Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2006, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2006, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2006 Menning DV Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir Sjálfstýribúnaður I opnum hádegisfyrirlestri í öskju í dag sem verður endur- fluttur á Akureyri í hádegi mánu- dag í Sólborg vekur Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir nokkrar spurn- ingar sem þörf er á að svara um þessar mundir: Hvernig móta ríkisstjórnir heilbrigðiskerfið? Hvers vegna tókst sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2000, þrátt fyrir áralanga and- stööu m.a. lækna við þau áform? Hvernig var sú ákvörðun tekin? Hvert var hið sérstaka stjóm- málalega og stjórnsýslulega sam- > , hengi? Sigurbjörg hefur ápndanförn- um vikum vakið mlkla 'athygli fyrir skelegga og málefhalega framkomu í deilunni um nýtt sjúkrahús við Miklubraút. Hún ætlar í fyrirlestrum sínum að greina frá rannsóknar sinnar, um aðdraganda að ákvörðún um sameiningu sjúkrahúsa í Reykja- vík og Lundúnum. Rannsókn Sigurbjargar var unnin sem doktorsverkefni við London School of Economics og er nú komin út hjá Háskólaútgáf- v ; unni. Þetta er hins vegar fyrsta rannsóknin á íslandi þar sem at- hyglinni er sérstaklega beint að stjórnsýslu heilbrigðismála. Til- gangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á það hvernig ríkis- stjórnir móta heilbrigðiskerfið með ákvörðunum sínum og t hvemig þessar ákvarðanir em 'teknar. Rannsóknin gefúr sögu- lega og pólitíska innsýn í þróun sjúkrahúsþjónustunnar í Reykja- vík og nýtist sem slík í umræð- unni um stefnu, leiðir og aðgerð- ir í heilbrigðismálum á höfuð- borgarsvæðinu. Auk þessa hefur ritgerðin að geyma fræðilega þekkingu á stefnumótun heil- brigðismála, gagnrýna umfjöllun um þekkt stjórnmálafræðileg skýringalíkön frá Bandaríkjunum og Kanada, og sýnir hvemig þess- um líkönum er beitt í rannsókn- um við breskar og íslenskar að- stæður. Þannig er rannsókn Sig- urbjargar gagnleg fyrir fræði- menn, kennara og nemendur í ~,félagsvísindum við kennslu og frekari rannsóknir á sviði stjórn- máfa- og stjórnsýslufræða. | Leifur Þórarinsson Fluttur verður þriðji strengjakvartett hans. Myndin var tekin 1983. Óður til óbósins John A. Speight kallar verk sitt Cantus: „Fyrir nokkrum árum spilaði Daði einleiks-óbóhlutverk í tónverld eftir mig sem heitir „Sam’s Mass“ Ég var mjög lirifinn af spilamennsku hans og ákvað þá að semja tónverk fyrir hann. Nú loksins gafst tækifæri og Cantus varð til. Cantus er ljóðrænt stykki sem var samið á haustmánuð- um 2005 sérstaklega fyrir Daða og Kammersveit Reykjavíkur." Tónleikar Kammersveitar Reykja- víkur á sunnudaginn er liður í Myrk- um músikdögum og verða tónverk eftir Karólínu Eiríksdóttur, Atla Heimi, Leif Þórarinsson og Þuríði j Jónsdóttur. Tveir karlar og tvær kon- ur. Hlutur Atla og Leifs í efnisskránni er ólíkur: Atli hefur unnið sitt verk upp nokkrum sinnum en það er frá árunum kringum 1960. Leifur samdi þriðja strengjakvartett sinn 1992. Verk kvennanna eru nýrri. Karóh'na Eiríksdóttir á sex smá- verk á efnisskránni: „Sex lög fyrir strengjakvartett" voru samin árið | 1983 fyrir Berwald-kvartettinn að '< beiðni sænsku ríkiskonsertanna fyrir i tónleikaferð um Svíþjóð og ísland árið 1984. Fleiri hafa flutt verkið, m. : a. Reykjavíkurkvartettinn árið 1991 á I