Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006
Fréttir DV
Áliðjugreinir
á íslandi
Þegar álver spretta upp
eins og fíflar á sumrin er
eins gott að fara að útskrifa
sérhæft fólk til að starfa í
þeim. Þannig útskrifuðust
ellefu nemendur með titil-
inn áliðjugreinir en það er í
fyrsta skipti á íslandi sem
nemendur eru útskrifaðir úr
þessu nýja námi. Voru þetta
nemendur Stóriðjuskólans
en útskrift fór fram nú á
dögunum í Súlnasal Hótel
Sögu. Það var enginn annar
en forseti okkar Islendinga,
Ólaíúr Ragnar Grímsson,
sem var heiðursgestur á
samkomunni.
Grundfirðing-
arsigruðu
Yngri kynslóðin í Grund-
arfirði tók þátt í Orkuátaki
Latabæjar sem stóð yfir nú í
febrúar og náðu Grundfirð-
ingar flestum stigum þeirra
sveitarfélaga sem tóku þátt.
Alls fengu Grundfirðingar
123.142 stig. Latibær færði
Gmndfirðingum af því til-
efni sérstakar hamingjuósk-
ir. fþróttaálfurinn og Solla
stirða hafa að sögn heima-
manna mikil áhrif á bömin
og em þeim góðar fyrir-
myndir.
Er friðarsúla
Yoko góð
hugmynd?
Mörður Árnason,
þingmaður.
„Mér hefur verið hlýtt til Yoko
og friðarboðskapar þeirra
hjóna frá þvl I gamla daga.
Við eigum að taka þessari
hugmynd fagnandi og ég tel
að súlan geti sómt sér vel í
Viöey. Yoko velur Island þar
sem við erum friðelskandi og
umhverfísvæn þjóð. En því
fylgir einnig nokkur ábyrgð að
hafa orðið fyrir valinu."
Hann segir / Hún segir
„Ég hefmiklar efasemdir um
þessa friðarsúlu. Mér hefur
alltaffundist Yoko fremur til-
gerðarleg listakona eftirað ég
sá sýningu á verkum hennará
Kjarvalsstöðum fyrir nokkrum
árum. Ég efast um að það
verði mikil prýði afþessari súlu
úti í Viðey. Við eigum samt að
gefa henni tækifæri en ég ótt-
astað hún klúðri því."
Kolbrún Bergþórsdóttir,
rithöfundur.
Tveir fyrrverandi framkvæmdastjórar hjá SÁÁ gagnrýna Þórarin Tyrfingsson, yfir-
lækni á Vogi, harkalega og krefjast afsagnar hans að óbreyttu. Gunnar Kvaran,
sem sagði upp um áramót, segir Þórarin einræðisherra af verstu sort og arftaki
hans, Ragnar Sær Ragnarsson, var aðeins tvo mánuði í starfi áður en hann hrakt-
ist úr húsi.
Hart sótt að Þórarni
Tvrfingssyni á Vogi
Þórarinn Tyrfíngsson, yfirlæknir á Vogi, á undir högg að sækja.
Tveir fyrrverandi framkvæmdastjórar hjá SÁÁ neita að sitja leng-
ur þegjandi hjá og krefjast þess í raun að Þórarinn hverfi af vett-
vangi leiðrétti hann ekki stjórnunarstíl sinn og fari að almenn-
um og viðurkenndum samskiptareglum. í reykmettuðum bak-
herbergjum skipuleggja fjölmargir SÁÁ-menn hallarbyltingu á
Vogi. Þórarni skal velt úr sessi.
„Ég er hundfúll," segir Ragnar
Sær Ragnarsson, sem ráðinn var
framkvæmdastjóri útbreiðslu-
deildar SÁÁ fyrir skemmstu eftir að
Gunnar Kvaran hafði sagt upp því
starfi í illu eftir harða rimmu við
Þórarinn Tyrfmgsson.
Stutt í starfi
„Ég var ekki nema tvo mánuði í
starfi þvf ég fann fljótt að það
þurfti ekki framkvæmdastjóra á
Vogi. Þórarinn er þar allt í öllu, frá-
bær læknir, formaður stjórnar og
um leið framkvæmdastjóri. Þarna
þorir enginn að gera neitt nema
bera það fyrst undir Þórarin," segir
Ragnar Sær sem var sveitarstjóri í
Bláskógabyggð áður en hann réðst
til starfa hjá SÁÁ.
„Þórarinn rekur Vog eins og um
einkahlutafélag hans sjálfs væri að
ræða og í raun þurfti hann aldrei
framkvæmdastjóra heldur frekar
læknaritara," segir Ragnar Sær.
