Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2006, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006
Flass DV
Nýja Zelda-
leiknum seinkar
Það er greinilegt að söguhetjan
Hlekkur, eða Link mun ekki þurfa að
setja á sig grænu kollhúfuna nærri
því strax. Leikurinn átti að koma út t
vor en nú hefur verið ákveðið að
hann komi í haust á tölvuna
Gamecube. Margir héldu að leikur-
inn kæmi út á Nintendo Revolution,
sem er væntanleg tölva frá Nintendo
mönnum, en þessu neita forstjórar
Nintendo og lofa því að leikurinn
verði fyrst um sinn aðeins fáanlegur
á Gamecube. Ævintýraleikirnir um
Zeldu eru þeir vinsælustu frá upp-
hafi og hafa þótt skara fram úr á
sviði ævintýraleikja allt frá tímum
upprunalegu Nintendoleikjanna.
Lost Planet á
leiðinni fyrir 360
Framtíðarskotleikurinn Lost Planet
kemur út innan
árs. Beðið hef-
ur verið eftir
leiknum með
mikilli eftir-
væntingu, að-
allega vegna
þess að fyrir-
tækið Capcom
sem gefur leik-
ina út á eftir að
gefa úttölvu-
leik fyrir nýja kynslóð leikjatölva.
Þegar hafa þeir tilkynnt að leikirnir
Dead Rising, Street Fighter 2 Hyper
Fighting og Resident Evil séu á leið-
inni, en þeir koma ekki út nærri því
strax. Leikurinn Lost Planet gerist í
geimnum, þar sem bandarískir her-
menn rekast á heldur leiðinlega
Öflugri tölvu-
leikjaumfjöllun
Hér eftir verða DV-tölvuleikir viku-
legur liður í blaðinu. Tölvuleikir eru
nú orðnir ein vinsælasta afþrey-
ingin og því um að gera að fjalla
meira um þá. I þessum vikulega lið
verður fjallað um væntanlega
tólvuleiki og birt gagnrýni um þá
auk frétta úr tölvuleikjaiðnaðinum.
Allir þeir sem hafa einhverjar
skemmtilegar ábendingar um
tölvuleiki eða annað þeim tengt
geta haft samband annaðhvort á
ristjorn@dv.is, eða dori@dv.is.
Tölvuleikurinn The Godfather, The Game er væntanlegur. Leikurinn er gerður eft-
ir kvikmyndunum og fara spilarar í hlutverk manns sem þarf að vinna sig upp inn-
an Corleone-glæpafjölskyldunnar. Tölvuleikir hafa sjaldan litið jafn vel út.
Tölvuleikurinn, The Godfather
The Game er væntanlegur fyrir
Playstation 2, Xbox, Pc og PSP í byrj-
un marsmánaðar. Beðið er eftir
leiknum með mikilli eftirvæntingu,
enda segja fróðir menn að þama sé
leikur ársins á ferð. Leikurinn er
framleiddur af Electronic Arts, sem
hafa áður framleitt vinsæla íþrótta-
leiki á borð Fifa, Fight Night og NBA
Live. Leikurinn kemur til íslands
þann 23.mars ef ekkert kemur upp
á.
Velkominn í Corleone fjöl-
skylduna
Aðalpersóna sögunnar hefur
stundað glæpi í mörg ár og hefur nú
loks verið hleypt inn í alræmdustu
glæpasamtök Bandaríkjanna, Cor-
leone-fjölskylduna. Persónan þarf
að hlýða skipunum og öðlast virð-
ingu, en aðeins þannig er hægt að
klífa metorðastigann í glæpaheim-
inum. Að lokum, ef allt gengur að
óskum verður maður sjálfur Don,
eða foringi fjölskyldunnar. Leik-
urinn er að mestu leyti byggður á
bókinni, Guðfaðirinn eftir Mario
Puzo en auðvitað hefur fleiru verið
bætt inn. Höfundurinn Mark
Winegardner, sem skrifaði bókina
The Godfather Returns, var sá sem
bætti við söguþráðinn, svo það er
við miklu að búast.
Ofbeldi, glæpir og skipulag
Leikurinn býður upp á ótal val-
möguleika. Leikmenn þurfa því
ekki alltaf að fylgja ákveðinni leið til
þess að leysa verkefni, heldur bjóð-
ast margir valmöguleikar. Sumir
kjósa að leysa sín vandamál með
ofbeldi, en aðrir nota kannski nota
skipulagni og útsjónarsemi eða
jafnvel blöndu af hvoru tveggja.
