friðþór ekki geta túlkað tilfinningar eða hugsanir starfsfólks varnarliðsins. „Það verður áframhaldandi aðhald í rekstrinum. Það er það eina sem ég get sagt,“ sagði Frið- þór. Friöþór Eydal Upplýsingafulltrúi varnarliösins segirað þvi hafi verið frestað um óákveð- inn tíma að Magnús Eyjamaðurársins Hinn árlegi Fréttapýramídi var afhentur i Vestmannaeyjum í gær, en það em verðlaun Fréttar til handa þeim Eyjamönnum sem borið hafa af á árinu. í þetta sinnið varð Magnús Kristinsson útgerðar- maður og kaupsýslumaður fyrir valinu. Hann hefur verið öflugur íjárfestir í nokkur ár og keypti Toyota-umboðið í lok síðasta árs. Verslunin Miðstöðin og eigend- ur hennar, Marinó Sigursteinsson og Marý Kolbeinsdóttir, fengu við- urkenningu fýrir framtak ársins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.