Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Side 24
24 MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 Lífið sjálft DV Svartir fá frekar krabba vegna reykinga Samkvæmt umfangsmikilli nýrri rannsókn eru svartir lfklegri til að fá krabbamein vegna reykinga en hvítir. í rannsókninni kom fram að svartir og innfæddir Hawaii-búar væru 55% lfldegri en hvítir til að fá lungnakrabbamein ef þeir reykja. Japanir og Bandarflqamenn af spænskum uppruna eru enn ólfldegri og eru í 50% minni hættu en hvítir. Aðrar rannsóknir hafa bent til að krabbamein tengt reykingum legðist mismunandi á kynþættina en engin hefur sýnt jafn afgerandi niðurstöður og þessi n$ega rannsókn. Stoppaðu blóð- nasirnar / ,fc/ Lilja Kjalarsdóttir hefur alltaf hugsað vel um heilsuna. Hún æfir fótbolta með Stjörnunni auk þess að vera ein af glæsilegustu fitnessdrottningum landsins. Lilja segist ekki hafa mikla trú á megrunarkúrum sem nú tröll- ríða íslensku samfélagi þar sem þeir séu einfaldlega skyndilausnir. Horfa verði til lengri tíma og gera líkamsrækt og hollan mat að lífsstíl. Hallaðu höfðinu fram. Klemmdu nasirnar saman. Haltu í 15 mínúturog and- aðu í gegnum munninn. Bleyttu klút í köldu vatni og settu yfir nefið á meðan. Passaðu að höfuðið sé í hærri stöðu en hjartað næsta sólarhringinn. Bíddu með að snýta þér í sólarhring. Ekki lyfta neinu þungu eða mæta í ræktina fyrr en 24 tímum eftir að blóðnasirnar hætta. J . „Ég hef alltaf verið í iþróttum og var ofvirk sem krakki," segir Lilja Kjalarsdóttir knattspyrnu- og lflcamsræktarkona. Lesendur þekkja Lilju ef til vill úr auglýsing- um Gym 80 í sjónvarpinu enda svakalegar myndirnar af henni þar. Lilja segist hafa æft fótbolta, sund og handbolta um tíma en hún hafi fljótlega gert sér grein fyrir að hún yrði að velja á milli. Arið 2001 hóf hún að æfa fyrir fit- ness og lenti í öðru sæti í sinni fyrstu keppni. „Það höfðu margir reynt að ýta mér út í þetta því fólki fannst ég ekta manneskja í þetta sport,“ segir Lilja og bætir við að hún hafi strax fengið bakteríuna og byrjað að æfa stíft auk þess að' spila fótbolta með Stjörnunni. Mikill sælkeri Það er því nóg að gera hjá Lilju. Auk íþróttanna er hún að klára líf- efnafræði í Háskóla íslands og stefnir á doktorsnám í Bandarflcj- unum að prófinu loknu. „Ég get eiginlega ekki hugsað mér lífið án hreyfingar en passa samt að láta þetta ekki fara út í öfgar og held til dæmis alltaf nammidögunum inni enda mikill sælkeri," segir Vatíð fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi MinnistöfUir FOSFOSER MEMORY - og söluaðili sími: 551 9239 .birkiaska.is Birkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN hún. Þegar Lilja er beðin að út- skýra týpískan dag fyrir keppni segir hún daginn byrja um klukk- an sex með klukkustundar til tveggja tíma brennslu áður en hún mætir í skólann. „Vanalega fæ ég mér að borða klukkutíma eftir æfingu og reyni að borða á tveggja tíma fresti og held mér við 1300-1500 kaloríur á dag nema á laugardögum. Þá fæ ég mér það sem ég vil. Á kvöldin lyfti ég svo í klukkutíma." Giftir sig í sumar Þrátt fyrir velgengni í fitness- keppnum hefur Lilju aldrei tekist að næla í fyrsta sætið. Keppnin í ár er því síðasti séns þar sem hún er á leiðinni út. Fótboltinn hefur hingað til verið í fyrsta sætinu og Lilja er ekki ákveðin hvort hún ætli að taka þátt í Galaxý-fitness- keppninni í vor. „Ég hef verið að gæla við hugmyndina en ég veit ekki hvort ég get púslað þessu öllu saman," segir hún en Lilja er ákveðin í að halda