Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Síða 22
22 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 Sport DV NBA KORFUBOLTINN Eftir langa mæðu kom loksins að því að einhver þorði að taka við villingnum Ron Artest hjá Indiana, sem í síðustu viku var skipt til Sacramento Kings fyrir Peja Stojakovic Hornets áfram í Oklahoma Nú er útlit fyrir að lið New Orleans/Oklahoma City Hornets verði áfram í Oklahoma út næsta tímabil ef marka má fréttir úr stað- arblöðum um helgina. New Orleans-borg varð eins og flestir vita illilega fyrir barð- inu á fellibylnum Katrínu á sínum tíma og enn er mjög langt í að uppbygging á svæðinu verði viðunandi svo rekstur NBA-liðs standi undir sér. Þá hefur Okla- homa City reynst liði Hornets sannkölluð ljóna- gryfja í vetur og hefur gengi liðsins farið langt fram úr væntingum. Það verður þó líklega í höndum David Stern að ákveða hvað verð- ur í framtíðinni, en hann hefur sagt að liðið muni á endanum snúa aftur til New Orleans. Thomas í vandræðum Isiah Thomas, fram- kvæmdastjóri New York Knicks á ekki sjö dagana sæla þessa dagana, því kona nokkur sem starfaði hjá liðinu hefur kært hann fyrir kynferðislega áreitni. Thomas brást hinn versti við þegar málið var höfðað á hendur honum og hélt fram sakleysi sínu. Ekki var það þó allt, því við meðferð málsins hafa komið upp á borðið ásakanir á hendur honum fyrir að reyna að lokka leikmenn andstæð- inga New York á súlustaði í borginni þar sem áfengið ku flæða og stúlkurnar brosa breitt. Thomas'hefur því í mörg horn að líta þessa dagana, því eins og menn vita hefur gengi New York Knicks verið skelfdegt í vetur. Fuglamaður- inn í ruglinu Chris Andersen, leik- maður New Orleans Hornets, var fyrir helgina dæmdur í tveggja ára keppnisbann eftir að hann var fundinn sekur um að hafa neytt eit- urlyfja sem eru á svörtum lista hjá deildinni. Andersen, sem uppnefndur hefur ver- ið „Fuglamaðurinn" fyrir loftfimleika sína og þát- ttöku í troðslukeppninni um stjörnuhelgina, má sækja um leyfi til að fá að spila aftur að tveimur árum liðnum, en hann er fyrsti maðurinn síðan árið 1999 sem er rekinn úr deildinni fyrir eiturlyfjaneyslu. Gömlu samherjarnir hjá Boston Celtics eru orðnir örvæntingarfullir Nauðsynlegar breytingar hjá Minnesota og Boston i (liigi hnÉ * “ Þótt ótrúlegt megi virðast vom margir eigendur í NBA-deildinni á höttunum eftir Ron Artest, sem var búinn að vera á sölulistanum hjá Indi- ana í nokkrar vikur eftir að hafa gefið það út að liðið væri betur komið af án hans. Sú var svo sannarlega raunin eft- ir að Artest sló á útrétta hjálparhönd Larry Bird og félaga sem höfðu staðið við bakið á honum síðan hann átti upptökin af verstu uppákomu í sögu hópíþrótta í Bandaríkjunum. Það varð þó Artest til happs að alltaf er hægt að slá því föstu að einhvers staðar í deild- inni séu örvæntingarfullir eigendur og framkvæmdastjórar sem em tilbúnir að taka áhættu til að hrista upp í liðum sínum. í þetta skipti vom það Maloof- bræður í Sacramento. Bæði skorari og varnarmaður Málið er nefnilega það, að þegar Ron Artest er „í lagi“ er hann einn allra besti leikmaður deildarinnar. öll lið eiga sína skorara og nokkur lið hafa á að skipa sterkum vamarmönnum, en Artest er einn mjög fárra leikmanna í deildinni sem uppfyllir bæði skilyrðin. Hann er fjölhæfúr framherji sem getur Velkominn Larry Bird býöur Peja Stojakovic velkominn til Indiana. skorað fyrir utan og inni í teig og veldur hvaða vamarmanni sem er miklum vandræðum með blöndu af hraða og gríðarlegum krafti, ekki síst eftir að hann bætti á sig hátt í tíu kflóum af vöðvamassa í sumar. Fáir stand- ast honum snúning í vöminni, enda hefur hann nafnbótina vam- armaður ársins í NBA. Breyting til góðs? Stojakovic var fyrir tveimur til þremur ámm almennt álitin besta ' skyttan í NBA-deildinni og þó hann megi muna fífil sinn fegurri vegna meiðsla í vetur, er aldrei að vita nema tilbreytingin verði til að koma honum í gang á ný. Stojakovic er að mörgu leyti algjör andstæða við Artest inni á vellinum, því hann hefúr nú aldrei verið beint þekktur fyrir góðan vamarleik. Forráðamenn Indiana hugsa sér þó gott til glóðarinnar að vera búnir að landa skyttu til að stilla upp með góðum leik Jermaine O’Neal undir körfunni. Það hafði sitt að segja þegar forráðamenn Sacramento ákváðu að leyfa Serbanum að fara frá liðinu, að samningur hans rennur út í sumar. Stojakovic hafði talað um að fara frá félaginu í nokkum tíma, en þegar á hólminn var komið, var hann ekkert æstur í að fara eftir allt saman. Á mottunni? Eigandi Indiana þurfti á sama hátt að sitja langan fund með Ron Artest áður en VwUWta i Numer 93 Treyjan fyrirRon Artest hjá Sacromento Kings var klár fyrir komu vandræðageml- ingsins.