Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Síða 10
7 0 MANUDAGíIR 9. JANÚAR 2006 Fréttir DV Grimurerskipulagður, traustur, duglegur og mikill vinur vina sinna. Hann er ofhávaxinn, hefur allt ofmikla réttlætiskennd og getur verið ofhreinskilinn. „Kostirnir eru þeir að hann hefur grlöarlega mikla réttlætiskennd. Svo erhann alveg ótrúlega skipu- lagður maður. Allt það sem hann kemur nálægt klárar hann 100%, þrátt fyrir að eiga sæg af börnum og hafa hundrað verkefni virðist hann geta klárað allt með sóma. Hann er lika vel kvæntur og er hörkuflnn bassaleikari. Gallarnir eru þeir að hann er tveimur núm- erum ofstór og hann hefur kannski allt ofmikla réttlætis- kennd og lætur málin sig varða og er pirraður eftir því. “ Kristján Freyr Halldórsson, vinur og bók- sölumaöur. „Hann er rosalega drífandi og duglegur maður og það er mikill kraftur i honum. Við unnum mik- ið saman fyrir kosningarnar2003 og það var frábært. Hann hélt uppi kosningabaráttunni að stór- um hluta. Hann er afdráttarlaus og hreinskilinn sem getur stundum veriö galli en það tel ég fremur kost en galia. Annars er hann Grímur toppnáungi. Ég veit ekki h vort maður geti nefnt fleiri galla en það að hreinskilnin getur verið galli." Katrin Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna. „Kostirhans Gríms eru þeirað hann ergifuriega traustur náungi og mikill vinur vina sinna. Hann hefur gífurlegan drifkraftog mikla framkvæmdagleði. Það getur aftur á móti verið galli hjá honum líka, sér- staklega þegar maður er ekki þannig stemmdur sjálfur. Svo er llka mjög leiöinlegt að vera fyrir aftan hann á tónleikum þvíhannersvohá- vaxinn." Dr. Gunni, tónlistarmaður og vinur. Grímurereinn afskipuleggjendum Náttúru- laus-tónleikanna sem haldnir voru í Laugar- dalshöll á laugardaginn. Grímur Atlason er fæddur 6. desember 1970. Hann er kvæntur Helgu Völu Helgadóttur fjölmiðlakonu. Grlm- ur er þroskaþjálfí aö mennt og hefur starfaö við þaö bæöi hér á landi og í Danmörku. Hann hefurlengi veriö viðloðinn tónlistog spilar meðal annars á bassa í hljómsveit Dr. Gunna. Hann hefur látiö til sín taka I pólitík og skipulagningu stórtónleika hér á landi og hefur flutt inn fræga tónlistarmenn. Sérsveit fangavarða gerði húsleit í klefum fanga á Kvíabryggju í kjölfar skrifa eins fanganna um áfangaheimilið Vernd. Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar, segir fangann hafa verið spurðan hvort hann stæði við skrif sín. Valtýr Sigurðs- son, forstöðumaður Fangelsismálastofnunar, segir ekki sjálfgefið að fangar labbi inn á Vernd þegar þeim sýnist. Fangar í afplánun á Kvíabryggju segja fangelsismálayfirvöld hafa hótað þeim í kjölfar skrifa á bloggsíðu þeirra nú fyrir helgi. Þar kom fram að einum fanganum sem sóttist eftir plássi á áfanga- heimilinu Vernd hafi verið meinað um það - í kjölfar skrifa um Vernd. Eftir þau skrif var sérsveit fangavarða á Litla-Hrauni send á Kvíabryggju, fyrir tilmæli Fangelsismálastofnunar. Bloggsíðu fanganna á Kvía- bryggju hefur verið lokað um óákveðinn tíma í kjölfar aðgerða yf- irvalda á föstudag. Sérsveit fanga- varða á Litla-Hrauni mætti grá fyrir járnum og gerði almenna klefaleit á Kvíabryggju. Það sem leitað var að voru fíkniefni, ólöglegar nettenging- ar og GSM-símar. Meiðandi skrif um Vernd Upphaf málsins má rekja til þess að nafhgreindur fangi á Kvíabryggju skrifaði á eldri bloggsíðu þeirra fé- laga um áfangaheimilið Vernd. I þeim skrifum var Vernd líkt við barnaheimili. Sami fangi var bráðlega á leið í lokakafla afplánunar