áfram að æfa bæði fótbolta og fitness í Banda- rflcjunum. Hún hafði ætlað sér að taka eitthvað af grunnnáminu úti og reyna þá að fá skólastyrk í I gegnum fótboltann. „Þegar ég byrjaði að æfa kynntist ég hins vegar kærastanum mínum og breytti því áætlununum og sé alls ekki eftir því í dag." Sá heppni heitir Svavar og er einkaþjálfari en þau Lilja ætla að gifta sig í sumar. Vigtin skemmir fyrir Þegar Lilja er beðin um ráð handa okkur hinum sem gefumst alltaf upp í ræktinni segir hún nauðsynlegt að fara ekki of geyst af stað. „Þegar maður er að byrja er nauðsynlegt að fá góð ráð og prógramm sem er ekki of stíft svo maður gefist ekki upp. Einnig má ekki horfa á vigtina því það er mjög algengt að þyngjast fyrst um sinn þegar vöðvarnir eru að taka við sér. Best er að æfa með einhverjum og náttúrulega að fjárfesta í einkaþjálfara til að læra að beita líkamanum rétt," segir hún. Gott að sjokkera líkamann Lilja segist reyna að borða holl- an mat en þar sem hún æfi mjög mikið verði hún að passa sig að borða nóg. „Þegar maður æfir mikið má ekki borða of lítið því þá á maður á hættu að komast í ofþjálfun og keyra lflcamann út. Ég tek einnig kreatín og fæðubótar- efni frá AST og fæ mér eitthvað gott einu sinni íviku, eins og ham- borgara, pizzu eða KFC því ef maður keyrir alltaf á sama matar- æðinu venst lflcaminn því og mað- ur nær ekki jafn góðum árangri." Lilja segir mataræði og lflcams- rækt afar einstaklingsbundið en að hennar reynsla sé að það sé gott að sjokkera lflcamann annað slagið, þá þá telji hann ekki að um svelti sé að ræða og haldi því ekki jafn fast í fituna. Megrunarkúrar eru skyndilausnir Aðspurð segist Lilja ekki hafa mikla trú á þessum megrunarkúr- um sem nú virðast tröllríða ís- lensku samfélagi. „Þessir kúrar virðast virka fyrir suma og eru góðir til að koma fólki af stað. Að mínu mati eru þetta samt skyndi- lausnir, fólk ætti að horfa til lengri tíma og breyta um lífsstíl en þá er nauðsynlegt að öll fjölskyldan taki þátt til að styðja hvert annað." indiana@dv.is Sigrastu á andvökunni Foröastu koffeinið Eftir hádegi verður koffein að vera á bannlista. Koffein finnst að sjálfsögðu ( kaffi en einnig (tei, súkkulaði og kóki. Lestu innihaldslýsingamar. Enga lltia lúra Sama hversu þreytt/ur þú ert yfir daginn, ekki leyfa þér að halla aftur augunum þótt ekki sé nema f nokkrar mtnútur. Farðu í heitt bað Slakaðu á vöðvunum og róaðu þig niður f heitu freyðibaði rétt fyrir svefninn. Kveiktu á kertum og hlustaðu á róandi tónlist Lestu bók Reyndu frekar að lesabók en horfa á sjónvarpið. Sjónvarpið krefst athygli og heldur þér þvf vakandi. Endurhannaðu svefnherbergið Hvað geturðu gert til að gera svefnher- bergið aðeins huggulegra? Er nógu dimmt? Hvemig er hitastigið? Er her- bergið kósf og hreint? Eru föt úti um allt? Engar áhyggjur Kvöldin eru sá tfmi sem allar áhyggjur eru hreinlega á bannlista. Þú getur velt þér upp úr hverju sem er á öllum öðrum tfmum. Ekki eyða nóttinni f aö velta þér f rúminu og upp úr þvf hversu erfitt Iffið er. Þegar þú ertf rúminu ertu ein- faldlega ekkiá vakt Reyndu að tengja rúmið við svefn. Komdu upp rútínu Gerðu alltaf sömu hlutina áður en þú leggst upp f rúm. Farðu f bað, gakktu úr skugga um að gluggar séu lokaðir. Tann- burstaðu þig og lestu tvær blaðsfður áður en þú ferð f rúmiö. Teldu kindur Með þvf að telja róarðu þig niður og dá- leiðir þig jafnvel. Reyndu að fmynda þér einfaldar verur sem þú verður leið/ur á og sofnar út frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.