Dagblaðið Vísir - DV - 05.01.2006, Blaðsíða 21
I>V Sport
FIMMTUDACUR 5. JANÚAR 2006 21
Róbert Gunnarsson
Unumaður.
DV-mynd Uros Hocevar
[ Guðjón Valur
Sigurðsson
Vinstra horn. DV-
myndVilhelm
Einar Hólmgeirs
son Hægriskytta.
DV-mynd Pjetur
Ólafur Stef-
ánsson Hægri
skytta. DV-mynd
Uros Hocevar
Andri Steinn
ekki til Notts
County
Andri Steinn Birgisson
knattspymumaður mun
ekki ganga til liðs við Notts
County á næstunni ef
marka má orð Guðjóns
Þórðarsonar, knattspymu-
stjóra liðsins, í viðtali á
heimasíðu þess. Hann segir
að aðrar leikstöður hafi for-
gang hvað varðar nýja Ieik-
menn og þó svo að hann
hafi hrifist af honum þær
þrjár vikur sem hann var til
reynslu hjá félaginu efaðist
hann um að Andri kæmi
aftur í bráð.
íslenska handboltalandsliðið er á leið á Evrópumótið í Sviss í næsta mánuði. Liðið
lék alls 25 landsleiki á síðasta ári og vann 14 þeirra. Birkir ívar Guðmundsson og
Vignir Svavarsson léku flesta leiki eða 24 af þessum 25.
Guðjón Valur ug Róbert báOlr
yflr 100 marka múrlnn
Hingis áfram
á sigurbraut
Svissneski tennisleikar-
inn Martina Hingis heldur
áfram á sigurbraut
sinni eftir að hún
tók upp spaðann
aftur eftir fjögurra
ára hlé. Hún er nú
komin í fjórð-
ungsúrslit á sterku
móti í Ástralíu eftir
að hafa unnið
Klöm Koukalovu
frá Tékklandi held-
ur auðveldlega, 6-3 og 6-2.
Hingis hefur unnið flestallt
sem hægt er að vinna í
íþróttinni en hún neyddist
til að hætta fyrir fjórum
ámm vegna meiðsla.
Defoe kemst
áHM
Martin Jol,
knattspymustjóri
Tottenham, er
þess fullviss að
Jermain Defoe
verði valinn í
landslið Englands
sem tekur þátt í
HM í Þýskalandi næsta
sumar. Defoe hefur verið í
byrjunarliði Tottenham í
aðeins einum leik af síðustu
átta en Jol segir að hann
muni fá sína leiki. „Ég held
að það verði ekki erfitt fyrir
Eriksson (landsliðsþjálfara)
að velja hann í liðið þótt
hann sé ekki að byrja inni á
hjá okkur." En hann bætti
því við að vissulega þyrfti
Defoe að nýta tækifærið vel
þegar það kæmi.
Stoke kaupir
Chadwick
íslendingafélagið Stoke
City hefur keypt Luke
Chadwick af West
Ham fýrir eitt
hundrað þúsund
pund. Chadwick
hefur verið í láni
frá West Ham á yf-
irstandandi
keppnistímabili og
mun hann skrifa
undir samning
sem tryggir vem hans hjá
félaginu til loka tímabilsins
2008. Chadwick hefur leik-
ið 23 leiki með Stoke á
tímabilinu og skorað í þeim
eitt mark.
Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður íslenska
handboltalandsliðsins á árinu en hann skoraði 126 mörk í 23
leikjum eða 5,5 mörk að meðaltali í leik. Guðjón var annar
tveggja leikmanna íslenska landsliðsins sem fóru yfír 100 marka
múrinn en hinn er línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem skor-
aði 103 mörk. Róbert er fyrsti línumaður landsliðsins í 17 ár til
þess að skora hundrað mörk á einu ári. Síðastur á undan Róberti
til þess að ná því var Þorgils Óttar Mathiesen sem skoraði 123
mörk í 41 leik árið 1988.
Markahæstu leikmenn landsliðsins síðustu fimm árin:
íslenska landsliðið tapaði fjómm
fýrstu leikjum ársins og vann aðeins
þtjá leiki fram yfir HM í Túnis þar
sem liðið endaði í 15. sæti. íslenska
liðið vann tvo af þremur vináttu-
landsleikjum gegn Pólvetjum sem
fóm fram á íslandi í mars en tapleik-
urinn í Laugardalshöllinni 26. mars
er síðasti tapleikur strákanna okkar
sem hafa spilað þrettán leiki í röð án
þess að tapa. Islenska liðið hefur
unnið 10 af þessum 13 leilgum og
gert þrisvar jafntefli.