Myrkum músikdögum í Reykjavík og S 1992 á Festspillene í Bergen. Verkið í skiptist í sex stutta, nafnlausa kafla. ; Margt smátt og breytt Hið smágerva er ffá fleirum en i Karólínu: Atli Heimir Sveinsson á j „Sjö smámunir fyrir strengjakvar- ; tett" á verkefnasláá sunnudagsins. ‘ Um verkið segir Atli: „Þessar hend- í ingar fyrir strengjakvartett samdi ég í ! Köln, sennilega árið 1960. Löngu j síðarfannégþærásamtfleiriverkum ] ffá þessum tíma. Ég valdi nokkra þætti, sem Reykjavflcurkvartettinn frumflutti á Myrkúm músikdögum 1991. Stíll sjötta áratugarins er augljós, I þannig sömdu ungir menn þá. Við WM1IS ■ ’ ið afstætt. Reyndar fæddist titillinn á vörum sonar míns, ög hann vildi að ég breiddi sængina betuf yfir fætur sína.... Margir segjast ekki skilja neitt í nútímatónlist. Skilja þeir píanó- konsert eftir Rachmaninoff? Það þarf ekki að skilja. Slakaðu á, hlustaðu. í versta falli dregurðu sængina betur yfir tæmar í kvöld." Verk Þuríðar er samjð fyrir Kammersveitina með styfk frá Ný- sköpunarsjóði tónlistar, Musica nova. vorum allir í skugga Webems, og margir okkar sigldu í kjölfar Stock- hausens. Ég hef oft gripið í þessar hendingar, samið þær nokkrum sinnum upp á nýtt, sumar hverjar. Er maður ekld alltaf að semja sama verkið? Og ég á sennilega eftir að semja nokkrar þeirra nokkmrn sinn- um enn. Þessar hendingar em mér eins og töfrakíkir. Sé hann hreyfður mynda sömu hlutimir sífellt nýjar myndir." Þriðji kvartettinn Samtímamaður Atla í þeim ámm sem smáverk hans fyrir strengjakvar- tett vom unnin var Leifur Þórarins- son (1934 -1998). Hann tók ungur að læra tónlist: fiðluleik, tónfræði og tónsmíði við Tónlistarskólann í Reykjavík. Tvítugur lagði hann leið sína til Vínarborgar, þar sem Hanns Jelinek var helsti kennari hans og seinna einnig til Bandaríkjanna og lærði m.a. hjá Wallingford Riegger og Gunther Schuller. Strengjakvartett nr. 3 var saminn árið 1992 og fmmfluttur af Reykja- víkurkvartettnum á Myrkum músik- dögum 1993. Það var flutt aftur af Reykjavíkur-kvartettinum á sumar- hátíðinni Bonn í 1993. Fótahræðsla Þuríður Jónsdóttir á verkið Hræddur í fótunum og skýrir titilinn skemmtilega: „Hvers vegna nöfn á tónverk? Geta tónar snúist um nokk- uð annað en hljóð? Merkingarleysa eða hlaðið merkingu? Það getur ver- Kammersveitin Við æfingar. ■HHI Ný gröf í Luxor / * > Fundin er áður áþekkt gröf í Konunga- dalnum við Luxor i Egyptalandi. Það voru ÖaGifíaí bandarískir visindamenn sem fundu gröf- : É'f- ina sem geymir fimm eða sex múmiur að sögn Reuters. Gröfin ertalinfrá tfma j 1~!bS***!SUÍ£íX átjánda veldisins sem stóð í um tvær aldir ___m frá 1567-1320 f. Kr. sem er samtíðTút- ankammons. í ^ *™.; : Fornleifafræðingarnir sem fundu gröfina - fgSSft. hafa ekki stigið fram en fyrirhuguð er kynning á fundinum á vegum egypskra HmiÉÍMnLLijudyLH yfirvalda síðar í dag. Ekki hefur gefist timi til að nafngreina múmíurnar, en ,y sarkófagar þeirra eru i mannsmynd og með litaða andlitsmaska. í gröfinni er mikill fjöldi af kerum með smurningsefnum, Fullyrt er að gröfin hafi verið tekin í snarhasti og þykir hún lítil. Hún er i um fimm kílómetra fjarlægð frá hinni kunnu gröf Tútankammons. Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is Kammersveit Reykjavíkur leggur sitt til Myrkra músikdaga með fimm tón skálda messu á sunnudagskvöld

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.