Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDACUR 9. JANÚAR 2006 Fréttir X3V Héraðsdómur Dæmdi dreng■ mntil greiöslu sektar og máls- kostnaðar vegna tveggja ákæra. Hann missti einnig bíl- Frétt DVafOg Vodafone-málinu. vift umboíimann Wþínqis Kristján Har- aldsson I varð- haldi vegna gruns um fjár- svik. Sæunn á þing Sæunn Stefánsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigð- is- og tryggingamálaráð- herra, mun setjast á þing þegar Alþingi kemur sam- an á nýjan leik þann sautjánda þessa mánaðar. Ástæðan er leyfi Árna Magnússonar félagsmála- ráðherra, en hann mun ekki snúa til baka fyrr en í byrjun febrúar. Sæunn er 27 ára og hefur verið að- stoðarmaður ráðherra frá upphafi árs 2003. Hún skipaði fjórða sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosning- Sex vildu skúra Sex manns sóttú um starf við ræstingar á skrif- stofu sveitarfélagsins Ölf- uss og áhaldahúsinu. Um- sóknirnar voru teknar fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Allar umsóknirnar sex voru frá konum. Bæjarráð sam- þykkti samhljóða að ráða Hönnu nokkra Sigurðar- dóttur í starfið. Hvað réð þeirri ákvörðun er þó ekki tekið fram í fundargerð- inni en vafalaust mun hún sjá um að halda skrifstof- unni og áhaldahúsinu tandurhreinum. Læknar í búðarklasa Ný heilsugæslustöð var tekin í notkun í Hafnarfirði á föstudag. Stöðin nefnist Fjörður og er í sama húsi og verslunarmiðstöðin Fjörður í miðbæ Hafnar- fjarðar. Það var Jón Krist- jánsson heilbrigðisráð- herra sem tók hana form- lega í notkun en þar verður veitt almenn læknis- og hjúkrunarþjónusa, slysa- og bráðaþjónusta og síð- degisvakt alla virka daga til sex. Ennfremur verður veitt meðgönguvernd, ungbarnavernd, rannsókn- arþjónusta, bólusetningar og skólaheilsugæsla. Sex heilsugæslulæknar starfa á stöðinni. Gylfi Jónsson, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í rúma viku vegna aðildar sinnar að Og Vodafone-málinu svonefnda, var færður til skýrslutöku í gærkvöld. Gylfi er grun- aður um að hafa reynt að svíkja út milljónir með stolnum beiðnum frá fyrirtækinu ásamt félaga sínum Kristjáni Haraldssyni. Þriðji maðurinn í svindlinu er enn ófund- inn. Hann flúði til London. Þriöji maðurinn nfundinn í Og Vodaíone-málinu Unglingur á amfetamíni gekk bersersksgang á Borgarspítalanum Hélt að pöddur væru fastar í nefinu Átján ára reykvískur drengur var á föstudag dæmdur í 120 þúsund króna sekt fyrir fíkniefna- og um- ferðarlagabrot í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þann 27. mars á þessu ári kom drengurinn á slysadeildina í Foss- vogi. Hann kom á eigin bíl og vildi leita sér aðstoðar vegna þess að hann taldi nef sitt vera fúllt af pödd- um. Þá hafði hann verið í stöðugri amfetamínneyslu í nokkra daga. Drengurinn var blóði drifinn þegar hann kom inn. Hann gekk þar berserksgang og öskraði í sífellu að það væru pöddur í nefi hans sem msbsmesem hann þyrfti að ná út. Tjáði hann starfsmönnum að hann hefði reynt að ná pöddunum út með bíllykli en án árangurs. Gert var að sár- umdrengsins. í állts- gerð eitur- Amfetamín Drengurinn hafði neytt töluverös magns af amfetamíni þeg- ar hann mætti á slysadeild, alblóðugur. Hann hélt aö pöddur hefðu gert sig heimakomnar I nefi slnu og reyndi að ná þeim út meðblllykli. „Það liggur bara ekki neitt á. Það er allt írólegheitunum. Ég er bara