Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2006, Blaðsíða 16
EINN. TVEIROG ÞR1R21.345 Sport DV mtimi Ný þjónusta við flokkun og endurvinnslu! Nú geta íbúar á höfuðborgarsvæðinu fengið sérmerkta endurvinnslutunnu hjá Gámaþjónustunni hf. sem m.a. tekur við öllum pappír heimilisins, dagblöðum, tímaritum, umslögum, skrifstofupappír og pappa, fernum, plast- umbúðum og málmum. Einfalt í framkvæmd: Allur pappír og bylgjupappi má fara beint í tunnuna en fernur, málmar og plast fari í aðskilda poka í sömu tunnu. Mánaðargjald fyrir hverja tunnu er 990 kr. og tæmt verður á fjögurra vikna fresti. / Endurvinnslutunnuna er hægt að panta í síma 535 2510, á netfanginu gamar@gamar.is og einnig á heimasíðu Gámaþjónustunnar hf. . www.gamar.is Komið verður með tunnur heim til viðtakenda. GÁMAMÖNUSTAN HF. BÆTT UMHVERFI - BETRIFRAMTÍÐ Sími: 535 2500 • gamar@gamar.is • www.gamar.is Argentínumaðurinn Diego Milito skoraði fernu i ótrúlegum 6-1 sigri Real Zaragoza á stórliði Real Madrid i undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar i fyrrakvöld. Fyrir leikinn höfðu leikmenn Real unnið sjö leiki i röð. Þetta yar næstum ullkoni rjógurra marka maður Diego Milito fagnar einu fjög- urra marka sinna gegn Real Madrid í fyrradag. Roberto Car los og Iker Casillas vita varla i hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Þjálfari Real Zaragoza, Victor Munoz, trúði vart eigin augum er hann horfði á lið sitt gjörsigra stór- veldi Real Madrid með sex mörkum gegn einu í fyrrakvöld. Liðin áttust við í fyrri viðureign sinni í undanúr- slitum spænsku bikarkeppninnar og þó svo að leikmenn Real geti huggað sig við það að eiga heimaleikinn eft- ir verður það að teljast afar ólíklegt að þeir komist alla leið í úrslitaleik- inn. „Þetta jaðraði við fullkomna knattspyrnu," sagði Munoz. Ótrúlegar 20 mínútur Argentínumaðurinn Diego Milito átti stórleik og skoraði fyrstu fjögur mörk Real Zaragoza, þar af þrennu á 20 mínútna leikkafla í fyrri hálfleik. Julio Baptista klóraði í bakkann undir lok fyrri hálfleiks en eftir að Milito bætti við fjórða markinu snemma í síðari hálfleik var ljóst í hvað stefndi. Hinn framherji liðsins, Brasilíumaðurinn Ewerthon, bætti svo við tveimur mörkum en þeir hafa samanlagt skorað 32 mörk fyrir liðið í öllum keppnum á yfirstand- andi leiktíð. Real Zaragoza gerði sér lítið fyrir og sló út Barcelona í fjórðungsúrslit- um keppninnar en það var fyrsti tapleikur Börsunga í nítján leikjum. Þar að auki skoruðu leikmenn Zara- goza fjögur mörk á aðeins tólf mín- útum í leik gegn Real Betis um síð- ustu helgi en leiknum lauk með sigri Zaragoza, 4-3. En fyrst og fremst virðist Zara- goza vera sterkt bikarlið en liðið hef- ur unnið bikarkeppnina tvisvar á síðustu fimm árum - þar á meðal vann liðið Real Madrid í úrslitaleikn- um árið 2004. Þá lék einn Milito með liði Zara- goza en það var reyndar varnarmað- urinn Gabriel Milito sem er yngri bróðir Diego. Hann hefur verið hjá liðinu í tvö og hálft ár en Diego kom til liðsins í sumar frá ítalska liðinu Genoa. Einföld og snögg knatt- spyrna „Ég er í skýjunum. Þetta var stór- kostlegur sigur,“ sagði Diego Milito. „Þetta var einstakt kvöld fyrir mig. Ég hafði aldrei leyft mér að dreyma um að skora fjögur mörk í einum leik, hvað þá gegn Real Madrid. Við lékum einfalda og snögga knatt- spyrnu en þrátt fyrir þennan góða sigur getum við ekki leyft okkur að slaka á fyrir næsta leik.