Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2006, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2006, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 Menning DV j Alþingiskonurnar okkar | Flytja verk Eve Ensler I Borgar- I j leikhijsinu á V-daginn. Alþingiskonur tala um píkur Mörgum reymst erfitt að taka sér í munn orðið píka. Við verð- um að gera ráð íyrir því að al- þingiskonumar okkar séu ekki í þeim hópi, þar sem þær munu flytja Píkusögur Eve Ensler í Borgarleikhúsinu á V-daginn, 1. mars. Píkusögurnar em eins og flestir vita byggðar á viðtölum höfundarins við fjölmargar kon- ur um allan heim. Konurnar treystu Ensler fyrir reynslu sinni af kynferðisofbeldi, samkyn- hneigð, fæðingum og kynlífi og hún skrifaði um þær verkið The Vagina Monologues, sem hefur farið sigurför um veröldina. V-dagurinn er alþjóðleg sam- tök gegn ofbeldi á konum sem vom stofnuð af höfundi Píku- sagna, árið 1998. Hér á landi vom samtökin stofnuð árið 2002 og hafa einkum lagt áherslu á baráttu gegn nauðgunum. Allar alþingiskonur úr öllum flokkum ætla að vera með í því 'að flytja Píkusögur á V-daginn, nema þær verði bundnar við skyldustörf annars staðar. Mintzer og Stórsveitin Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan átta í kvöld. Að þessu sinni stýrir Bandaríkjamaðurinn Bob Mintzer sveitinni og kemur einnig fram sem einleikari á tenórsaxófón. öll tónlistin sem flutt verður er nýlegar tónsmíðar af síðustu geisladiskum Mintz- ers, sem er ein skærasta stjarna stórsveitaheimsins í dag, og er koma hans hingað stærsta verk- efni sem Stórsveit Reykjavíkur hefur ráðist í upp á eigin spýtur. Mintzer hefur leitt eigin stórsveit í New York í á þriðja áratug og gefið út 12 geisfadiska með henni. Hann hefur einnig verið meðlimur í hinni þekktu „fusion" hljómsveit Yelfow Jackets undanfarin 15 ár og leik- ið með henni víða um heim. Mintzer lék á árum áður með stórsveit Buddy Rich um langt árabil, auk þess að útsetja og semja fyrir hann og ýmsa aðra, svo sem Thad Jones, Mel Lewis, Art Blakey, Jaco Pastorius, Tito Puente, Eddie Palmieri og fleiri. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir hrefna@dv.is Djass fyrir Drottin Eftir að Steinunn Valdís lieíur sett Vetrarhátíð annað kvöld verður orgeltón- leikaröð Félags íslenskra orgelleikara haldin í Dómkirkjunni. Tilganginn með tónleikaröðinni segja orgelleikaramir þann að kynna orgelið sem hljóðfæri fyr- ir almenningi, með því að bjóða upp á stutta tónleika fyrir alla aldurshópa. Meðal annars verður Friðrik Vignir Stefánsson organisti með tónleikana „Bach fyrir bömin" þar sem boöið verður upp á álteyrileg verk eftír Bach. Guðmund- ur Sigurðsson leikur „Djass fyrir Drottin", kirkjulega djassmúsík sem sérstak- lega er samin fyrir pípuorgel. Kári Þormar, organistí Ás- kirkju, leiðir kirkjuJegan fjöldasöng „Syngjum saman js sálma" á orgel Dómkirkjunnar. Marteinn Hunger Frið- riksson dómorganisti leikm svo fjölbreyttt íslensk önd- ftíaÉg vegisverk. Lokatónleikar raðarinnar eru „Tryfltar tokk- . ötur" en þar spilar Douglas A. Brotclúe liressilegar - tokkötur við kertaljós. Ókeypis er inn á tónleikana og allirvelkomnir. IFriðrik Vignir Stefáns- son Ætlarað kynna org- elið íöllu sínu veldi. Nýtt safn með tónlist Miles Davis er komið út í kassa með hljóðritunum sem gerðar voru í Cellar Door-klúbbnum í Washington í desember 1970 Fiogup kvöld með Nýtt sett með Miles Davis kom út í gær hjá Sony í Evrópu: Cellar Door Recordings, úrval af spila- mennsku meistarans á fjórum kvöldum, 16. til 19. desember 1970 á samnefndum klúbb í Washington. Það lengist því í hillunum hjá þess- um fáu hér á landi sem vilja eiga allt með Miles Davis. Stjarna sem selst Á ævi sinni náði Miles Davies að verða stærsta sölufyrirbæri í sögu djassins. Hann var