Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Page 4
4 MÁNUDACUR 9. JANÚAR 2006 Fréttir DV Rg||§|f||§|| , ' - 'i ’ 2i§yii^^^ ' ... Tveirívarð- hald fyrir vestan Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi síðastliðinn föstu- dag tvo menn í gæsluvarð- hald til þriðjudags vegna fíkniefnavörslu og talsvert fé fannst einnig á heimil- inu. Lögreglan segir að þetta sé liður í rannsókn á meintri fíkniefnidreifingu á norðanverðum Vestíjörð- um undanfarið. Mennirnir eru samkvæmt heimildum DV frá Súðavík og eru í kringum tvítugt. Björn laus Bjöm Grétar Sigurðsson losnaði úr gæsluvarðhaldi á laugardag. Björn var úr- skurðaður í vikulangt gæsluvarðhal af Lögregl- unni íVest- mannaeyjum á gamlárskvöld eftir að um hundrað grömmafhassi og tæp milljón í reiðufé fannst á heimili hans. í kjölfarið gerði lög- reglan húsleit í nokkmm húsnæðum sem tengdust Bimi. Þegar upp var staðið hafði fundist rúmt kíló af hassi til viðbót- ar auk tuttugu gramma af amfetamíni. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins. Vandséð bragarbót Homfirðingar em ekki ánægðir með þá nýju skip- an löggæslumála sem Björn Bjamason dómsmálaráð- herra hefur boðað. „Það er vandséð að íbúar á suð- austurhominu fái betri lög- gæsluþjónustu undir stjóm sýslumannsins á Eskifirði. Áhyggjur varða einnig um- fang sýslu- mannsemb- ættisins á Höfh og að það megi ekki við því að dragast saman. Af þeirri ástæðu er mikilvægt að embættið á Höfn verði styrkt þegar kemur að tilfærslu verkefna til smærri embætta," segir bæjarráð Hornafjarðar. Þröstur Þórhallsson stórmeistari hefur ákveðið að leggja kónginn á hilluna svo aðrir komist á meistaralaun hjá menntamálaráðuneytinu. Aðeins fjórir geta verið á stórmeistaralaunum í einu. Fyrir liggur óformleg beiðni um laun til nýjasta skákríkisborgarans og stórmeistarans Henriks Daniels að sögn Hrafns Jökulssonar, fyrrverandi formanns Hróksins. Henrik Daniels, stórmeistari í skák, er nýkominn með íslenskan ríkisborgararétt og samkvæmt Hrafni Jökulssyni, fyrrverandi formanni Hróksins, liggur fyrir óformleg styrktarbeiðni um stór- meistaralaun hjá menntamálaráðuneytinu. Aðeins fjórir stórmeistarar geta verið á launaskrá í einu. Þröstur Þórhallsson, stórmeistari í skák, hefur ákveðið að hætta að tefla sem atvinnu- maður og þiggja ekki laun frá ráðuneytinu. Eins og áður hefur birst í DV þá á og rekur Þröstur fasteignasöluna Austurbæ og þiggur full laun þaðan. „Ég hef ákveðið að hætta í at- vinnumennsku frá og með í vor,“ segir Þröstur en hann ásamt Lenku Ptácníkovu, Helga Áss Grétarssyni og Hannesi Hlífari Stefánssyni þiggur stórmeistaralaun frá ríkinu sem nema launum háskólakennara. Samkvæmt lögum síðan 1990 er til- j Hrafn Jökulsson Hefur lagt inn óformlega beiðni um stór■ | meistaralaun fyrir Henrik. gangur sjóðsins að skapa íslenskum stórmeisturum fjárhagslegan grundvöll til að helga sig skáklistinni standi hugur þeirra til þess. Þegar sjóðurinn var stofnaður voru íjórir stórmeistarar á launaskrá mennta- málaráðuneytisins og stunduðu þeir ekki aðra atvinnu en skákiðkunina. Skákin er ástríða „Það er kominn tími til þess að leyfa nýjum mönnum að spreyta sig," segir Þröstur og bætir við að hann elski skákina og iðki hana af kappi þrátt fyrir að hann vinni hjá fasteignasölunni. Hann áréttar