Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Blaðsíða 11
MÁNUDACUR 30. JANÚAR 2006 11
DV Fréttír
Bubbi meo krullur
Spurning hvort krullur
séu málið fyrir Bubba.
Langflottastur Sveppaklipping
in er nú alltaf sígild.
GRÆIA A SIG
Konungur rokksins á íslandi, Bubbi
Morthens, hefur verið þekktur fyrir flest
annað en að sitja á strák sínum með skoðanir
á hinum ýmsu málum. Það var engin breyt-
ing þar á þegar fyrsta útsending íslenska
Idolsins frá Smáralind fór fram á föstudaginn
var.
Lína langsokkur mætt
Þegar Tinna Björk Guðjónsdóttir hafði
lokið við flutning sinn lýsti Bubbi því yfir að
hann myndi fara í hárígræðslu ef hún kæmist
áfram. Tinna er aðeins sextán ára gömul og
Bubbi ásamt hinum dómurunum gagnrýndu
hana fýrir að velja ekki lag sem hentaði henni
betur sökum ungs aldurs. Tinna svarði þeim
fullum hálsi og sagði: „Viljiði að ég syngi Línu
Langsokk?" Allir keppendur í Idolinu eru í
fjölmiðlabanni og geta því ekkert tjáð sig op-
inberlega á meðan keppni stendur.
Verður minntur á loforðið
„Hann sagði að hann ætlaði að láta græða
á sig hár,“ segir Sigmar Vilhjámsson Idol-
kynnir. „Hann talaði samt ekkert um hversu
mörg hár en sagðist þó ætla að láta græða á
sig."
Sigmari finnst að Bubbi eigi að standa við
stóru orðin fyrst Tinna Björk komst áffarn.
„Auðvitað á hann að standa við þetta. Maður
af hans kalíberi verður að gera það," segir
Sigmar sem ætlar að halda Bubba við efnið,
„Eg mun minna á hann á þetta með reglulegu
millibili."
Þegar blaðamaður DV náði tali af Bubbi
vildi hann ekki tjá sig um málið en sagði: „Þú
verður bara að hafa eftir mér það sem ég
sagði í þættinum."
Flestir dómaramir vom á sama máli og
Bubbi um að Tinna myndi detta úr keppn-
inni. Bubbi sagði: „Þetta er keppni en ekki
meðvirknispítali. Ef þú kemst áffarn fer ég í
hárígræðslu."
Erfið og dýr aðgerð
DV hringdi í þó nokkra lýtalækna til að
spyrjast fyrir um hárígræðslur og þeir sögðu
að slíkar aðgerðir séu ekki framkvæmdar hér
á landi. Ekki vom þeir vissir um verðið en
vom þó allir sammála um að þetta væri erfið
og dýr aðgerð.
Þetta er ekki fyrsta skiptí sem Bubbi kem-
ur með kraftmiklar yfirlýsingar í þáttunum sí-
vinsælu, enda ekki þekktur fyrir að liggja á
skoðunum sínum. Ekki alls fyrir löngu hótaði
Bubbi að hætta sem dómari í þáttunum ef
Guðrún Lára Alffeðsdóttír, eða Nana eins og
hún er kölluð, kæmist ekki áfr am í þættinum.
Nana komst í 12 manna lokahóp og reyndi
því ekki á ummæli kappans.
í þetta skipti er annað upp á teningnum
og verður skemmtilegt að sjá hvort Bubbi
standi við stóm orðin og látí græða á sig hár.
Spennandi verður að sjá hvaða hárgreiðslu
Bubbi velur.
DV ákvað að gefa Bubba nokkur dæmi um
góðar hárgreiðslur sem gætu hentað vel.
asgeir@dv.is
Bubbi flottur m«8 hár Þetta er kannski
ekki svo galin hugmynd hjá Bubba.
Vel slelktur Það myndu nú flestir rokkar-
ar prísa sig sæla með þessa greiðslu.
Bubbl hnakki Ætli það myndi fara Bubba
vel að vera með hnakkagreiðslu?