slakur hérna. Já, ég er alveg rólegur sko. Það erumað gera að vera bara ekkert að stressa sig," segir Þorkell Máni Pétursson útvarpsmaður á X-inu 977. efnafræðings kom fram að am- fetamínmagn í blóði hans hafi verið þrefalt á við það magn sem notað er til lækninga. Var hann því sakfelldur fyr- ir að hafa ekið bíl sín- um á slysadeildina undir áhrifum fíkni- efna. Pilturinn var einnig dæmdur fyr- ir að hafa haft í fór- um sínum síðast- liðið sumar tæp fimmtán grömm af hassi. Hann þarf að reiða af hendi 120 þúsund krón- ur í sekt fyrir brotin og tæp- ar 270 þúsund krónur í málskostnað. Auk þess missir hann bílprófið í fjóra mánuði. gudmundur@dv.is Lögreglan heldur áfram að rannsaka Og Vodafone-málið svo- kallaða en þar leikur grunur á að þrír menn hafí reynt að hagn- ast um milljónir með því að stela inneignum og beiðnum frá símafyrirtækinu. Tveir mannanna, Kristján Haraldsson og Gylfí Jónsson, hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í síðustu viku en sá þriðji, sem samkvæmt heimildum DV heitir Unnar, er ófundinn. Hann flúði land þegar upp komst um þjófnað félaganna. Það sem hefur hamlað rann- sókn lögreglunnar á fjársvikamál- inu í Og Vodafone er sú staðreynd að þriðji maðurinn sem tengist þjófnaðinum er énn ófundinn. DV hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að maðurinn, sem heitir Unn- ar, hafi flúið til London þegar verknaðurinn komst upp og sé ekki enn kominn heim. DV hefur áreiðanleg- ar heimildir fyrirþví að maðurinn, sem heitir Unnar, hafi flúið til London þegar verknaðurinn komst Skýrsla tekin af Gylfa Skýrsla var tekin af Gylfa í gær- kvöld. Hann hefur verið í gæslu- varðhaldi á Litla-Hrauni frá því snemma í síðustu viku en var færður á Lögreglustöðina við Hverfisgötu seint í gærkvöld þar sem tekin var af honum skýrsla. Ekki var ljóst þegar DV fór í prent- un hvort honum yrði sleppt úr haldi að lokinni skýrslutöku. Ein og hálf milljón Gylfi mun aðeins tengjast svik- um gagnvart einu fyrirtæki en hann og Kristján, sem voru með- leigjendur á sínum tíma, reyndu að svikja vörur að verðmæti ein og hálf milljón frá Hátækni í Ármúla. Fyrirtækið selur aðallega farsíma og lófatölvur. Fjölmörg fyrirtæki DV hefur heimildir fyrir því að Kristján, sem var aðstoðarversl- unarstjóri hjá Og Vodafone í Kringlunni en var rekinn þaðan í lok nóvember fyrir að stela síma- inneignum, og áðurnefndur Unn- ar sem er á flótta, hafi herjað á fjölmörg fyrirtæki. Það gerðu þeir í von um að ná að svíkja út pening úr þeim með fölsuðum beiðnum að upp. frá Og Vodafone. Þeirra á meðal er Tæknival en þar tókst þeim félög- um að ná út vörum að verðmæti nokkurra milljóna. BT fór heldur ekki varhluta af þeim félögum sem komu með falsaðar beiðnir í verslanir fyrirtækisins í verslunar- miðstöðinni Firðinum og í Skeif- unni. Kristján frystur Kristján verður ekki yfirheyrð- ur fyrr en komið hefur verið hönd- um yfir Unnar. Gæsluvarðhalds- úrskurður yfir Kristjáni rennur út á miðvikudaginn og mun lögregl- an væntanlega fara fram á fram- lengingu ef Unnar er enn ófund- inn þá. Lögreglan verst allra frétta af rannsókn málsins og sagðist Hörður Jóhannesson yfirlög- regluþjónn ekki geta tjáð sig neitt um málið svo stöddú. oskar@dv.is Litlar-Hraun Hingað gæti leið Og Vodafone- þjófanna legið innan tíðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.