Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2006, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2006
Sport J3V
Logi með 43
stig í sigurleik
Logi Gunnarsson, lands-
liðsmaður og leikmaður
BBC Bayreuth í þýsku 2.
deildinni í körfubolta, átti
stórleik þegar lið hans vann
TSV Tröster Breitengiiss-
bach 111-105 í framlengd-
um leik í fyrrakvöld. Logi
skoraði 43 stig og var stiga-
hæsti leikmaður vallarins.
Logi hitti úr 4 af 8 tveggja
stiga skotum sínum, 7 af 12
þriggja stiga skotum og 14
af 17 vítum. Hann tók
einnig 3 fráköst, gaf 1
stoðsendingu og stal 2 bolt-
um á 35 mínútum. Logi
hafði mest skoraði áður 29
stig á móti Lich.
Nýrforseti
varar sína
menn við
Femando Martin, nýi
forseti Real Madrid, hefur
varað leikmenn félagsins
við um að nú þurfi allir
leikmenn liðsins að leggja
sig hundrað prósent fram
á æfingum jafnt sem leikj-
um. „Eg vill ekki iið upp-
fullt af milljónamæringum.
Ég vil lið fullt af metnaðar-
fullum íþróttamönnum
sem leggja sig fram 24
klukkutíma á sólarhring til
þess að Real Madrid nái
sem bestum árangri,"
sagði Martin á blaða-
mannafundi sem hann
hélt. „Þeir leikmenn sem
ætla að verða hér með
hangandi haus eru ekki
velkomnir," bætti Martin
síðan við.
Móðveriar töpuðu 4-1 fyrir ítölum 1 Flórens og þýsku blöðin láta landsliðsþjalf-
arann JurgenKbnsmann heyra það i umfiöllun sinni um lerkmn en hð-
ið hafði ekki tapað svo stórt áður undir hans stjorn.
99 DAGAR í HM
og geslptarmr
í m ragli •*“ *
Jurgen Klinsmann fær svo sannarlega að heyra það ffá þýskum
fjölmiðlamönnum, sem eru allt annað en sáttir að hafa þurft að
horfa upp á 4-1 tap fyrir ítölum í vináttulandsleik á miðvikudags-
kvöldið. ítalir skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og voru komnir í
4-0 eftir aðeins 57 mínútna leik. Chelsea-leikamaðurinn Robert
hvafi vih erum
lélegir"
Huth náði að minnka muninn átta mínútum fyrir leikslok en
heilt yfir var leikur þýska landsliðsins hrein hörmung.
Þýska landsliðið átti aldrei
möguleika gegn ákveðnum ítölum
sem hafa nú leikið 16 leiki í röð án
þess að tapa og það er ljóst að
Marcelo Lippi er að koma upp með
liðið á hárréttum tíma fyrir HM.
Þýska liðið var hikandi og bitlaust í
öllum sínum aðgerðum og eftir að
ítalirnir voru búnir að skora tvö
mörk eftir aðeins sjö mínútur var
ljóst að þetta yrði ekki dagur þeirra.
Alessandro Del Piero var í miklu
stuði og það var því táknrænt að
hann skildi skora fjórða og síðasta
mark ítalska liðsins í leiknum.
Teknir f kennslustund Michael Ballack,
fyrirliði Þjóðverja, þakkaði guði fyrir aðstutt
vari næsta landsleik.
Liðið hefur aldrei spilað verr
Þýska dagblaðið Bild er ekkert
að spara yfirlýsingarnar. Fyrirsögn
blaðsins í umíjöllun um leikinn er
„Mamma mia, hvað við erum léleg-
ir“ og við hliðina er mynd af Klins-
mann þungum yfirlitum og allt
annað en ánægður með gang mála
inni á vellinum. „Það eru aðeins 99
dagar til HM og knattspyrnulands-
liðið okkar hefur aldrei spilað verr.
„Ef við spilum svona illa á HM í
sumar þá fer illa fyrir okkur," sagði
ennfremur í greininni í Bild um
leikinn. Allir leikmenn þýska liðs-
ins fengu lægstu einkunn, 6, en
leikmenn Itala fengu allir einkunn
á biliunu tveimur til þremur en
einn er besta einkunn sem þýsku
fjölmiðlamennirnir gefa.
Christian Wörns eini
sigurvegari kvöldsins
„Varnarlínan spilaði svo illa í
þessum leik að eini sigurvegari
kvöldsins var hinn útilokaði Christ-
ian Wörns," sagði Frankfurter All-
gemeine Zeitung, en Jurgen Klins-
mann hefur ákveðið að velja ekki
hinn reynslumikla Wörns þar sem
að hann gagnrýndi þjálfunarað-
ferðir Klinsmann opinberlega.
Blaðið gagnrýndi leikstíl þýska
liðsins og fann sérstaklega að því
að varnarmenn liðsins hafi pressað
ítalina of hátt uppi og um leið gefið
ítölsku sóknarmönnunum alltof
stórt svæði til að vinna með.