Notaði 36 leikmenn á árinu
2005
Viggó Sigurðsson notaði alls 36
leikmenn á þessu ári, 8 markmenn,
8 homamenn, 4 lfnumenn, 9 skyttur
og 7 leikstjórnendur þótt sumir leik-
mannanna geti vissulega spilað fleiri
en eina stöðu. Enginn leikmaður
náði að spila alla 25 leikina
en markvörðurinn Birk-
ir fvar Guðmundsson
og línumaðurinn
Vignir Svavarsson
léku alla leiki nema
einn. Birkir ívar
hvíldi í vináttulands-
leik gegn Noregi í
nóvember en Vignir
var ekki með í söguleg-
um sigri á Svíum í byrj-
un júní. Fjórir leik-
menn spiluðu
síðan 23 leiki
en það vom
þeir Róbert
Gunnars-
son,
Guðjón Valur Sigurðsson, Alexander
Peterson og Einar Hólmgeirsson
sem vom með í öllum leikjum liðs-
ins nema tveimur vináttulandsleikj-
um við Færeyinga en aðeins leik-
menn úr íslensku deildinni léku þá
leiki.
Náði ekki að bæta met Krist-
jáns
Ólafur Stefánsson er aðeins
firnmti markahæsti leikmaður ís-
lenska liðsins á árinu en þetta er í
fyrsta sinn síðan árið 2000 að Ólafur
nær ekki að brjóta hundrað marka
múrinn en Ólafur hafði skorað alls
545 mörk á síðustu fjómm árum.
Ólafur lék 16 af 25 landsleikjum árs-
ins og skoraði i þeim 70 mörk eða 4,4
að meðaltali í leik. Ólafur náði því
aðeins að jafna met Kristjáns Ara-
sonar sem skoraði yfir hundrað
mörk fjögur ár í röð frá 1986 til 1989.
Guðjón Valur skoraði hins vegar yfir
100 mörk þriðja árið í röð og getur
því jafnað met þeirra Ólafs og
Kristjáns á næsta ári.
Guðjón Valur Sigurðsson 126 Guðjón ValurSigurðsson 138 Einar Örn Jónsson 70
Róbert Gunnarsson 103 Einar Hólmgeirsson 99 Ólafur Stefánsson 158
Ólafur Stefánsson 147 Sigfús Sigurðsson 93 Patrekur Jóhannesson 90
Guðjón Valur Sigurðsson 142 Róbert Gunnarsson 99 Ólafur Stefánsson 101
Ólafur Stefánsson 139 Patrekur Jóhannesson 84 Guðjón Valur Sigurðsson 73
Guðmundur, Dagur og
Patrekur kvöddu landsliðið
Þrír af leikjahæstu leikmönnum
íslenska landsliðsins kvöddu liðið á
þessu ári. Sá leikjahæsti, Guðmund-
ur Hrafnkelsson, fékk sérstakan
kveðjuleik gegn Svíum í júnf, Dagur
Sigurðsson tilkynnti það eftir þriggja
marka sigur á Hvít-Rússum í Minsk í
júní að hann hefði þá spilað sinn
síðasta landsleik og Patrekur Jó-
hannesson fékk tvo kveðjuleiki gegn
Noregi f nóvember.
Guðmundur lék alls 396 A-lands-
leiki fyrir íslands hönd og það er
nánast óhugsandi að met hans verði
einhvern tímann slegið. Dagur hefur
gegnt fyrirliðastöðunni undanfarin
fimm ár og lék alls 213 landsleiki fyr-
ir íslands hönd
og er í 11.
sæti yfir
leikja-
hæstu landsliðsmenn sögunnar.
Patrekur Jóhannesson sem lék sinn
231. og síðasta landsleik gegn Norð-
mönnum í Kaplakrika í lok nóvem-
ber er sá 9. leikjahæsti frá upphafi.
Viðburðaríkur fyrsti mánuður
Framundan er viðburðaríkur
fyrsti mánuður nýs árs þar sem ís-
lenska landsliðið keppir á Evrópu-
mótinu í Sviss. Strákamir spila fimm
vináttulandsleiki ffarn að EM en
fyrsti leikurinn er gegn Serbum 26.
janúar. íslenska landsliðið er einnig
í riðli með Dönum og Ungveijum.
Það er milcil spenna í handbolta-
áhugamönnum fýrir þessu móti
enda bendir margt til þess að ís-
lenska liðið geti gert góða hluti í
Sviss, 20 árum eftir að strákarnir
okkur unnu hug og hjörtu íslensku
þjóðarinnar með því
v - að ná 6. sætinu á
HM íSviss 1986.
ooj@dv.is
/!
126
Alexander Peter-
son Hægri horna-
maður. DV-mynd
Uros Hocevar