Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2006, Síða 33
Menning DV MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 2006 33 Sólrún Bragadóttir er komin heim og verður með tónleika í Salnum annað kvöld þar sem hún flytur efnisskrá frá hinni frægu söngkonu Jenny Lind. Með henni eru á palli Anna Guðný undirleikari og Thomas Lander barítón. Sönpr næturgalans Róska Annað kvöld kl. 20 verða þau Sól- rún Bragadóttir sópran og sænski barítónsöngvarinn Thomas Lander ásamt Önnu Guðnýju Guðmunds- dóttur píanóleikara með söngtón- leika í hinni virtu Tíbrár-tónleikaröð íSalnum. Eftiisþráður tónleikanna er sveigður utan um þau Jenny Lind, sænsku sópransöngkonuna sem fékk viðumefnið Næturgalinn, og danska skáldið H.C. Andersen. Söngvar, aríur og dúettar eftír tón- skáld þeirra tíma sem Jenny Lind hafði á eftússkrá sinni verða fluttír. Allt efití sem sem gerði hana dáða og virta. Má þar til dæmis neftia hlut- verk Amaliu úr óperunni I Masnadi- eri sem Verdi samdi sérstaklega fyrir hana og einnig Normu eftir BelJini sem jafnframt er hennar þekktasta Jtíutverk. Einnig lög eftír Josephsson, Berg, Grieg, Lindblad, Mendelssohn, Schumann og aríur og dúettar eftir Haydn, Meyerbeer og Donizetti. Dagskráin gefur þannig einstaka innsýn í efrtísval hinnar þekktu og dáðu söngkonu og tíðaranda sem sjaldan heyrist talað um. Sú fræga kona Jenny Lind byrjaði mjög ung að syngja á sviði og dró sig í Jtíé ung, aðeins 29 ára gömul. Á þessu stutta tímabili söng hún fjölda ftíutverka, meðal annars Normu, Luciu di Lammemoor, Paminu, Greifaftúna, Susönnu og Donnu önnu til að nefna nokkur. Hún gaf leikhúsið upp á bátinn er hún trúlofaðist manni sem krafðist þess. Trúlofunin fór þó út um þúfúr en hún sneri ekki aftur til fyrri starfa á sviði en hélt áfram að syngja á tónleikum fram eftir öllum aidri. Bæði söng hún sólótónleika, með öðrum söngvurum og sem sólisti á Oratoríutónleikum. Hún giftist sér yngri manrtí, Otto GoldscJimidt píanóleikara, Jtíjóm- sveitarstjóra og tónskáldi. Þau unnu mikið saman sem tónlistarmenn. Með honum fluttíst hún til Eng- lands, eignaðist með honum þrjú böm og bjó þar tii dauðadags. H.C. Andersen féll í stafi þegar hann heyrði rödd hennar í fyrsta l sinni og reyndi upp frá því að ná ást- um hennar. Ekkert varð þó úr ósk hans um ástarsamband þar sem söngkonan endurgalt ekki tflfinning- ar hans, en þeirra samband varð að góðu vinasambandi í gegnum árin. Eitt af hans þekktu ævintýmm, Næt- urgalinn, skrifaði skáldið með Jenny í huga. Enda festíst næturgalanafnið fljótt við hana. Áhrif hennar á sam- tímann vom gífurleg og talað um Jenny Lind-æði! Til • vom jafnvel Jenny Lind-dúklcur sem í dag em metnar á offjár. Sólrún komin heim Sólrún er í hópi okkar þekktustu söngvara en hefur um árabil starfað erlendis. Hún kemur nú ásamt sænska barítón- söngvar- anum Thomasi Lander og Önnu Guðnýju Guð- munds- dóttur, og saman flytja þau þessa for- vitnilegu og spennandi efitísskrá. Sólrún er lýriskur sópran. Hún hefur starfað víða: við Pfaíz-leikhús- ið í Kaiserslautern vann hún í þrjú ár. Eftir það við Staats-leikhúsið í Hannover í fjögur ár. Hún hefur komið fram í Ríkisópemnni í Bæj- aralandi, ópemm vítt og breitt: Bremen, Kiel, Kassel, Heideilberg, Karlsruhe, Mannheim, Bem, Avignon, Belfast, Reykjavík, Liége og Tsuyama-hátíðinni í Japan. Þess utan hefur Sólrún sungið fjöldann allan af tónleikum og komið fram í sjónvarpi og útvarpi. Síðustu verkefhi hennar vom orator- ían CJuistus am ölberge og Requiem eftir Fauré í Heilagsandakirkju í Höfn, á nýjárstónleikum; í upp- færslu á leik/söngstykki um H.C. í'm Hin dáða söng- $#?• IJjl kona nltjándu i- Sp aldarJenny Lind. 