Stærsta tap Þjóðverja fyrir
ítölum síðan 1939
Hið virta blað Kicker talaði um
stórslys og að þýska landsliðið hafi
verið tekið í taktíska kennslustund
af mun teknískri leikmönnum
ítala. Þetta var stærsta tap Þjóð-
verja fyrir ítölum síðan ítalir unnu
viðureign þjóðanna í vináttulands-
leik árið 1939, en það er mikið
áhyggjuefni fyrir IQinsmann og
þýska landsliðið að Þýskaland hef-
ur ekki unnið landsleik gegn stórri
knattspyrnuþjóð síðan 2000. Þýska
landsliðið hefur nú leikið 17 leiki í
röð á móti bestu þjóðum heims án
þess að bera sigur úr býtum.
Teknir í kennslustund
„Þetta eru mikil vonbrigði fyrir
okkur alla. Við vorum teknir í
kennslustund í fyrri hálfleiknum en
þessi leikur er búinn og við þurfum
að taka gagnrýninni og halda
áfram," sagði Jurgen Klinsmann
eftir leikinn og bætti við: „Við gerð-
um of mörg mistök í vörninni og
þeir refsuðu okkur fyrir það. í stöð-
unni 2-0 gátu þeir beitt skyndi-
sóknum og við áttum ekki nægilega
góð svör við því.“
Það eina sem fyrirliðinn Mich-
ael Ballack var ánægður með var að
stutt er í næsta leik liðsins en Þjóð-
verjar mæta Bandaríkjamönnum í
Dortmund 22. mars næstkomandi.
„Ég þakka guði fýrir það að það eru
bara þrjár vikur í næsta leik. Það er
öruggt að það kemur allt annað
þýskt landslið inn á völlinn í þeim
leik," sagði Ballack.
Harðlega gagnrýndur Leikað-
ferð Jurgen Klinsmanns gegn Itöl-
um fær útreið íþýskum fjölmiðl-
umeftir4-l tapqeqnItölum.
Þýska landsliðið á
eftir að spila þrjá vin-
áttulandsleiki. Leikirn-
ir eru gegn Bandaríkj-
unum (22. mars), Japan
(30. maí) og Kólumbíu
(2. júní). Auk Kosta Ríku
mæta Þjóðverjar
Póllandi og Ekvador í
riðlakeppni Heims-
meistaramótsins.
NJÓTTU LÍFSINS
með HEILBRIpÐUM
LIFSSTIL
Stigahæsti leikmaöur 1. deildar kvenna lék kveðjuleikinn
Anna María kvaddi með 5001 stigi
Anna María Sveinsdóttir kvaddi
kvennalið Keflavíkur í 36 stiga sigur-
leik gegn Breiðabliki í Keflavík á mið-
vikudagskvöldið. Eins og DV greindi
frá á sínum tíma þá vantaði Önnu
Maríu aðeins fjögur stig til þess að
bijóta 5000 stiga múrinn í 1. deild
kvenna, en engin önnur hefur náð að
skora yfir 3309 stig í efstu deild
kvenna. Anna María og Sverrir Þór
Sverrrisson, þjálfari Keflavíkurliðsins,
komu sér saman um að hún myndi
spila þennan Breiðabliksleik og freista
þess þar að skora þessi fjögur stig.
Anna María lék ekkert í 1. leikhluta
en byrjaði 2. leikhlutann og eftir 1
mínútur og 40 sekúndu var hún búinn
að skora úr ldassísku stökkskoti rétt
utan við teiginn. Þá voru bara tvö stig
eftir, en Anna María og aðrir áhorf-
endur á leiknum þurftu að bíða að-
eins eftir þeim.
Anna María skoraði ekki aftur fyrr
en í flórða leikhlutanum. Hún hitti þá
úr einu víti og var komin með 4999
stig og aðeins eitt stig eftir í það fimm
þúsundasta. Það liðu aðeins sjö sek-
úndur þar til hún bætti úr því.
Anna María fékk sendingu frá Báru
Bragadóttur og setti niður stökkskot
rétt utan teigs. Sverrir Þór Sverrisson
fékk aðeins að beygja reglumar með
því að taka leikhlé og Anna María var
hyllt um leið og hún yfirgaf körfu-
boltavöllinn í síðasta sinn.
Anna María Sveinsdóttir á að baki
ótrúlegan feril, á bæði leikjametið
(324) og stigametið (5001) í efstu deild
kvenna og hefur unnið 40 titla með
Keflavík, 12 íslandsmeistaratitla, 11
bikarmeistaratitla, 9 deildarmeist-
aratitla, 3 fyrirtækjabikara og meist-
arakeppni KKI fimm sinnum.
Lokakarfa Önnu Maríu Anna María
Sveinsdóttir setur hér punktinn yfir stórkost-
legan feril með þvi að skora 5001. stig sitt i
efstu deild kvenna.
DV-mynd Reuters