Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2006, Blaðsíða 10
1 0 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006
Fréttir DV
Friðrik Ómar þykir lifandi,
skemmtilegur, góður söngvari
og traustur vinur.
Hann er kaldhæðinn, strið-
inn, ákveðinn og stundum
of hreinskilinn.
„Hann er mjög góður
við vini sína og er dug-
legur að koma þeim á
óvart og er sannur vin-
ur vina sinna. Hann er
traustur og heiðarleg-
ur og er manneskja sem maður
viII hafa í vinahóp sínum. Hann
hefur kaidhæðinn húmor sem
mér finnst svo fyndinn. Svo er
hann ofboðslega hæfileikarikur
og frábær söngvari. Hann er
jafngóður við sjálfan sig og
hann er við vini sina. Hann er
mjög hreinskilinn sem getur
verið bæði gott og siæmt."
Regína Ósk Óskarsdóttir söngvari.
„Þetta er mjög Ijúfur
drengur og ágætis fag-
maður, hann syngur
reglulega vel. Hann er
fljótur að skiia sínu verki
og er vel undirbúinn, er
alltafbúinn að vinna heima-
vinnuna sína. Hann veit sínu viti
og er vel menntaður tónlistar-
maður. Hann erákveðinn og vill
ná sínu fram."
Ólafur Gaukur tónlistarmaöur.
„Hann er rosalega dug-
legur og samviskusam-
ur, það sem hann gerir
það gerir hann vei.
Hann er mjög tifandi og
skapandi og það er
aldrei lognmolla í kringum
hann Hann er glaður og yndis-
legur strákur og góð mann-
eskja. Friðrik Ómar er einn af
fimm bestu söngvurum lands-
ins. Hann er kaldhæðinn og
stríðinn og gengur stundum of
langt í striðninni. Hann er svo
mikill púki og það eru ekki allir
sem geta tekið stríðninni hans."
María Sveinsdóttir útvarpsmaöur.
Friörik ómar Hjörleifsson er fæddur á Akur-
eyri 4. október 1981. Hann bjó á Dalvík
uppvaxtarár sín og flutti síöan til Reykjavík-
ur 2003. Hann læröi aö spila á gltar og tók
þátt í söngvakeppnum nyröra. Hann gafút
sína fyrstu plötu, Ég skemmti mér, á síöasta
ári ásamt Guörúnu Gunnarsdóttur söng-
konu. Hann er að vinna að sólóplötu sem
kemur út á þessu ári. Friðrik ómar lenti I
þriöjasæti í forkeppni fyrir Eurovision meö
lagi sínu Fram á við.
Feðgarnir Hermann Hreiðarsson og Heiðar Hermannsson hyggja á miklar fjárfest-
ingar í Danmörku og þá helst í hótelum. Hermann malar sem kunnugt er gull í
knattspyrnunni í ensku úrvalsdeildinni en Hreiðar faðir hans er mikilvirkur bygg-
ingaverktaki sem kann að breyta gömlu húsnæði í nýtt.
Hermann Hreiöarsson
Hreiðar Hermannsson
Hyggur á útrás til Dan-
merkur með sigtið á hótel-
bransann, vel studdur af
syni sínum.
kanpir hótel í
Feðgarnir Hermann og Hreiðar Hermannsson íhuga nú alvar-
lega að festa kaup á hótelinu Taastrup Park Hotel í Kaupmanna-
höfn og heíja þar með útrás á danskan fasteignamarkað. Her-
mann Hreiðarsson hefur sem kunnugt er leikið sem atvinnu-
maður hjá enska úrvalsdeildarliðinu Charlton og fyrir löngu
öðlast sess sem einn af betri bakvörðum deildarinnar.
Hreiðar faðir hans er hins vegar
byggingaverktaki og verið stórtækur
sem slíkur. Nú síðast festi hann kaup
á húsnæðinu sem hýsti Kaffi Austur-
stræti auk rýmisins þar við hliðina
þar sem Jónína Bene-
diktsdóttir stofnaði
líkamsræktar-
stöð á sínum
tíma. A
báðum
þessum
stöðum
verða opn-
aðir veit-
ingastaðir
á næst-
unni. Það
sama gildir um
veitinga-
stað sem
Hreiðar
keypti í Lækjargötu. Hann opnar von
bráðar.
Fjórar stjörnur
„Við Hreiðar erum í sameiningu
að skoða Taastrup Park Hotel í
Kaupmannahöfn. Það skýrist allt á
næstunni hvort við sláum til," segir
Hreiðar, faðir Hermanns. „Þetta er
aðeins eitt af mörgum hótelum í
Danmörku sem við höfum haft
augastað á en við höfum lengi leitað
að fjögurra stjömu hóteli, í góðum
rekstri og góðu lagi. Þarna höfum
við ef til vill fundið það,“ segir hann.
Enn stærra
Ekki ætla þeir feðgar að láta þar
við sitja:
„Við emm með enn stærra verk-
efni í burðarliðnum þarna úti. Miklu
stærra hótel sem þætti fréttnæmt ef
við keyptum. En þeir samningar em
ekki komnir eins langt," segir Hreið-
ar Hermannsson.
66 herbergi
Taastmp Park Hotel er í um tíu
kílómetra fjarlægð frá miðborg
Kaupmannahafnar; gamalt en
„Við erum með enn
stærra verkefni í
burðarliðnum þarna
úti. Miklu stærra hótel :
sem þætti fréttnæmt
efvið keyptum.
virðulegt hótel með
mikla möguleika.
Tveggja manna
herbergi em 39 tals-
ins og önnur eru 27.
Á hótelinu er ráð-
stefnusalur og
glæsilegur veit-
ingastaður a la
carte.
„Nú emm við
með samning-
ana í áreiðan-
leikakönnun því
við viljum vita
hvort það er í köss-
unum sem lofað
er,“ segir Hreiðar
Hermannsson sem
vill hafa vaðið fyrir
neðan sig í fjárfest-
ingum þeirra feðga í
Danmörku. Á hon-
um er að skilja að
þær séu rétt að
hefjast.
Hermann Hreiðarsson
Einn glæsilegasti knatt-
spyrnumaður Islendinga
fyrr og síðar. í góðu sam-
bandi við föðursinn.
Taastrup Park Hotel 66
herbergi, ráðstefnusaiur og
fyrsta flokks veitingastaður;
fjögurra stjörnu hótel.
MESTA URVAL
YFIRBURÐIR
LANDSINS
VIKUR
Arnar
Kristín
AF GLÆSILEGUM HJÓLHÝSUM. HAFÐU SAMBAND VIÐ RÁÐGJAFA OKKAR NÚNAI
www.vihurverk.is
TANGARHOFÐA 1 SIMI 55 7 7720