Verkefnin eru jafn mismunandi og
þau eru mörg, hvort sem það eru
leigumorð, bankarán, skotárásir,
fflcniefnasala eða fjárkúgun. Eftir að
aðalhetjan hefur áunnið sér ótta-
blandna virðingu, fara hlutirnir að
ganga betur, því þá eru aðrar per-
sónur samvinnuþýðari.
Talsettur af upprunalegu leik-
urunum
í leiknum má finna flestar persón-
umar úr kvikmyndunum. Sömu leik-
arar og þar léku hlutverkin sjá um tal-
TÖUIULEIKURINN BIHPIRINN
UTUR VIRKILEGA VEL UT
The Godfather Graf
Ikin til fyrirmyndar.
Fróðir menn segja að
þarna sé á ferðinni
tölvuleikur ársins.
Guðfaðirinn
Ein frægasta
kvikmynd sem
gerð hefur verið.
setningu og náði meira að segja Mar-
lon Brando að ljá Don Vito Corleone
rödd sína skömmu fyrir andlát sitt. Að
sama skapi er það James Caan sem
talar fyrir hinn skapvonda Sonny Cor-
leone og Robert Duvall sem er hinn
ráðagóði Tom Hagen. í leiknum er
einnig að finna verkefni sem tekin eru
beint upp úr kvikmyndunum og eru
allar upprunalegu glæpafjölskyldum-
ar mættar.
Persónusköpun í hámarki
í leiknum þurfa leikmenn að búa
til eigin persónu og fá að ráða útíiti
hennar og persónuleika alveg. Leik-
urinn hefur svo svakalega gervi-
greind og geta því allar gjörðir leik-
mannsins haft áfirif seinna. Til
dæmis gæti maður þurft að fá upp-
lýsingar hjá persónu, sem þráast við
að láta mann fá þær vegna orð-
sporsins sem leikmaðurinn hefur
getið sér. Því skiptir hver einasta að-
gerð leikmannsins máli, hvort sem
það er að kýla saklausan vegfaranda
eða lenda í árekstri á bíl.
dori@dv.is
Aladdin með geðklofa
verður að drepa óvini til þess að fylla
lífið jafitóðum. Með þessu verður erf-
iðara og meira stressandi að leysa
þrautir þar sem tíminn er naumur.
önnur nýjung í leiknum em
svokölluð „Speed Kills" en þau gefa
þér tækifæri til að drepa óvinina á
skömmum tíma án þess að missa
mikið af lífi. Til þess að nota „Speed
ldlls" þá verðurðu að laumast að óvin-
inum og ýta á rétta takka á rétta
augnablikinu.
Tónlistin í leiknum er frábær og
passar við spflun leiksins og umhverfi
hans ásamt því sem að raddir Prinsins
og annarra í leiknum em flottar.
í heildina: Frábær leikur með góðri
grafik sem býður upp á fjölbreytta
spilun og skemmtilega bardaga.
Atli Már Gylfason
Prince of Persia: The Two Thrones
er þriðji leikurinn og jafnframt síðasti
leikurinn í Sands of Time þríleiknum
en söguþráöur leiksins er beint fram-
hald af leik númer tvö sem hét Warri-
orWithin.
Prinsinn snýr aftur til Babylon með
kæmstu sinni og sér að konungsdæmi
hans er í ljósum logum og hinn illi
vesír hefúr snúið aftur.
Leiknum svipar til God of War sem
er minn uppáhaldsleikur í PS2. Þú
leysir þrautir í umhverfi þínu, opnar
og brýtur hurðir, slæst með hinum
ýmsu vopnum ásamt því að geta
klifrað og hlaupið upp veggi. Leikur-
inn býður upp á mikla og fjölbreytta
spilun sem enginn leikjaunnandi ætti
að láta fram hjá sér fara.
Eitt af því nýja í leiknum er geðklofi
áfram í leiknum.
prinsins. Öll geðveikin sem prinsinn
hefur þurft að ganga í gegnum fer að
segja til sín og áður en hann veit af þá
breytist hann í Myrkraprinsinn sem
er, eins og áður sagði, nýr fídus í leikn-
um. Og auðvitað er munur á því að
spila „góða" og „vonda" prinsinn en
þegar þú ert hans dökka hlið þá
minnkar líf þitt smátt og smátt en þú
Prince ofPersia.
The Two Thrortes
PS2/Slagsmálaleikur
og kærtska
Ubisoft
★★★★ .
Tölvuleikir