Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Qupperneq 20
20 MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 Sport DV Gunnlaugur fyr- irliði hjá KR Vamarmaðurinn Gunn- laugur Jónsson sem gekk til liðs viðKRá haustdögum hefur tekið við fyrirliðabandi liðsins af mark- verðinum Krist- jáni Finnboga- syni en þetta kom fram á heimasíðu félags- ins um helgina. Gunnlaugur sem var áður fyrirliði ÍA var gerður að fyr- irliða KR eftir fund leik- manna og þjálfara um helg- ina en Teitur Þórðarson, nýráðinn þjálfari KR, vill að útileikmaður sé fyrirliði, ekki markvörður. Gunnlaugur mun bera fyrirliðaband KR í fyrsta sinn gegn Leikni á Reykjavíkurmótinu þann 21. janúar næstkomandi en það er jafnframt hans fyrsti leik- ur fyrir félagið. Grétar ekki til GAIS á reynslu Sænska liðið GAIS sem vann sér sæti í úrvalsdeild þar í landi í haust óskaði eftir því á dögunum að fá Grétar Ólaf Hjartarson, framherja KR, til reynslu í tíu daga. Á laugar- daginn kom svo fram á heima- síðu KR-inga að þeir hefðu hafnað þessari beiðni sænska liðsins og sagt því að fylgjast með Grétari á La Manga-mótinu á Spáni í næsta mánuði. WooniAris unnu toppliðið Leuuwarden WoonlAris, lið þeirra Hlyns Bærings- sonar og Sigurðar Þorvalds- sonar, sem hafði aðeins unnið 2 af 10 leikjum sínum í hollensku úrvalsdeildinni í körfubolta, byrjaði nýja árið með því að vinna topplið Land- stede Zwolle, 93- 87, á heimavelli en með þessum sigri missti Zwolle toppsæt- ið. Sigurður var með 17 stig og Hlynur bætti við 16 stigum, 14 fráköstum, 4 stolnum boltum og 2 vörðum skotum. Leu- uwarden WoonlAris vann einnig síðasta leik sinn fyrir áramót og hefur því unnið tvo leiki í röð. Jón Arnór með stórleik Jón Arnór Stefánsson átti sinn besta leik með ítalska liðinu Carpisa Napoli þegar hann skoraði 21 stig í 16 stiga sigri á Lottomatica Roma, 90-74, en leikurinn fór fram á heimavelli Napoli-liðs- ins. Jón Arnór var stigahæstur í sínu liði en hann hitti úr 7 af 10 skotum sínum á þeim 36 mínútum sem hann spilaði, þar af 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Jón Arnór hefur nýtt þriggja stiga skotin sín frábærlega í vetur en 44,7% skota hans fýrir utan hafa ratað rétta leið. Fimmtán ára sund- kona úr Fjölni, Sig- rún Brá Sverrisdóttir, er einn allra efnileg- asti íþróttamaður landsins og án efa bjartasta vonin í sundinu. Á nýloknu ári vann hún sautján gull og setti tólf ís- lands- og aldurs- flokkamet á stóru mótum ársins og komst meðal efsta sundfólks í sínum aldursflokki á Alþjóð- legum styrkleikalist- um. Árið 2005 er Sigrúnu Brá Sverrisdóttur eftir- minnilegL Þetta var árið sem hún skaust upp á stjömuhimininn í sundinu, setti alls tólf fs- lands- og aldursflokkamet og vann gull á öllum fimm stóm mótunum sem hún tók þátt í, þar á meðal þijú gull á Smáþjóðaleikunum í Andorra í júní og gull í 100 metra skriðsimdi á Norður- landamótinu sem fram fór á íslandi í nóvember. Sigrún Brá vann síðan fimmfaldan sigur á bæði Aldursflokkamótinu og Unglmgalandsmótinu. Athyglisverðustu mótin hjá Sigrúnu Brá á árinu voru kannski þegar hún var að keppa í flokki fullorð- inna en þar náði hún frábærum árangri. Hún vann þannig sex verðlaun, flest allra íslendinga, á Smáþjóða- leikunum og þar af voru þrjú gull. Sigrún vann einnig þrjú gull á íslandsmeistaramótinu í nóvember þar sem hún bætti meðal annars fjögurra ára gamalt íslandsmet í200 metra flugsundi. „Það kom kannski aðeins á óvart hversu vel mér gekk en ég setti samt alltaf stefnuna á að standa mig,“ segir hin fimmtán ára Sigrún Brá Sverris- dóttir. Aldursflokkameistaramótið og Norðurlandameistara- mótið standa upp úr hjá Sigrúnu á árinu en hún er löngu búin að missa sjálf töluna á öllum verð- laununum sem hún vann á sfðasta ári. passa mig að sofa og borða vel,“ segir Sigrún sem ætlar sér einnig mikið á þessu ári. „Maður reynir að fýlga þessu eftir því það er alltaf sett stefnan á að bæta sig. Eg ætla mér að komast á Evrópumót unglinga aftur og reyna að komast inn á Evrópumeistaramótið f 25 metra laug. Ég ætla sfðan að reyna að standa mig vel á öllum mótunum sem ég keppi á,“ segir Sigrún um