'r.-v., »;.-:•. . 1 Anna Guðný a 1 og Sólrún við 1 æfingar í Saln- lum. Jenny Lind; á Grieg-hátíðinni í Osló og á síðustu jólatónleikum Fílhcirm- omunnar. Sólrún hefur ásamt Sig- urði Flosasyni saxófónleikara stofh- að dúó sem á spennandi verkefni fyrir höndum, meðal annars á Lista- hátíð í Reykjavík í maí næstkomandi. Með barítón sem gest Thomas Lander kom fyrst fram opinberlega sem Álmaviva-greifi í Hamborgar-ópemnni. Hann starf- aði við Alþýðuópemnna í Vín og við Ópemna í Neðra-Saxlandi í Hannover. Hann söng sem gestur í Óperuhúsinu í Bremen og Gártherplatz-leikhúsinu í Munchen og víðar. Thomas hefur sungið í Bolzano, Rovigo og Trento á Ítalíu og á Áix-hátíðimtí í Provence og Ópem- mbm mmmam Allir litir hafsins voru kaldir en aflið er glóandi: smíðum meira Lokaþátturinn í fínu lagi Brotabarnið og götudreng- urinn Jón Sæmundur í hlutverki ógæfumannsins. í síðasta þættínum af Öllum lit- um hafsins batt Anna Theódóra saman nokkra af þeim þráðum sem vom í flækju í öðmm þættinum. Eins og við mátti búast í krimma af þessu tagi féllu öll vötn í eina átt í þriðja þættinum en út stóðu endar: hvað varð um lyktir í gátunni um grærtíensku múmíuna? Ekki lauk sögunni um erfingja Júlíusar. Sími hinnar ógæfusömu stjúpu Ara kom aldrei meir til sögu. Ekki lauk heldur sögunni af Gilla. Hér var því saman komið meira efhi en þriggja þátta röð bar í rauninni. Eftir standa Nú er sagt að fátt sé erfiðara en draga saman marga þræði í sögu af þessu tagi. Sýningin á öllum litum hafsins (sem ég minnist ekki að titillinn hafi verið útskýrður einu sinni í öllum þáttunum) sannar á t eftirminnilegan hátt tvennt: efni af Ríkissjónvarpið og AX ehf:Allir litir hafsins eru kaldir - loka- þáttur. Handritshöfundur og leikstjóri: Anna Th. Rögnvaldsdóttir Tökumaður og framleiðandi: Ólafur Rögnvaidsson Klipping: Elísabet Rónaldsdótt- ir og Viðar Víkingsson Hljóð: Bíóhljóð. ★ ★★★ Sjónvarp þessu tagi geta íslensk smásprota- fyrirtæki gert þannig að sómi er að, jafnvel gæti myndin átt erindi á er- lendar stöðvar, og svo hitt að þolin- mæði þrautir vinnur allar. Það er arek að önnu og Ólafi Rögnvaldar- börnum skyldi takast að koma verk- inu saman við þær aðstæður sem hér hafa verið um langt skeið í framleiðslu og fjármögnun efnis af þessu tagi. Og það með svo miklum gæðum sem raun bar vitni. Lofsverður árangur Hvað stóð upp úr hér? Anna setur saman sögu sem á endanum kemur áhorfanda á óvart. Allur stíll verksins er laus við það yfirlýsta sjónvarpsseríubragð sem sótt er í algengustu iðnaðarvöru af þessu tagi: tökustaðir eru Ijölbreyttir, framgangur sögunnar er á nokkrum plönum sem gerir meiri.kröfur til áhorfanda en almergt gerist í serí- um af þessu tagi. Leikur er á nokkrum stöðum full stífur og fas persónanna nokkuð þumbaralegt. Búningar og geryi eru fyrsta flokks, Jtíjóð og tónrás sömuleiðis. Þetta var semsagt vel gert. húsinu í Lyon. í Sviþjóð hefur hann sungið víða Folkóperunni, Láckö-há- tíðinni, Musikteater í Málmey, á Drottning- hólmi og Norrlandsoper- an í Umeá. Thomas Lander hef- ur sérstakan áhuga á þýskum ein- söngslögum og haldið tónleika í Þýskalandi, íslandi, ísrael, Austur- rfld, Svíþjóð, Sviss og á Spáni. Anna Guðný hefur komið fram sem einleikari, m.a. með Sinfómu- Jtíjómsveit íslands. Hún hefur um árabil verið píanóleikari Kammer- sveitar Reykjavíkur, ferðast víða með henni og leikið inn á ijölda Jtíjóðrita og hljómdiska, m.a. íslenska píanó- konserta. Anna hefur komið fram á tórtíeikum víða í Evrópu en einnig í Bandaríkjunum, Japan og Kfna og i leikið þar inn á fjölda hljómplatna og j diska. Hún kenndi við tórtíistardeild : Listaháskólans í Reykjavík