stöðugt spiJandi á tónleikum. Gaf út hljóðritanir af hljómleikum og úr hljóðverum í stríðum straumum. Og hann hefur haldið áfram að seljast. Ekki síst fyr- ir jafna og stöðuga viðleitni til að stækka safhið með viðbótum, auka- lögum og tilbrigðum við það sem kom út á sínum tíma á vínilnum Kassarnir Ekki það að upphaflegu verkin hafi ekki selst: Kirtd of Blue, hefúr selst í tólf milljónum eintaka um heim allan. Bitches Brew og Sketches ofSpain eru komnar í yfir milljón eintök. Þrátt fyrir að trompetleikarinn hafi yfirgefið þetta jarðlíf 1991. En það dugar ekki hljómplötuút- gefendunum sem eiga katalókinn: Miles Davis/Gil Evans: The Comp- lete Columbia Studio Recordings bætti mörgu við áður útgefið efni í samstarfi þeirra. The Complete Miles Davis Quin- tet Sessions geymdi allt sem til var á teipi með því dásamlega kombói frá árunum 1965 til 1968. Þess vegna er verið að gefa hann út í æ stærri söfnum: þriggja diska sett með The Complete In a Silent Way Sessions hefur selt best af þeim öllum. Safnútgáfur f safnútgáfum af þessu tagi eru oft glæsilegir bæklingar. Við þekkj- um útgáfur af þessu tagi: Megasar- safríið í endurútgáfu, Bubbinn og Utangarðsmenn. Þar er fylgt mottó- inu: öllu bætt við sem er þolanlega heppnað, uppkasti að lögum, áttök- um og breytilegum versjónum. Á þessu nýja safni má lesa athuga- semdir frá meisturum á borð við Airto Moreira hinn brasilíska og pí- anistann Keith Jarrett. Hver diskur geymir heilt kvöldprógramm frá upphafi til enda. Efnisskráin er reyndar öO fáanleg á Live/Evil frá 1971. Enginn nýr Miles Spumingin sem vaknar er þessi: Hefði hann sjálfur leyft þetta? Hann stóð jafrían einn með hollvinum mmmi ■■■ sínum að útgáfu tónlistar sinnar. Og þó útgefendur beri fyrir sig að LP- diskurinn á vínil hafi aðeins tekið takmarkað efni og það hafi sett sín takmörk á útgáfur meistarans, þá er spurningin enn lifandi. Ekld síst í ljósi þess að útgáfustefna sem þessi bregður birtu yfir ástand í lifandi tónlist og útgefinni. Það er engin nýr Miles á ferðinni um heiminn. Enginn sem hefur hans áhrifavald. The Cellar Door Sessions 1970 kom út í gær hjá Sony BMG í Evrópu en var fáanlegur vestan hafs strax í desember. pbb@dv.is Leikritið Forðist okkur verður sýnt nokkrum sinnum á Litla sviði Borgarleikhússins Þjóðverjar forðast þau ekki Leiksýningin Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson sem sýnd var í Borgarleikhúsinu fyrir jól verður tekin upp á ný á Litla sviðinu í mars og sýnd alls tíu sinnum. Að sögn Vals Freys Einarssonar, eins af leikurunum í sýningunni, var sýningum hætt í nóvember þó að verkið væri enn sýnt fyrir fullu húsi vegna þess að húsnæðið stóð leikhópnum ekki lengur til boða, auk þess sem flestir sem sýning- unni tengdust þurftu að snúa sér að öðrum verkefnum. Nú hefur hópnum verið boðið á leiklistar- hátíð í Wiésbaden í Þýskalarídi í sumar. Þar hafa verið sýnd svoköll- uð ný-evrópsk leikrit og er leikritið Brim eftir Jón Atla Jónasson eitt þeirra. Valur segir að þetta sé töluverð- ur heiður, vegna þess að einungis tuttugu sýningar í Evrópu fái boð um að koma á þessa stóru og miklu hátíð. Það taki álcveðinn tíma að koma verkinu aftur í sýningarhæft ástand, hún sé tæknilega flókin og einnig þurfi að einfalda hana fyrir ferðalagið. Sýningin fékk góðar viðtökur í haust jafnt hjá gagnrýnendum sem og almenningi og komust færri að en vildu. Forðist okkur er sam- starfsverkefni CommonNonsense og Nemendaleikhússins. Leikstjór- ar Forðist okkur eru Stefán Jóns- son og Ólöf Ingólfsdóttir. Leikarar eru meðal annarra Birg- itta Birgisdóttir, Dóra Jó- hannsdóttir, Halldóra Malín Pétursdóttir og Valur Freyr Einarsson. Mynd eftir Hugleik Dags- son Hverhéltsvo að Þjóð- verjar veeru húmorslausir?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.