Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2006, Side 13
DV Fréttir
....
MflNUÐI
Landsbanki Islands
rm
K B
BANK
FROSTI REYR RUNARSSON
Annað sætið:
Þaö er ljóst að KB banki hefur
náð til sín í það minnsta tveimur
bestu miðlurum landsins.
Frosti Reyr vann áður hjá
Frjálsa tjárfestingarbankanum
sem Kaupþing eignaðist. Hann
komst í sviðsljós fjölmiðlanna
jyrir að vera kjörinn kynþokka-
fyllsti karlmaður landsins á síð-
asta ári í árlegri kosningu Rásar 2.
Þáð má því segja að hann sé bæði
fjallmyndarlegur og loðinn um
lófana. Samstarfsmenn hans lýsa
honum sem afskaplega skemmti-
legum og hressum manni, sem
stríðnispúkinn geti auðveldlega
hlaupið í.
Ummæli álitsgjafanna eru
nær eimóma lof á Frosta.
Orð álitsgjafa um Frosta:
„Einn traustasti miðlari á
innlendum hlutabréfa-
markaði síðustu ár."
„Hann hefur langa reynslu
þrátt fyrir ungan aldur og
virkilega öflugur miðlari
sem sinnir viðskiptavinum
sínum afskaplega vel, enda
bæði heiðarlegur og dug-
legur."
„Ekki skemmir fyrir að
hann er vel upp alinn af
Ingóifi Helgasyni, forstjora
KB banka, og ber keim af
því."
Þriðja sætið:
Steinþór hefur unnið hjá
Landsbankanum sem verðbréfa-
miðlari í nokkur ár og er nú for-
stöðumaður verðbréfamiðlunar
bankans. Hann er, eins og margir
aðrir miðlarar, hógvær og ekki
mikið fyrir að vera í sviðsljósinu.
Samkvæmt þeim sem hann
þekkja setur Steinþór fjölskyld-
una í fyrsta sæti og því fær ekkert
haggað. Hann var gjaldkeri í
stjórn Sambands ungra sjálf-
stæðismanna á árunum 1995 til
1997 og sat þar meðal annars
með alþingismanninum Guð-
laugi Þór Þórðarsyni.
„Steinþór er afskaplega fylg-
inn sér og áreiðanlega einn besti
sölumaður landsins," segir Guð-
laugur um félaga sinn. „Hann
hefur til að bera bæði kjark og
áræðni, en með munninn fyrir
neðan nefið og einstaklega
skemmtilegur í góðra vina hópi,
enda mikill vinur vina sinna."
Orð álitsgjafa um Steinþór:
„Öflugur og mikil velta í
honum, hefur góða yfir-
sýn."
„Brokkgengur, en góður
og duglegur miðlari."
„Ber höfuð og herðar yfir
aðra aðila í greininni að
mínu mati. Hjá honum eru
engin vandamál og hann
klárar alltaf það sem hann
er beðinn um."
Þorvaldur Lúðvfk Sigurjóns-
son, KB banki
„Hann er það stór á markaðnum
að hann nær að hreyfa hann
stundum.'
Valdimar Svavarsson, VBS
„Mjög traustur og reyndur
með mikla þekkingu á mark-
aðnum."
Ólafsson,
VBS
Tvímælalaust
sá besti að
minu mati.“
Viggó E. Hilm-
arsson, Straumur-Burðarás
„Getur gert ótrúlega hluti á
skömmum tima."
Stefán Broddi Guð-
jónsson, fslands-
banki
„Traustur og áreiðan-
legurog sýnirfrum-
kvæði við að koma á
viðskiptum."
haraldur&dv.is
SKF..kúlulegur
..keflalegur
..veltilegur
..rúllulegur
..flangslegur
> y ..búkkalegur
SÍMI580 5800
i
J
i
Smiðjuvegi 66, 200 Kópavogi - httpJ/www.landvelar.is
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Auglýsing um nýjar
deiliskipulagsáætlanir í Reykjavík
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingariaga nr.
73/1997, með síðari breytingum, hér með auglýstar
tillögur að nýjum deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík
Tónlistarhús/Ráðstefnumiðstöð/Hótel
Tillaga að deiliskipulagi fyrir reit sem afmarkast af
Austurhöfn, Austurbakka, Geirsgötu og Faxagötu.
Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að svæðinu verði skipt í
þrettán byggingarreiti neðan- og ofanjarðar, nýju
borgarstræti sem verður göngugata frá Lækjargötu undir
Geirsgötu að TR. Yfirbragð bygginga syðst á svæðinu
verður uppbrotið til að hlutföll tengist eldri byggð sem
best.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Slippareitur
Tillaga að deiliskipulagi svæðis sem markast af nýrri
Mýrargötu til suðurs, Grandagarði og nýrri götu tii
vesturs, Tryggvagötu til austurs og hafnarbakka til
norðurs.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að nýbyggingar verði almennt
fjórar hæðir með eða án kjallara og bílageymslur fyrir-
hugaðar undir íbúðarhúsum og görðum þeirra. Vegna
stokks undir Mýrargötu er lagt til að rífa hluta af
verbúðum við Geirsgötu. Ekki er gert ráð fyrir íbúðum á
efri hæðum bygginga á hafnarsvæðum.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og
byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3,1. hæð,
virka daga kl. 8:20 - 16:15, frá 22. febrúar til og með 5.
apríl 2006. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins,
www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna
að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum
og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða
á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og
byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 5.
apríl 2006.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 22. febrúar 2006
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 411 3000 • MYNDSENDIR 411 3090