að hann hafi sinnt sínum skyldum sem stórmeistari hingað til enda vinnu- tíminn sveigjanlegur. Þröstur fer á ólympíuskákmót í vor en það verður hans síðasta mót sem atvinnumaður. Hann segir að hann muni að sjálfsögðu ekki hætta að tefla fyrir fuÚt og allt, til þess sé „Skákin er ekki iífið, fjölskyldan er það." skákin of mikil ástríða. „Skákin er ekki lífið, fjöl- skyldan er það,“ segir Þröstur aðspurður hvers vegna hann v ætli að leggja kónginn á hill- una. Henrik atkvæðamikill í skák- uppbyggingu „Við erum búnir að leggja inn óformlegt erindi til menntamála- ráðuneytisins," segir Hrafn Jökuls- son, fyrverandi formaður skákfé- lagsins Hróksins. Hrafn segir að beiðnin miðist við fullan vinnudag en Henrik Daniels hefur verið ótrú- lega ötull við að kynna skák ásamt Hróknum fyrir grxmnskólakrökkum bæði á íslandi og Grænlandi. Henrik hefur líka verið skólastjóri skákskóla Hróksins. Einnig er fyrirhuguð skák- kennsla í grunnskólum Hafnarfjarð- ar og mun Henrik taka þátt í þeirri uppbyggingu en Hrafn segir að ekki sé komin endanleg mynd á það fyrirkomulag. Beiðni Henriks verður tekin fyrir í vor og kemur þá í ljós hvort nýi ríkisborgar- inn fái stórmeistaralaun frá menntamálaráðuneytinu. valur&dv.is Henrik Daniels Stórmeistari og is- lenskur rikisborqari. Skotið lanqt yfir markið í Kópavogi Svarthöfði er mikill sælkeri. Svarthöfði elskar konfekt og annað góðgæti og því eru jólin honum einkar kærkomin. Þá flykkjast til hans fjöldinn allur af konfektköss- um frá ýmsum velunnurum. Að mati Svarthöfða er konfekt einnig rómantískasta nammið og einkar hentugt þegar biðjast þarf fyrirgefn- ingar. Oft á tíðum færir hann Svart- höfðu kassa af dýrindis konfekti þegar hann hefur hagað sér ifla. Svarthöfði las um það í DV á laugardaginn að Gunnar I. Birgis- son, bæjarstjóri í Kópavogi, hafi einmitt gefið öllum leikskólakenn- m Svarthöfði urum bæjarins konfektkassa í jólagjöf. Ekki veitir af enda hafa Gunnar og félag- ar í meirihlutanum ekki beint hagað sér vel gagnvart leikskólakennur- um að undan- förnu. Eitthvað virðist þessi rómantíska fyr- irgefningargjöf Hvernig hefur þú það I „Ég hefþað gott og er ánægður með lífið/'segir Kjartan Halldórsson i fiskbúðinni Sægreifanum.„Mér fínnst gaman að vinna og starfa og svo gengur vei með Sæ- greifann. Það er hægur hagvöxtur en sígandi iukka ersvo sem alltaf best. Annars er búið að vera mikið að gera og mikið affólki að koma og það er alltafaö aukast þannig að ég er ánægður með lífið. Hér er bara verið að meika það." þó hafa átt erfitt með að komast til skila. Þannig sagði DV frá því að Soffía Ámundadóttir, deildarstjóri á leikskólanum Fífusölum, hafi ekki fengið sinn konfektkassa fyrr en á þrettándanum. Ekki nóg með það heldur beið hann fyrir utan heimili hennar þegar hún kom heim og var þá orð- inn rennandi blautur. Ekki þykir Svart- höfða blautt konfekt á víða- vangi bera vott um rómantík og þaðan af síður um fyrir- gefningu. Af samskiptum sínum við Svarthöfðu veit Svarthöfði að gjöfin ein er ekki nóg, hugur verður að fylgja máli. Svarthöfði ráðleggur Gunnari og félögum að afhenda konfektið per- sónulega næstu jól, og passa að gera það fyrir jól. í ár skaut meirihlutinn, en var víðsfjarri því að hitta í mark. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.