Einræðisherra
í svipaðan streng en þó harðari
tekur Gunnar
Kvaran,
sem
„Þórarínn er í raun
búinn að vera í með-
ferð 127 ár og ber
þess merki."
gegndi framkvæmdastjórastarfinu
á undan Ragnari Sæ. Gunnar hafði
starfað með Þórarni hjá SÁÁ um
áratugaskeið og voru þeir góðir
vinir þar til upp úr sauð. Gunnar
liggur ekki á skoðun sinni:
„Ástandið þarna er hreint út
sagt hörmulegt. Menn eru háls-
höggnir og reknir standi þeir ekki
og sitji eins og Þórarinn vill," segir
Gunnar Kvaran og líkir Þórarni við
einræðisherra af verstu sort:
Alltaf í meðferð
„Vandi Þórarins er að hann
hefur aldrei þurft að horfast í
augu við þann veruleika sem er
utan meðferðarstofnunarinnar og
kann ekki að fóta sig þar. Þórarinn
er í raun búinn að var í meðferð í
27 ár og ber þess merki," seg-
ir
Gunn
ar Kvar-
an og bæt-
ir því við
að Þórar
inn þurfi að
taka sig saman
í andlitinu ætli
hann að halda áfram starfi sínu á
25úfa
HTl-iOO!
Ragnar Sær Ragnarsson Ieldhúsinu
heima eftiraðeins tvo mánuði Istarfi.
Vogi: „Verst er þó að hann er bæði
kænn og slóttugur," segir Gunnar.
Þórarinn sallarólegur
Þórarinn Tyrfingsson
vísar öllum ásökun-
um á bug og lætur
ekki slá sig út af
laginu:
„Hér er bú-
inn að vera
góður friður
síðan 1988 og
allt gengið vel.
Satt er að fram-
kvæmdastjóri hér'
hætti á reynslu-
tíma og reyndar
vegna þess að ég
var ósáttur við störf
hans," segir Þórar-
inn Tyrfingsson.
„Ég starfa
hér og
■
Gunnar Kvaran Áratugavinátta hans og
Þórarins fór í vaskinn og endaöi I uppsögn.
stjórna eftir lögum félagsins sem
heldur aðalfund einu sinni á ári. Ég
mæti rólegur á næsta aðalfund í
vor ásamt hundrað manns sem
hér starfa í friði og spekt,"
segir Þórarinn Tyrf-
ingsson.
Þorarinn Tyrfings-
son Stendursem klett-
urá Vogiog vlsaröll-
um ásökunum á bug.
Beðið eftir niðurstöðum rannsókna í máli Jóns Þórs Ólafssonar og Brendu Salinas
Lögreglan í El Salvador komin á sporið
„Við erum með tvö til þrjú
morðmál sem svipar mjög til
morðsins á Jóni, og Brendu. Við telj-
um að um sé að ræða glæpahóp
sem heldur til í nágrenni La Zona
Rosa þar sem þau voru brottnumin
af morðingjum sínum," segir
Salvador Martinez, upplýsingafull-
trúi rannsóknarlögreglunnar í San
Salvador, aðspurður um gang rann-
sóknar málsins.
„Við erum að bíða eftir niður-
stöðum frá rannsóknarstofu af sýn-
um sem tekin voru úr bíl Jóns Þórs,
íbúð hans og frá morðstaðnum til
að handtaka þá sem við höfum
grunaða um morðið," bætir hann
við. Martinez segir að rannsókn
málsins miði vel og að lögreglan
hafi ákveðna einstaklinga sterklega
grunaða um morðin á Jóni Þór
Úlafssyni verkfræðingi sem starfaði
fyrir Enex og kærustu hans Brendu
Salinas Jovel. Jón Þór og Brenda
voru skotin til bana fyrir utan höf-
uðborg landsins San Salvador þann
12. febrúar.
Hann segir að hugsanlegar
ástæður fyrir því að Jón Þór og
Brenda voru brottnumin og síðar
myrt gætu verið að ætlunin hafi
verið að ræna persónulegum eigum
þeirra eða bíl Jóns.
Enn er verið að rannsaka gögn
sem rannsóknarlögreglan tók úr
íbúð Jóns Þórs til að ganga úr
skugga um hvort morðingjarnir hafi
fylgt Jóni heim til að komast yfir
persónuleg verðmæti hans.
Martinez segir að rannsóknarlög-
reglan sé vongóð um að eitthvað
muni skýrast í næstu viku varðandi
handtökur á meintum morðingjum
Jóns Þórs og Brendu.
Jón Þór Ólafsson og Brenda Salinas Jovei Ein afslðustu myndunum sem teknar voru af
þeim á lífi.