Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2006, Side 26
26 MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2006 Bílar DV Hvers vegna 2 Snemma á síðustu öld notaði franski bflaframleiðandinn Bugatti ýmsar aðferðir til að auka afl véla. Ettore Bugatti eins og aðrir vélahönnuðir vissu að því meira lofti sem sem vél gat dælt í gegnum brunahólf því meira eldsneyti mátti brenna fyr- ir hvert aflslag. Auka mátti flæðið í gegnum brunahólfin með því að hafa á því fleiri ventla. Einn kambás ræður við að stjóma 2 vendum (hugsanlega 3) á hveiju brunahólfi. En eigi ventlamir að vera fleiri, t.d. 4 á hveiju brunahólfi, verður þeim Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur, svarar fyrirspurnum á leoemm.com og eru þær birtar á bílasíðum D'/ Spurt og svarao Ódýrari varahlutir í Subaru Ég á Subam Forester árgerð 2000. Nú er svo komið að afturdemparar em famir að leka og er bfllinn jafnvel orðinn hávær og leiðinlegur í akstri í miklum ójöfnum. Þar sem mér finnst umboðið hérlendis misnota að- stöðu sfna (settið af dempurunum kostar þar 140 til 145 þús. kr.) _ _____ myndi ég vilja reyna fyrir mér er- | /■ x lendis með varahluti. Getur þú bent mér á einhvem söluaðila sem gæti selt mér þessa hluti og þá reyndar fleiri varahluti í framtíðinni, eða bent mér á hvar mætti að leita að þeim aðila? Svan Sé um japanska bfla að ræða sem jafnframt em seldir í Banda- ríkjunum, eins og Subaru Forester, má fá flesta varahluti á viðxmandi verði frá fyrirtækjum í Bandaríkjunum. Þótt mörg þeirra selja ekki til að- ila utan Bandaríkjanna fer varahlutasölum fjölgandi sem „kunna á kerf- ið" og selja/senda með hraðpósti eða hraðflutningaþjónustu á borð við DHL, FedEx, TNT, o.fl. Eitt þeirra, sem mun áreiðanlega leysa þitt vanda- mál og selur jafnframt varahluti í alla bandaríska bfla og sendir með hrað- pósti eða hraðflutningi, eftir því hvað þú velur, er www.discountautop- arts.com Enn og aftur: Óþörf ryðvörn? Ég er að fá nýjan Ford frá Bandaríkjunum. Starfsmaður á skoðunar- stöð benti mér á að það væri ekki endilega besta lausnin að láta ryðverja bflinn hér skv. okkar venjum. Benti hann á að verksmiðjuryðvömin ætti að duga en ástæða gæti verið til að ryðverja bremsu- og bensínlagnir sér- staklega. Nefndi hann að oft pössuðu dyraspjöld illa eftir meðferð á ryð- vamarstöð og eins væri spuming hvort ryðvömin væri nægilega vel unnin til að gagn væri að henni. Því spyr ég: Hvemig myndir þú ráðleggja mér að ryðveija bflinn, þ.e. grind, botn og lokuð rými svo sem hurðir (sérstak- lega samsetningu milh ytra og innra byrðis) ogtd. brettaboga (sérstaklega samsetningu milli innra og ytra brett- is)? Svan Margir lesendur em greinilega að velta fyrir sér hvort þeir eigi að kaupa „íslenska ryðvöm" á nýjan eða nýlegan bfl. Mín skoðun er, eins og áður hefur komið fram, eftirfarandi: Slepptu allri frekari ryðvöm - það er einungis aukakosmaður og jafii- vel eyðilegging samkvæmt minni reynslu. Sé undirvagninum haldið sæmilega hreinum með því að spúla hann með vatni öðm hverju þarftu ekki að hafa áhyggjur af undirvagni eða lögnunum - nema særok mæði á bflnum. Allir bandarískir bflar em ryðvarðir á framleiðslustigi - fyrst með zinfosfat-húðun stálsins eftir völsun og á undan formun og samsetningu og á eftir með því að sökkva þeim í raflausn (galvanisering). Á einstaka hluti botns, sem verða fyrir steinkasti, er sprautað sérstöku plastefni sem hrukkast við storknun. Hvers konar efni, sem úðað er innan í holrými eða annars staðar yfir verksmiðjuryðvömina (en það takmarkar eða ógildir ryðvamarábyrgð framleiðandans), styttir endingu bílsins að mínu álit. Reynsla mín af „íslenskri ryðvörn" er, í einu orði sagt, vond - hún hefur eyðilagt pallbfla á borð