Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2006, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2006, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 Sport DV A. C * Úrslitin í gær 1-0 Michael Ballack (24.), 1-1 Andriy Shevchenko, víti (57.) 1 0 Luksao (84,) 0-1 Juntnho (6S.) Fyrri leikir fjögurra viðureigna sextán liða úrslita meistara- deildar Evrópu í knattspyrnu fóru fram í gær. Arsenal og Lyon unnu 1-0 sigra á útivelli og eru bæði í góðum málum. Liverpool tapaði á móti Benfica sem var eina heimaliðið sem fagnaði sigri. entica-Liverpool 1-0 sv Eindhoven-Lyon 0-1 eal Madrid-Arsenal I Marki Ballack fagnað Michael ■M Ballack var vel fagnað þegar hann H kom Bayern Munchen yfir á 24. mln H útu leiksins. Reuters ayern Munchen-AC Milan 1-1 Frábært mark, frá- bær sigur Thierry Henry fagnar hér sigurmarki sínu gegn Real Madrid á Bernabeu i gær. Nordic Photos/Getty Utaf á sjúkrabörum Liverpool- I maðurinn Mohamed Sissoko j meiddist illa á höfði þegar hann I fékk spark í andlitið frá leikmanni I Benfica á 35. mínútu og kom ekki I aftur inn á völlinn. Reuters Aukaspyrna sama og víti Juninho skor- aði enn eitt markið beint úr aukaspyrnu fyrirLyon I meistara- deildinni. Hér fagnar hann markisínu. Nor- dic Photos/AFP Arsenal vann sögulegan sigur a Bernabeu Arsenal-menn unnu sanngjarnan og sögulegan sigur á Real Madrid á Bernabeu í gær og eru í góðum málum fyrir seinni leikinn á Hig- hbury. Það eina sem liðsmenn Arsenal geta kvartað yfir er að hafa ekki skorað fleiri mörk í leiknum. Liðsmenn Lyon unnu einnig góð- an sigur á útivelli en Benfica var eina heimaliðið sem fagnaði sigri í gær, vann 1-0 sigur á Evrópumeisturum Liverpool með marki á lokamínútunum. Thierry Henry átti frábæran leik í óvæntum 1-0 sigri Arsenal á Real Ma- drid á sama tíma og Lundúnaliðið varð fyrsta enska liðið til þess að vinna Real Madrid á Bernabeu-leikvangin- um. Arsenal-menn byrjuðu leikinn af miklum krafti með Thierry Henry í • frábæru formi. Á fyrstu tíu mínút- um leiksins var hann búinn að spila fría þá Jose Antonio Reyes og Fredrick Ljungberg og komast einnig sjálfur í mjög gott færi en í ekkert skiptið tókst Arsenal-liðinu að komast yfir. Real Madrid náði betri tökum á leiknum þegar leið á hálfleikinn en leikmenn Arsenal voru alltaf hættu- legri með hinn frábæra Thierry Henry í fararbroddi. Leikmenn Real Madrid voru fljótir að gleyma byrjun leiksins því lfkt og oft áður lét Thierry Henry færið ekki renna út í sandinn og einlék glæsilega í gegnum Madrídarvörnina og skoraði á laglegan hátt þegar að- eins tvær mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Þetta mark reynd- ist vera eina mark leiksins þrátt fyrir fjölmörg færi og þá aðallega hjá Arsenal sem náði hvað eftir annað góðum skyndisóknum á lið Real Ma- drid. Sigurmark Benfica í lokin Vamarmenn Liverpool sofnuðu á verðinum í aukaspyrnu sex mínútum fyrir leikslok og Luisao stakk sér fram- fyrir Sami Hyypia og skallaði bolt- ann í markið og tryggði portúgalska liðinu 1-0 sigur á Evrópumeisturum Liverpool. Liðsmenn Benfica ætla þvf að reynast enskum liðum erfiðir í meistaradeild- inni í ár því þeir sáu til þess að Manchester United sat eftir í riðlakeppn- inni. ■■ Shevchenko í seinni hálfleik. Michael Ballack skoraði eina mark fyrri hálf- leiksins en Andriy Shevchenko jafnaði leikinn úr vítaspyrnu í seinni hálfleik en vítið var dæmt eftir að Ismael, varnarmaður Bayern, varði boltann með hendinni. Juninho við sama heygarðs- hornið Lyon vann frábæran sigur á PSV í Hollandi og heldur áfram að spila vel í meistaradeildinni. Sigurmarkið var dæmigert fyrir franska liðið í vetur. Brasilíski snillingurinn Juninho skor- aði nefnilega enn eitt markið beint úr aukaspyrnu þega hann sendi knöttinn af 25 metra færi í mark PSV Eind- hovenþegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. ooj@dv.is Jafntefli í Munchen Bayern Múnchen og AC Milan skildu jöfii, 1-1, í Múnchen og ítalirnir eru í góðum mál- um, ekki síst þökk marki Úkraínu- mannsins Andriy Thierry Henry frá- bær Thierry Henry átti frábæran leik með Arsenal gegn Real Madrid á Bernebeu. Nordic Photos/Cetty ma MEISTARADEILDIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.