Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2006, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2006, Síða 21
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 21 Skatturinn kominn í mál Mutu Rlkisskattstjórinn í Rúm- eníu er farinn aö rannsaka kaup ítalska liðsins Inter- nazionale á rúmenska fram- herjanum Adrian Mutu ffá Dinamo Búkarest árið 1999. Mutu sem spilar nú með Juventus en var áður í her- búðum Chelsea var keyptur á sex milljónir evra en rúmenska félagið gaf aðeins upp kaupverð upp á 2,1 milljón evra. Skatturirm hefur sóst eftir gögnum frá rúmenska knatt- spymusambandinu sem hefur einnig hafið sína eigin rannsókn. Landsbanka- deildin hefst 14. maí KSÍ gaf í gær út frá sér drög að leikjaniðurröðun fyrir Landsbankadeild karla næsta sumar og þar kemur í ljós að deildin byrjar með fjórum leikjum sunnudaginn 14. maí. Leikir ÍBV og Keflavíkur í Eyjum, Víkings og Fylkis á Víkingsvelli og Grindavíkur og ÍA suður með sjó hefjast allir klukkan 14.00 þann dag en klukkan 20.00 leika KR og FH á KR-velli. Umferðin klárast síðan daginn eftir þegar Breiðablik og Valur mætast á Kópavogsvelli klukkan 20.00. Clipperssæk’ irsérreynslu- bolta Los Angeles Clippers hefur samið við framhexj- ann Vin Baker sem hefúr verið án liðs síðan hann yfirgaf Houston Rockets eftir 2004-2005 tímabilið. Baker er 34 ára og hefur skorað 15,1 stigogtekið 7,5 fráköst 1783 NBA- leikjum. Hann var með- limir í ólympíuliði Banda- ríkjanna sem vann gull í Sydney 2000. Mike Dun- leavy, sem nú þjálfar Clippers, var einmitt þjálfari Milwaukee Bucks sem valdi Baker í nýliða- valinu 1993 og ætlar sér greinilega að ná sér í meiri reynslu í liðið. Víkingurvann upphitunar- leikinn Víkingar unnu 1-0 sigur á Fram í fyrsta leik liðanna í deildabikamum um helgina en þessi lið spila einmitt úr- slitaleikinn um Reykjavíkur- meistaratitilinn 2. mars næst- komandi. SigurmarkVfldnga kom strax á fjórðu mínútu leiksins og það skoraði hinn 18 ára bráðefnilegi Þorvaldur Sveinn Sveinsson með stórglæsilegu skoti yfir utan teig. Vfldngar em tap- lausir undir stjóm Magnúsar Gyífason- ar og hafa ekki feng- ið á sig mark í 293 mínútur. Greinilegt er að Skagamenn ætla að koma afar sterkir til leiks í vor þegar keppni í Landsbankadeild karla hefst á nýjan leik. í gær var gengið frá því að Bjarni Guðjónsson gengi til liðs við félagið og spilaði með þvi næstu fjögur árin. Bjami Guðjónsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Lands- bankadeildarlið ÍA og hafa báðir aðilar samþykkt íjögurra ára samning. Bjami segir í samtah við DV Sport að þegar öll formsatriði hafi verið frágengin hafi aldrei neitt annað komið til greina en að spila með Skaganum, þar sem hann er uppal- inn. Hann segir þetta skref, að snúa heim úr atvinnumennsk- unni 27 ára, rétta skrefið fyrir sína framtíð. „Jú, þetta er skref í rétta átt fyrir mig," sagði Bjarni við DV Sport í gær. „Það vita allir að það er erfið- ara að vera atvinnumaður í fótbolta á Englandi en að spila á íslandi en þetta er rétt skref fyrir mína fram- tíð," bætti hann við. Eins og fram kom í viðtali við Bjarna 16. febrúar síðastliðinn þótti honum sá kostur mest spennandi að halda heim á leið með fjölskyldu sinni og leggja stund á háskólanám meðfram knattspymuiðkun. Eitthvað mjög spennandi þyrfti að koma upp á borðið til að fá hann í heim at- vinnumennskunnar á ný. Sterkar taugar „Fyrst ég get komið heim og byrjað að mennta mig lít ég mjög jákvæðum augum á þetta. Þessi ákvörðun var tekin að mjög vel at- huguðu máli innan fjölskyldunnar og ég er þar að auki mjög þakklátur því að geta spilað með ÍA á nýjan leik. Ég hef miklar og sterkar taugar til félagsins og eftir að ljóst varð að hægt var að ganga frá samningum kom ekki annað til greina en að spila með Skaganum," sagði Bjami. Hann hittir fyrir bróður sinn Þórð, sem einnig sneri heim úr