við Hilux, Isuzu, Ford o.fl. Mylja má grindina tír þessum bflum með bemm höndunum vegna „íslenskrar ryðvarnar" eftir ákveðinn tíma. Einungis eldri bfla og endurbyggða ætti að ryðverja og þá með vaxi og þá hluti sem verksmiðjuryðvöm er rofin á (t.d. á jeppum vegna úrskurðar/breytinga) á að verja með mörgum yfirferðum af ætigrunni og lakki. Svokölluð undirvagnskvoða, sem nú er reynt að selja fólki fyrir umtalsvert verð sem „hljóðvörn", deyfir ekki hljóð en eyðilegg- ur bfla við okkar aðstæður (raki, salt, umhleypingur), að mínu mati. Öryggispúðar: Hvað máoghvað ekki? yggispúðar væru í bflnum - sem mér finnst í lagi því mér er ekki vel við þessa púða - enda em þeir dýrari en bfllinn. Ég vil losna við ör- yggispúðaljósið í mælaborðinu. Hvað stjómar þessum öryggispúðum og hvernig má losna við þetta ljós? Svar Púðamir virka með mismunandi hætti eftir tegundum en yfir- leitt er högg/snerti/færslu-rofi í framstykkinu (pendúlskynjari eins og í jarðkjálftamæli) og/eða flóttaaflsrofi (stálkúla í seigum massa) sem getur verið hluti af tölvuheila bflsins. Einfaldast í þínu tflfelli er að taka pemna úr til að losna við ljósið. Hins vegar er ástæða til að benda á að séu merk- ingar um öryggispúða sjáanlegar í innréttingu bflsins (en algengt er að sérstakt merki sé í miðju stýrishjóls og á mælaborði farþegamegin) verð- ur að fjarlægja þær merkingar til að notkun bflsins sé lögleg án öryggis- púðanna. NISSAN PATHFINDER 4X42,5 TRB.ÐISILL IIIII 11,5 sek 0-100 km/klst Snerpa: Einkunn: 4,3-5,0 mkr. f Nissan Pat Um 1990 var Nissan eitt af stærstu fyrirtækjasamsteypum Jap- ans. Meginumsvifin voru í fast- eignarekstri og tryggingastarfsemi. Nissan Motors, næststærsti bíla- framleiðandi Japans, var einungis eitt af mörgum minni fyrirtækjum innan samsteypunnar. Það er mis- skilningur að fjárhagsleg og tækni- leg vandamál hjá Nissan Motors hafi leitt til þess að það var selt Renault. Nissansamsteypan, eins og fleiri japönsk risafyrirtæki, hrundi upp úr 1990. Ástæðurnar eru taldar vera staðnað stjórnunar- kerfi sem þá var við lýði í Japan, meðal annars byggt á hefðum (ævi- ráðning starfsmanna var t.d. ein þeirra); samsteypan dagaði uppi og er talið sönnun þess að fyrirtæki deyi ofanfrá. Nissan Motors Algjör viðsnúningur og uppbygg- ing Nissansamsteypunnar (Hitachi- fyrirtækin tilheyra henni) er talin á meðal efnahagsundra 20. aldar, en á meðal björgunaraðgerða ,var sala fyrirtækja. Nissan Motors var eitt þeirra sem enn var einhvers virði og seljanlegt þrátt fyrir erfiðleika móð- ursamsteypunnar. Renault keypti ráðandi hlut (36 prósent) í Nissan Motors. í framhaldi voru Nissan Motors og Renault sameinuð 1999. Nýr forstjóri, Carlos Ghosn, tók við í Japan. Undir hans stjórn hefur verið byggt upp nýtt stjórnunarkerfi að vestrænni fyrirmynd. Síðan hefur stefnan verið lóðrétt upp hjá Nissan Motors. Sérhæfðir í jeppum Jeppar eru í tísku sem stöðutákn og vörn gegn hættu f umferðinni. Þeir seljast mest allra bflgerða, ekki einungis í Bandaríkjunum heldur einnig í Evrópu. Nissan veðjaði á jeppa, dísilvélar og fólksbfla með dísflvél. Staða þess er gríðarlega sterk með nýja og spennandi jeppa og pallbfla í öllum gerðum og stærð- um. Fólksbflamarkaðurinn hefur reynst minni en ætlað var; fyrir hvern Primera seljast t.d. tveir X- Trail jeppar, öfugt við áætlanir fram- leiðandans en X-Trafl er byggður á sama grunni og Almera og með sömu dísilvél og Primera. Um 95% allra seldra jeppa í Evrópu em með dísilvél. Mikfl eftirspum eftir jepp- um þýðir að kaupendur greiða frfllt verð án afsláttar. Tekjur framleið- andans af jeppum em því rnildar, hafi hann við að framleiða. Áhrifin em meðal annars að gangverð á not-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.