sinnar inni á Vernd. „Það er ekkert sjáifgefið að menn labbi þarna inn þégar þeim sýnist," sagði Vaftýr Sigurðsson, for- stöðumaður Fangelsismálastofnun- ar. Hann sagðist vel skilja að stjóm Vemdar hefði viljað skýringar. Vernd neitar engum „Umræddur fangi var tekinn taii og spurður hvort hann stæði við skrif sín," sagði Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri Vemdar. Hann sagði eðlilegt að fangi, sem hefði skrifað misjöftt orð um Vemd en hefði jafnframt sóst eftir því að ljúka afplánun, væri krafinn skýringa á ummælum sínum. Þráinn sagði að Vemd hefði ekki komið að máhnu að öðm leyti. Máiið væri ieyst að því er varðar Vernd, og að áfangaheimil- ið væri líknarfélag fyrir fangana. Fangamir á Kvfabryggju sögðu á síð- unni fyrir helgina að skrifin um Vemd hefðu verið saklaus skrif - með gríni inni á milli. IValtýr Sigurðsson Sagði bloggslðu fanganna vera klám og vitleysu. Hann kannast ekki við hótanir. I Bryggjutröllin GrétarSigurðsson sem afplánará Kvfabryggju fyrir aðild að llkfundarmálinu ásamt hinum ^mjMöj'unum. Þeirsögðu á heimasiðu sinni fyrir helgi | að yfírvold hefðu hótað þeim. Einn fanganna ritaði pistil J "T7-Vernd 09 ikjö!farið fóru H Verndar fram á skyringar vegna ummæla hans. ,Það er ekkert sjálf- gefið að menn labbi þarna inn þegarþeim sýnist." Fangar ósáttir „Síðustu daga hafa bloggurum á BryggjutröUunum verið settir ýmsir afarkostir. Þeim hefur verið hótað að vera „sendir Austur" (á Litla-Hraun) ásamt því að plássi á áfangaheimili Vcrndar yrði frestað um óákveðirm tíma, því. ákveðin orð eins og „Vernd", „Bjöm Bjarnason" og „Dómsmálaráðherra" koma fram í pistlum þeirra. Það virðist sem að þeir sætti sig ekki við að fangar geti bloggað," var sagt á vefsíðunni áður en henni var lokað á laugardag. Hugsi sinn gang Vaitýr sagði að fangelsismálayfir- völd hefðu ekki beitt neinum hótun- um. Hins vegar hefði verið rætt við fangana um að þeir myndu hugsa sinn gang í tengslum við síðuna: „Að okkar mati er þetta ekkert nema klám og vitleysa sem þama er," sagði Vaitýr fýrir helgi. Skömmu áður en síðunni var lokað tíma- bundið. gudmundur@dv.is Kvíabrygnjufangar segja sér hétað Smurþjónusta fyrir allar gerðir bíla Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla Komdu með bílinn til okkar! Frábær verð og góð þjónusta! Alltaf heitt á könnunni! ,<Sú smuröi gcngur” STÓRAHJALLA S. 554 3430 Karlmaður fann fórnarlamb sitt 1 strætóskýli Réðst á fimmtán ára stúlku „Þetta er atburður sem við verð- um að skoða rækilega," segir Bald- vin Einarsson hjá rannsóknardeild Lögreglunnar í Reykjavík. Á föstudagskvöld réðst karlmaður að fimmtán ára stúlku í biðskýii við Miklubraut. Stúlkan var að bíða eftir strætó þegar kom til átaka milli hennar og árásarmannsins. Atburð- urinn átti sér stað á milli klukkan hálfníu og níu. Átök stúlkunnar og mannsins bámst í átt að Sogavegi áður en stúlkan náði að Iosa sig frá árásarmanninum. „Það er ekki hægt að bæta neinu við þessa lýsingu," segir Baldvin um atburðinn. Hann seg- ir að málið sé einfaldlega í rann- sókn. „Við getum lítið tjáð okkur að öðru leyti. Við viljum ekki láta of mikið út.“ Ekki er ljóst hvað maðurinn hafði í hyggju með árásinni eða hvort hann þekkti fórnarlambið. Að sögn Baldvins Stúlkan slasaðist ekki alvarlega mun ofbeldisbrotadeild taka við að sögn Baldvins en málið er þó litið rannsókn málsins í dag. mjög alvarlegum augum. Árásarstaðurinn Hérbeið stúlkan eftirstrætó þegar maðurinn réðst á hana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.