Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2006, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2006, Blaðsíða 31
DV Siðasten ekki sist FÖSTUDAGUR 7 0. FEBRÚAR 2006 31 Spurning dagsins Hvað finnst þér um að Viggó Sigurðsson sé hættur að þjálfa landsliðið? Fyrst hann er hættur vil ég fá Atla Hilmarsson „Ég er ekki sáttur því hann stóð sig eins og hetja. Mér fannst illa komið fram við hann. En fyrst hann er hættur vil ég fá Atla Hilmarsson til að þjálfa í staðinn." Helgi Jónasson nemi. ■1 r ^ l KuBhkp „Mér fannst hann ekki nógu góður. Hefði hann valið Dura- nona hefði ég stutt hann. Annars held ég að þeir hafi gott afþvi að fá ferskt blóð í þetta." Ásgeir Aðal- steinsson nemi. , „Þetta skiptir mig af- skaplega litlu máli. Hann var svo sem ágætis- þjálfari en mér finnst það bara fínt að fá nýtt blóð í þetta." Salvör Þóris- dóttir stuðn- ingsfulltrúL/ „Mér finnst það bara hræðilegt. Ég skil ekki af hverju hann hætti en menn þurfa bara að halda áfram Ásta Gunnars- dóttir nemi. „Það var gott hjá honum að hætta. Mér fannst hann fínn þjálfari og kannski á maður eftir að sakna hans." Laufey Ásta Guðmunds- dóttir nemi. Viggó Sigurðsson sagði upp samningi sínum vegna ófullnægjandi kjara. Mörður um móðgaða þingmenn „Yðar einlægur var í hádeginu í dag sakað- ur \im griðrof og gott ef ekki þjófnað í of- análag - og um það sameinuðust fjórir móðgaðir þingmenn úr jafnmörgum stjórnmálaflokkum. Tilefnið var nýtt frumvarp frá mér og fimm öðrum Samfylking- armönnum um flutningsskyldu og flutningsrétt í samskiptum fjölmiðils og dreifiveitu - ef það yrði að lögum væri tryggður hagsmunalegur aðskUnaður þessara atvinnugreina. Þá kæmu upp mál einsog um Enska bolt- ann og ADSL-tengingar í sumar leið, áskrifendur að Digtal-ís- land gætu horfi á Skjá einn gegn- um afruglarann og þeir sem eru með Breiðbandið frá Sim- anum gætu keypt sér áskrift að til dæmis Sýn og fengið meistara- deildina gegnum breið- bandið sitt.“ Ms uppa- Sátt rofin? „Hin stóru orð frá þeim Hjálmari Amasyni, Guð- laugi Þór Þórðarsyni, Magn- úsi Þór Hafsteinssyni og Kol brúnu Halldórsdóttur féllu ekki út af efni frumvarpsins - um það virtust þau öll sam- mála! heldur var ráðist að flutningsmönnum af þvi þeir hefðu með einhverjum hætti „rofið sátt“ um málefni fjölmiðla og tekið sig og flokk sinn út úr „fjölmiðla- hópi“ sem nú væri að störf- um. Ennfremur var fundið að því að frumvarpið byggð ist efnislega á niður- stöðum fjölmiðla- nefndarinnar síðari, en skýrsla hennar er nú bráðum ársgömul, kom út í aprílbyrjun í fyrra.“ Fáránleg koma „Þetta er auðvitað út í hött. Enginn „ fj ölmiðláhópur “ er að störfúm um lagasmíð þannig að einhverskonar verk- bann skapist hans vegna um málflutning á alþingi. Tveimur lögfræðingum hefúr vissulega verið falið að undirbúa frumvarp eða frumvörp í þessa veru af hálfu menntamálaráðherra, og stjórnarandstöðuflokkarnir hafa góðfúslega orðið við óskum um að vera til ráðgjafar í þeim efn- um. Það var gert án nokkurra skilyrða og bindur auðvitað ekki hendur eins né neins um eigin þingmál. - Og frumvarp okkar um flutningsskyldu og -rétt byggist á skýrslu fjölmiðla- nefndarinnar frá í apríl.“ Engin ástæða til mógunar „Engin dul er á það dregin í greinargerð með frumvarpinu heldur þvert á móti prentaðar þar orðréttar helstu niður- stöður skýrslunnar um þetta efni, og starfi nefndarinnar hampað sem grundvelli vænt- anlegrar löggjafar. Engin ástæða til móðgunar þar eða ásakana neinskonar. Við hefðum kannski átt að birta líka nöfn nefhdar- manna? Hér eru þau: Karl Axels- son lögfræðingur, Kristinn Hallgrims- son lögfræðingur, Hanna Birna Kristjánsdóttir frá Sjálfstæðisflokknum, Pétur Gunnarsson frá Framsóknar- flokknum, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir frá Samfylkingunni, Kolbrún Halldórsdóttir frá Vinstri hreyfingunni - Grænu framboði og Magnús Þór Haf- steinsson frá Frjálslynda flokkn- um. Honni soit qui mal y pense, einsog þar stendur.