Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Blaðsíða 40
JT* f ^ £ £ ílj>J £ 0 £ Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^jnafnleyndar er gætt. *-* q «-* q cj q SKAFTAHLÍÐ24, 105REYKJAVÍK [STOFNAÐ 1910\ SÍMI5505000 5 690710 111117 Helga Vala og Tvíhölöi hætt „Mér var boðin launalækkun, um- talsverð, sem ég gat ekki þekkst," segir Helga Vala Helgadóttir, fyrr- um dagskrárgerðarkona á NFS og eiginkona Gríms Atlasonar tónleika- haldara. í síðustu viku hætti Helga því á NFS. Hún sér þó ekki eftir neinu og lítur björtum augum fram á veg. „Ég er ekki í neinni sorg og er að fara að gera fullt af skemmtilegum hlutum,“ segir hún um framhaldið. Þess utan herma heimildir DV að Tvíhöfðafélögunum Sigurjóni Kjart- anssyni og Jóni Gnarr hafi verið sagt upp ásamt nokkrum pistíahöfun- dum hjá stöðinni. Daginn eftir uppsögnina fékk Helga spennandi tUboð. „Ég er að fara að vinna í Kastljósinu þar sem ég mun sjá um leikhúsgagnrýni," segir hún og ætti að fara létt með það, enda sjálf lærð leikkona. Helga mun hefja störf þar á mánudaginn eftir viku en í millitíð- inni hefur hún nóg að gera við að lesa námsbækumar. Frá því í haust hef- ur hún nefnilega stundað nám í lög- fræði við Háskólann í Reykjavík samhliða vinnu. „Það hafðist, ég náði prófunum," segir Helga um hvernig það sé að sameina vinnu og nám. Um helgina vom miklar umræð- ur á spjallvefnum malefnin.com þess efnis að bæði Helgu Völu og Sigurði G. Tómassyni hafi verið sagt upp á NFS. Ástæðan var sögð sú að þættir þeirra væru of dýrir í fram- leiðslu. Töldu málverjar að uppsögn þeirra tveggja væri aðeins byrjunin og var Ingvi Hrafn nefndur sem næsta fórnarlamb. Þótt heimildir málverja hafi verið í réttum nótum voru þær ekki hund- rað prósent. Alltént ekki hvað Sigurð varðar. „Ég er ekki hættur á stöðinni," sagði Sigurður í samtali við DV. „Ég er enn á stöðinni og verð um óá- kveðinn tíma," bætti hann við. Sigurður undraðist þenn- an orðróm um meinta uppsögn og kvaðst vera nokkuð ánægður á NFS. „Já, mér líkar alveg ágætlega." Er ég áfram? • Stórtónleikamir „Ertu að verða náttúrulaus?" vom haldnir í Laugardalshöll á laugardagskvöld. SivFriðleife- dóttir, fyrrverandi umhverfis- ráðherra, lýsti því yfir hér í DV um helgina að hún ætíaði ekld að láta sjá sig á tónleik- unum. Kannski var það eins gott því náttúruvemdarsinn- amir höfðu látið útbúa kvik- mynd sem sýndi að mati tón- leikagesta fáfræði núverandi og fyrrverandi ráðherra ríkis- stjómarinnar. Kvikmyndin var látin rúlla á tveimur risa- tjöldum stóran hluta tónleik- anna. Valgerður Sverrisdóttir, Friðrik Sophusson og áður- nefnd Siv urðu helst fyrir föstum skotum náttúm- verndarsinna... • Sjónvarpsstjaman og sál- fræðingurinn JónÁrsæfl Þórðarson sást í Laugardals- höll styðja skoðanabræður sína. Eins og kunnugt er ætíar Jón Ársæll og meðeigendur hans á Langanesi að stefiia bandarískum stjómvöldum vegna slæmrar umgengni þeirra á Heiðarijalli þar sem ratsjárstöð hersins var rekin fram til 1970. íslensk stjóm- völd hafa ekki þótt standa sig í baráttunni með honum. Einnig mátti sjá Stuðmanna- söngkonuna fýrrverandi Röggu Glsla ásamt unnusta sínum Birki Kristinssyni... ATVINNUHUSNÆÐISLAN Frjáisi fjárfestingarbankinn lánar fyrirtekjum og einstaklingum til kaupa á atvinnuhúsnæbi. Lánin eru verðtryggð og geta numið allt aö 75% af kaupverði fasteignar. Þú velur husnæðið sem hentar þér - okkar markmið er aö veita framúrskarandi bjónustu á sann- gjörnum kjörum. Komdu til okkar i Lágmúla 6. hringdu í 540 5000 eða sendu okkur póst á frjalsi@frjalsi.is. Þú vinnur betur i eigin húsnæði! ALlXAÐ 75% LÁNS HLUTFALL LÆGRI LÁNTÖKU KOSTNAÐUR FRJALSI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.