Á innfelldu myndinni ræðir hann við fréttamenn fyrir leik Sacramento og Boston. hann féllst á að fara til Sacramento, en hann hefði eflaust geta hugsað sér að fara til annarrar borgar í Kali- fomíu til að huga að rappferli sínum. Það er vissulega ómögulegt að segja til um það á þessari stundu hvort lið- ið fer betur út úr þessum skiptum, en forráðamenn beggja liða anda léttar í bili. Það á svo eftir að koma í ljós hvort draumur Sacramento um að fá til sín mann til að hrista upp í vamarleiknum og bæta við keppnis- hörku breytist fljótlega í martröð. Fari svo ólfldega að Artest hagi sér eins og maður, hefur lið Sacramento klárlega dottið í lukkupottinn, en haldi hann uppteknum hætti eiga stuðningsmenn Indiana eftir að hlæja vel og lengi að þeim fyrir að fallast á skiptin. Mikið má vera ef lok sápuóper- unnar um Ron Artest eiga ekki eftir að hleypa lífi í leikmannamarkaðinn í NBA á ný og fyrir helgina skiptu Boston Celtics og Minnesota Tim- berwolves á sjö leikmönnum með það fyrir augum að hrista upp í lið- um sínum sem hafa átt frekar döpm gengi að fagna í vetur. Þeir Danny Ainge hjá Boston og Kevin McHale hjá Minnesota em mennirnir sem sjá um verslun og viðskipti hjá sínum liðum, en þeir voru einmitt samherjar hjá sigur- sælu liði Boston á sínum tíma. Stærstu trompin í skiptunum voru þau að Boston sendi Jþá Jfticky Davis og Mark Blount til Minnesota í skiptum fyrir þá Wally Szczerbiak og Michael Olowokandi. Bæði lið gætu í sjálfu sér grætt á þessum við- skiptum, því oft þ^r|, hreinlega að stokka upp til að taka næsta skref. Ricky Davis á eflaust eftir að nýt- ast Minnesota vel með fjölhæfni sinni, því hann er mikill sprellikarl sem getur skorað í kippum og er auk þess ágætur varnarmaður. Wally Szczerbiak er fyrst og fremst frábær skytta, en mál manna í Boston er að hann muni henta mun betur til að spila með Paul Pierce en Ricky Davis gerði nokkurn tímann. Eitt er víst, bæði lið þurfa á öllu sínu til að laga stöðu sína í töflunni, ekki síst Minnesota, þar sem orðrómurinn um rifrildi og ósætti þeirra Kevin Garnett og Kevin McHale gerist æ háværari með hverjum deginum. Á bmlnu brmutlnnls Detroit Pistons: Tlu sigurleikir i röð þegar þetta er skrifað. Hvað er hægt að segja um þetta liö? Það slær aldrei met Chicago Bulls yfir flesta sigra á timabili, en er farinn að hlakka til að sjá þetta lið I úrsHtakeppni. Dallas Mavericks: Átta sigrar I röð hérna, sem sýnir kannski hvað gerist þegar þú tekur aumingja eins og Brick Dampier og treður honum á varamannabekkinn þar sem hann á heima. Þetta lið getur unnið hvaða lið sem er, nú þegar allir virðast vera aðná heilsu. J JsjzjJJzjrzjjJiJjjJi CHARLOTTE Charlotte Bobcats: Næsta frétt afþessu liði verður liklega um það að þjálfarinn sé meiddur áhnéog þurfí I uppskurð. Það er ekkert grln fyrir smálið eins og Charlotte að vera án fímm lykilmanna, en þegar Brevin Knight meiddist ofan á allt annað gat maður ekki annað en fundið til með liði sem hefur nú tapað ellefu leikjum Iröð. New Jersey: Þú veist aðþú spilar i lélegum riðli þegar lið- ið þitt tapar fjórum leikjum Iröð og sjö afslðustu tlu, en er samtl toppsætinu. Hjólabúnaðurinn á Kidd er orðinn lú- inn og skorturinn á stórum manni erorðinn eins og hungursneyð. Indiana Pacers:Menn önduðu léttar þegar Artest fór loksins I burtu, en þá brotlenti Jermaine O'Neal og verður frá I að minnsta kosti átta vikur - sumir segja enn lengur. Stojakovic er hollara að fara að finna skotið sitt I hvelli. Denver Nuggets: Liðið hefur unniö átta af síðustu tlu leikjum slnum og var án Marcus Camby nær allan tímann. Það hefði einhverntiman hljómað skringilega, en Camby var búinn að vera bestimiðherjinn IVesturdeildinniáðuren hann meidd- ist og Melo er farinn að skora eins og óður maður. I Ricky Davis og Mark Blount | Fara frá Boston til Minnesota I skipt- Ium fyrir Wally Szczerbiak og Michael I Olowokandi. Nordic Photos/Getty

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.