“ Lopez Caro, þjálfari Real Madrid, tók í sama streng og sagði að ekki væri öll nótt úti enn. „Aðeins heiglar segja að þessu einvígi sé lokið. En við erum með stolt og virðingarvert lið sem er þar að auki skipað hæfi- „Aðeins heiglar segja að þessu einvígi sé lokið." leikaríkum leikmönnum," sagði Lopez Caro sem neitaði að gagnrýna sína menn fyrir frammistöðu sína í leiknum en hann stillti upp sínu sterkasta liði. „Ég er stoltur af mín- um leikmönnum, sérstaklega núna. Zaragoza spiluðu frábæra knatt- spymu og voru langt um betri í leiknum." Fyrir leikinn hcifði Real Madrid unnið sjö leiki í röð í ölium keppnum. Uppskrift handa Wenger Arsene Wenger hefur örugglega pantað upptöku af leiknum þar sem Arsenal mætir Real Madrid í 16 liða úrslitum meistaradeildarinnar þann 21. febrúar. Þrátt fyrir að Zaragoza hafi sex sinnum orðið spænskur bikarmeist- ari, einu sinni Evrópumeistari bikar- meistara og einu sinni UEFA-bikar- meistari hefur liðið aldrei fagnað sigri í spænsku deildinni. Og það verður nær örugglega ekki tilfellið í ár en liðið er hins vegar á góðri leið með að tryggja sér sjöunda bikar- meistaratitilinn. eirikurst@dv.is Fimm íslenskir skíðamenn keppa í Tórínó Ólympíuleikarnir settir í kvöld í kvöld verða vetrarólympíuleik- arnir settir í Tórínó á Ítalíu og hefst setningarathöfnin klukkan 19. Að þessu sinni verða fuUtrúar fslands fimm skíðamenn, þau Kristinn Ingi Valsson, Kristján Uni Óskarsson, Sindri Pálsson, Björgvin Björgvins- son og Dagný Linda Kristjánsdóttir. Þar að auki verða fimm aðrir í ís- lenska hópnum, þjálfarar og farar- stjórar. Framundan eru rúmar tvær vik- ur af keppni í hinum ýmsu vetrar- greinum en ólympíuleikunum verða gerð góð skil í Ríkissjónvarp- inu og á Eurosport. Áhugi íslend- inga á ólympíuleikunum hefur ekki verið mikill en sjónvarpið sýndi til að mynda lítið sem ekkert frá síð- ustu vetrarleikum. Nú eru forsend- urnar aðrar og munum við á DV Sport gera keppni á leikunum góð skil og fylgjast þá einnig vel með ís- lensku keppendunum. Bretar hafa eins og íslendingar ekki haft mikinn áhuga á ólympíu- leikunum en þeir hafa aldrei átt fulltrúa á verðlaunapalli í alpa- greinum á ólympíuleikunum. Nú binda þeir vonir sínar við 27 ára gamlan Skota, Finlay Mickel, sem hefur náð góðum árangri í bruni að undanförnu. Annar skoti, Alain Baxter, varð reyndar þriðji í keppni í svigi í Salt Lake City fyrir fjórum árum og var hampað sem hetju í heimalandi sínu í sex daga. Þá fékk hann símtal þar sem honum var til- kynnt að hann hefði fallið á lyfja- prófi og var árangur hans þurrkaður út. Mældist hann með nanógramm af ólöglegu efni í sýni sem hann hafði gefið. Hann mætir aftur til leiks nú en er skiljanlega frekar bit- ur. „Fyrir mér er þetta bara eins og hvert annað mót," sagði Baxter.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.