at- vinnumennskunni í vetur. Þá hefur Arnar Gunnlaugsson, hinn gamli félagi þeirra, einnig komið aftur á heimaslóðir og því útlit fyrir að Ólafur Þórðarson, þjálfari liðsins, geti stillt upp mjög öflugu liði á ís- landsmótinu í sumar. Bjarna lánað- ist þó aldrei að spila með þeim Þórði og Arnari í Skagabúningnum en það stendur þó vitanlega til bóta. Komu fagmannlega fram Bjami hafði rætt við önnur lið á undanfömum dögum og vikum en alls vom sjö lið á höttunum eftir honum. „Flest þeirra stóðu mjög vel að sínum málum. Komu mjög fagmann- lega fram og eiga heiður skilinn fyrir það," sagði Bjarni. Aðspurður seg- ist hann þó eiga erfitt með að leggja dóm á hversu mikið eða lítið íslenska knattspyman hefur breyst í átta ára flarvem hans. „Ég spilaði aðeins eitt heilt tímabil - árið 1996 og svo nokkra leiki sumarið áður og eftir það. Þá fékk ég aðeins mína bónusa og áttu sér aldrei neinar samningaviðræður stað. Ég á því erfitt með að dæma um hvem- ig bæði fótboltinn og landslagið allt hefur breyst. En ég hlakka þó mikið til enda gekk vel hjá ÍA síðast þegar ég var þar og er ekki spurning um að setja stefnuna á fleiri titla á næstu árum." Bjami flytur heim strax á föstu- daginn og segist ætía að nota dag- inn í dag og á morgun til að ganga frá búslóðinni en hann og fjölskylda hans býr í Plymouth í suður- hluta Englands. „Við höfum flutt að meðaltali á átján mánaða fresti síð- ustu átta ár og því komin með smá reynslu í þessu," sagði hann og hló. eirikurst@dv.is DV 76. febrúar Marki fagnað fyrir tæpum tfu árum Bjarni Guðjónsson sést hérfagna einu af ISmörk- um sínum fyrirÍA 125 leikjum hans í úrvalsdeildinni á ístandi. DV-mynd BrynjarGauti <►» ¥ m: -«v . 4 Ég hefmiklar og sterkar taugar til félagsins og eftir að Ijóst varð að hægt var að ganga frá samningum kom ekki annað til greina en að spila með Skaganum Bjarni eltir Þórð bróður sinn í þriðja skiptið á ferlinum Hann getur ekki án mín verið „Ég er auðvitað í skýjunum vegna þessa," sagði Þórður Guðjónsson, bróðir Bjarna, sem í gær ákvað snúa aftur á heimaslóðir og spila með ÍA kLI-' " A Kl k‘: Þórður Guðjónsson Hæstdnægður með Bjarna bróður sinn. -M- næstu fjögur árin. Þórður sneri sjálf- ur heim úr atvinnumennskunni fyrr í vetur og munu þeir bræður því spila saman í Skagabúningnum í fýrsta senn á sínum ferlum. „Ég reyndi að tala hann eins mikið til og ég mögulega gat,“ sagði Þórður í léttum dúr um hans áhrif á ákvörð- un Bjarna. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Bjarni gengur til liðs við félag sem Þórður er þegar á mála hjá en slíkt var tilfellið bæði hjá Genk í Belgíu og Bochum í Þýskalandi. „Hann fylgir mér hvert sem ég fer - getur greini- lega ekki án mín verið," sagði Þórður og hló. Þar að auki hafa þeir bræður spilað 1 íslenska landsliðinu ásamt þriðja bróðurnum, Jóhannesi Karli, sem er nú einn þeirra þriggja bræðra eftir í ensku 1. deildinni. Hann söðl- ar þó um í sumar og gengur tfl liðs við hollenska úrvalsdeildariðið AZ Alkmaar. Þórður segir mjög bjarta tíma fram undan á Skaganum. „Við vor- um mjög bjartsýnir fyrir og koma Bjama ýtir enn undir þá trú okkar," sagði Þórður. Ólafur Þórðarson, þjálfari liðsins, tók í svipaðan streng. „Bjarni kemur til með að styrkja hópinn mikið og ég á ekki von á öðm en að við ættum að geta gert mjög góða hluti í sumar. Það má þó ekki gleyma því að við höfum misst tíu leikmenn á síðast- liðnum tveimur vetmm og liðið hef- ur borið keim af því. Það tekur auðvitað ákveðinn tíma að smyrja saman nýtt lið en það er þó gott að Bjarni til dæmis hefur æft með okk- ur stundum á sumrin og þekkir þessa stráka. Og allir þrír - Bjarni, Þórður og Arnar - hafa unnið bikara með Skaganum og vita hvað þarf til. Það er mikilvægt og koma þeirra mikið fagnaðar- efni fyrir stuðnings- menn ÍA,“ sagði Ólafur. eirikurst@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.