“ Mörður Árnason alþingismaður ritar á mordur.is Vigdís Grímsdóttir segir slmaat virðast veita ótrúlega mörgum djúpa ánægju. „Ég veit hver þú ert og hvað þú ert að gera" Það virðast ótrúlega margir hafa mikla og djúpa ánægju af því að gera símaat - sem er auðvitað bráðskiljanlegt - af því að það er ágætis dægrastytting ef maður hefur ekkert betra við tímann að gera og þá ekki síður ef maður hefur alið þann draum sér við brjóst að verða einhvemtímann leikari og fá að leika í dramatísku hrekkjusvínsleikriti. í símaatinu getur maður notið beggja þessara möguleika - að drepa tímann og leika - fyrir utan að auðvelt reynist að kalla fram afar ólíkar hliðar per- sónuleikans; en hver það er sem fær að njóta sín hverju sinni, fer náttúrlega eftir því hver tilgangur símaatsins er. Maður getur til að mynda, í sama símaati, fengið útrás fyrir alls kyns aðskiljanlegar náttúmr og ónátt- úrur þess utan sem maður getur líka dillað blíðlega hinum yndislegri eða óyndislegri hvötum. Manni er Lflca aldeilis létt um vik á þessum síð- ustu og bestu; maður hringir bara úr óskráðum síma og byijar svo að hamast við að villa á sér heimildir. Það að villa á sér heimildir er ekki síð- ur hægt með alls konar einföldum leiðum á net- inu og svo auðvitað í ýmsum gerðum skáldskapar, einsog allir vita, en einhvemveginn virðist iðjan einfald- lega verða ennþá meira spennandi með símtólið eitt að vopni. Að minnsta kosti finnst sumum það. Verknaðurinn virðist nefnilega verða raunverulegri: maður er nálægari „fómarlambinu“ þótt maður sé langt í burtu, getur með léttum leik ímyndað sér að maður sé rétt hjá, hími kannski á hæðinni fyrir neðan eða ofan, jafnvel í húsinu á móti, eða í næstu götu: maður getur ímyndað sér allt og er næsta ömggur að leika sér við fólk og að fólki án þess að það viti að þetta er maður sjálfur, heill og hálfúr, og umfram allt ömggur í krafti leyndar og leiks - enda þótt númerið komi upp á allra nauðsynlegustu stöðum einsog til dæmis hjá öll- jjMað- u* getur til að í sama ss«i »áegœa ,... VUmo«efeeð" mogulegum \ hvÖtuin» og omöguleg- um deildum lög- reglunnar. En það er nú sennilega einmitt það sem fólk veit kannski ekki (þótt furðulegt sé) þegar það setur upp leynisvipinn sinn, kalfar fram litla leynimanninn sinn, smokrar sér úr sínu venjulega hlutverki og í hið óvenjulega og byrjar að munda símann sinn í felum úti í skoti þegar enginn sér. Kannski veit fólk alls ekki að það er alltaf einhver þama úti sem veit hvað er í gangi, einhver þama úti sem veit að sæta litla kisulega röddin sem segir orðrétt: „varaðu þig, þú ert aldrei ein á ferð," er ekkert sérlega kisuieg heldur gróf og dimm - já, kannski veit símaatarinn ekki að þessi ein^ hver þama úti sem hlustar - veit mætavel hver hann er, veit hverju hann leynir, veit hvar og hvers vegna hann er að þessu kisulega nuði og nuddi í ókunnugu fólki. Ég skrifa þennan kjallara, ef ske kynni að sá sem nýtur þess að mjálma blíðlega í símann sinn undir röngu nafni og rödd og heldur að hann sé að hræða miðaldra konu og sjálfsagt miklu fleiri, hafi hreinlega gleymt því að hann býr í snarvirku upplýsingaþjóðfélagi og það kunni þess vegna að vera hætta á að hann fái töluvert hundslega heimsókn einn daginn þegar hann mjálmar sem hæst. Annað eins hefur nú gerst - maður minn. Annars em þetta bara elsku- leg vamaðarorð til mjálmandi felupúka á fallegum og frið- sælum föstudegi. Vemm góð hvert við annað. ja.lla.ri Unllnnmnr Unlnnenn Hallgrímur Helgasor^ Viðtökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrirbesta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Síminn er 550 5090 SEFUR ALDREI 10.000.-krónur fyrir góða frétt *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.