aðalmark- miðnýjaársins. Á unglingamótunum hér heima stóðst henni eng- inn snúninginn þar sem hún varð fimmfaldur meistari á bæði Aldursflokkamótinu í Reykjanesbæ og Ung- lingalandsmótinu f Vfk í Mýrdal og vann alls til þrettán verðlaun á þessum tveimur mótum. „Ég fi5r í sund af því að ég gat ekki verið í fótbolta eða frjálsum því ég var svo léleg f fótunum," segir Sigrún um ástæður þess að hún fór að æfa sund en hún sér ekki efitir því f dag eftir þessa miklu velgengni. Fær sjaldan einkunnir undir níu Á heimasíðu Fjölnis má finna ítarlega úttekt á afirek- um Sigrúnar á árinu og þar má lesa að stelpan er í mikl- um metum hjá félaginu enda að koma Fjölni á blað f sundinu. „Stúlkan er fyrimyndamemandi og fær sjald- an einkunnir undir 9 og er það enn eitt merkið um hverskonar yfirburðaefiti hér er á ferð. Það að halda námi sínu svona góðu útheimtir góða skipulagningu og sjálfsaga og það em einmitt aðalsmerki afreksfólks. Sjálfeagi og sldpulagt lífemi skilar árangri og Sigrún Brá er mjög gott dæmi um hvemig það gerist," segir á heimasíðunni um afrek Sigrúnar utan sundlaugarinn- Sigrún Brá er nú handhafi tólf íslandsmeta í sundi, þar af tíu þeirra í 25 metra laug. Sigrún Brá á tvö ís- landsmet fullorðinna, sex stúlknamet, þijú telpnamet og eitt meyjamet en öll met hennar em sett í skriðsund- um nema Islands- og stúlknametið sem hún setti svo eftinninnilega í 200 metra flugsundi á íslandsmótinu í nóvember. Syndir 50 km í hverri viku Sigrún Brá leggur gríðarlega mikið á sig og á heima- síðu Fjölnis sést það svart á hvítu hversu mildum tíma hún eyðir í sundlauginnL „Til að ná þessum markmiðum sínum hefur Sigrún Brá lagt að baki gffurlega erfitt æfingaprógram þar sem hún hefur æft 8 sinnum í viku af stakri reglusemi og nánast ekki misst úr æfingu. Hún syndir að meðaltali um 5500 á hverri æfingu og syndir því 50 km í hverri viku. í þetta fara um það bil 30 klst. í viku og stúlkan æfir 11 mánuði á ári,“ segir á heimasfðunni um æfing- ar Sigrúnar. Sigrúnu finnst þetta ekkert of miklar æfing- ar og segist bara fara snemma að sofa ef hún sé eftír sig eftír æfingar dagsins. ooj@dv.is Passar uppá aösofaoq i boröa vel s» „Lykdllinn á bak við þetta hjá mér em í miklar IJ æfing- // ar og 7 L-. að m S Verðlaunasafn árs- | ins 2005 5 Þaðer nóg afverð- J lounum sem Sigrún | Brástátaraffráárinu j 2005 en hérsésthún 5 tneð uppskeru ársins. oa»*«*;* m Nýárssundmót íþróttafélags fatlaðra fór fram i Laugardalnum í gær Hulda fékk sjómannabikarinn Nýárssundmót fatlaðra bama og unglinga fór fram í gær í nýju og glæsilegu innisundlauginni í Laug- ardal í Reykjavík. Stærstu verðlaun mótsins, Sjómannabikarinn, gaf Sig- mar Ólason, sjómaður á Reyðarfirði, til keppninnar og er hann veittur fyrir besta sundafrek mótsins sam- kvæmt stiga- og forgjafarútreikn- ingi. Að þessu sinni var það Hulda Agnarsdóttir úr Firði sem hlaut Sjó- mannabikarinn 2006 en hún fékk 575 stig. Sonja Sigurðardóttir úr ÍFR varð í 2. sæti með 538 stig og í þriðja sæti varð síðan Guðrún L. Sigurðar- dóttir úr ÍFR en hún hefur oft unnið Sjómannabikarinn á undanförnum ámm. Á Nýársmóti ÍF kepptu um 80 börn og unglingar frá 6 félögum víðsvegar að af landinu, bæði aðild- arfélögum ÍF og almennum sundfé- lögum og er þetta meðal fjölmenn- ustu Nýárssundmóta hingað til. Mótið hefur verið haldið frá árinu 1984 en þar keppa fötluð böm og unglingar 17 ára og yngri, hreyfi- hamlaðir, blindir/sjónskertir, heymarlausir/skertir og þroskaheft- ir. Á þessu móti hefur margt af okkar besta sundfólki hafið sundferil sinn s.s. sundkonan KristínRós Hákonar- dóttir, Geir Sverrisson, Ólafur Eiríks- son, Bjarki Birgisson, Gunnar örn Ólafsson, Birkir Rúnar Gunnarsson og Sigrún Huld Hrafnsdóttir. Forseti íslands Ólafur Ragnar Grímsson fylgdist með mótinu og heilsaði upp á keppendur en hann er í alþjóðastjórn Special Olympics og heftir farið á al- þjóðaleika Special Olympics í Bandaríkjunum og Irlandi og fylgst þat með íslenskum kepp- endum. Hufda fékk Sjómannabikarinn Hér sést Hulda Agnarsdóttir úr Firði sem hlaut Sjómannabikarinn 2006 á Nýársmóti lF I gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.