frá stofn- j un hennar 200 L til vors 2005, en j haustið 2005 var hún fastráðin sem píanóleikari Sinfóníuhljómsveitar íslands. Ótrúlegt og sorglegt að meiri- hluti íslenskra listamanna í denn hafi verið svona miklir bölvaðir rónar. Mín skoðun er sú að hæfi- leikaríkur listamaður, sem ekki get- ur drullast til að koma list sinni fyrir framan augu fjöldans vegna per- sónulegrar vesældar, sé engu betri en hæfileikalítill listamaður sem ekki er þverfótað fyrir. Það sem skil- ur þá hins vegar að er, að eftír að sá hæfileikaríki er fallinn frá, þá geta hinir eftirlifandi uppgötvað hann. Þá skapast einmitt kjöraðstæður fyrir viðkomandi listamann, því þá er hann eldd lengur á h'fi og getur því ekki eyðilagt neitt fyrir sjálfum sér lengur. Þá taka við gamlir vinir og listfræðingar sem skapa lista- manninum nýtt og spennandi orð- spor, hjúpað ómótstæðilegri dulúð. Sá hæfileikalausi gleymist hins vegar. Myndin um Rósku rekur ævi hennar sem listamanns. Hún fædd- ist um 1940 og fór um tvítugt í list- nám til Rómar og dvaldi á ítah'u að mestu til dauðadags. Þar tók hún þátt í félagsstarfi kommúrtísta og anaridsta, auk þess að fást við myndhst og kvikmyndagerð. Sem listamaður náði hún aldrei frægð á ftah'u en varð fljótt umtöluð hér heima á litla klakanum. Hér spruttu fram miklar ritdeilur og læti þegar hún kom hingað til að halda sýn- ingar. Hún gerði hér einnig kvik- myndina Sóley sem hlaut slæmar viðtökur og fór illa fjárhagslega. Þær Ásthildur Kjartansdóttir og Róska Sýnd á Shorts and Docs i Tjarn- arbiói. Leikstjóri: Ásthildur Kjartansdóttir. Handrit: Lóa Al- dísardóttir. Rikissjónvarpið 29. janúar 2006 Hvað þýðir það? Nú standa íslenskar sjónvarps- stöðvar í fyrsta sinn frammi fyrir þeirri spurningu: hvað er hægt að gera? RÚV-liðið er nú komið með samstarfsfyrirtæki sem gæti gert eina svona seríu á ári. Þar á bæ ættu menn að gera þróunarsamning við Önnu og Olaf þegar í stað: koma í gang teymi sem ynni með henni að þremur, fjórum sögum, reyna á norrænu böndin og fá norrænar stöðvar með, þreifa fyrir um sam- framleiðslu í Þýskalandi. Það er logi í aflinum og smiðir á staðnum. Þá er að hamra járnið. Páll Baldvin Baldvinsson, ★ ★★ ,"/T Sjónvarp Lóa Aldísardóttir kjósa að fjalla að mestu urn persónu Rósku og einka- líf. Áherslan er lögð á líf hennar á Ítalíu og margir vinir hennar þaðan tjá sig um samskipti sfn við hana. Úr þessu viðtalsbromm er máluð mynd af skemmtilegri og „vflltri“ týpu sem lifði samkvæmt hugsjón- um '68-byltingarinnar og sætti sig ekki við „borgaraleg" gildi osfrv. Það má segja að landið sem hún valdi sér að búa í hafi átt mjög vel við heiuiar karakter og tíminn var lflca hárréttíu. Á sjöunda áratugn- um geisaði nefttílega mildl ólga á ítah'u og Róska valdi að búa við torgið þar sem mesm lætin fóru fram. En svo tekur tragedían við. Átt- undi áratugurinn ber með sér eitur- lyf og byssur. Hið bóhemfska líf Rósku og vina hennar tekur sinn toll. '68-kynslóðinvaknarviðvond- an draum og klæðir sig í jakkafötin. AUir nema Róska sem neitar að vakna. Það er kannski helsti galli þess- arar myndar að við fáum h'tið að sjá af list Rósku og getum því lítið dæmt um hvernig listin speglaði líf hennar. Ég hafði það á tilfinning- unni að það ætti í raun að vera tfl- gangur myndarinnar. Fyrir vikið eru brögð að því að myndin verði helst til langdregin. En það breytir ekki því að Ást- hfldi Kjartansdóttur, sem gerði áður hina frábæru mynd „Noi og Pam og mennimir þeirra“, hefur aftur tekist að segja okkur sögu sem á eftír að koma upp í hugann um ókomna tíð. Siguijón Kjartansson Áðurbirt 27. maí2005 ið m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.