Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 Fréttir DV Funda um atvinnu Bandaríkjaher hyggst kveðja okkur fslendinga í september á þessu ári eins og frá hefur verið greint í fjöimiðlum. Suðurnesja- menn standa eftir með sárt ennið og leita nú leiða til að tryggja þeim hundruð- um manna atvinnu sem missa hana þegar síðasta þyrlan flýgur burt. Sam- ráðsfundur sveitarstjórna á Suðurnesjum, fulltrúa ríkis- valdsins og stéttarfélaga hefur verið boðaður eftir helgi, en þar verða ræddar lausnir í atvinnumálum Suðurnesja, að því er greint er frá á vef Víkurfrétta. Minna veitt af úthafskarfa Sj ávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð um veiðar á úthafs- karfastofnum 2006. Sam- kvæmt reglu- gerð þessari er íslenskum skip- um heimilt að veiða samtals 28.610 lestirafút- hafskarfa á þessu ári og skiptist þetta magn á tvö svæði. Heimilt er að veiða 23.406 lestir á deilisvæði sem að hluta liggur innan lögsögunnar en sá karfi er veiddur á fyrri helmingi ársins, en 5.204 á deilisvæði sem liggur alfarið utan lög- sögunnar en sá karfi er veiddur á seinni helmingi ársins. Um er að ræða 17% samdrátt í veiðiheimildum frá árinu 2005. Lánshæfisein- kunn staðfest Standard & Poors hefur staðfest lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á langtímaskuld- bindingum í erlendri mynt AA- og AA+ fyrir langtíma- skuldbindingar í íslenskum krónum. í frétta frá S&P kemur fram að lánshæfis- einkunn íslands byggist á stöðugu stjórnkerfi, mjög auðugu og sveigjanlegu hagkerfi ásamt góðri stöðu opinberra fjármála. Það sem heldur aftur af frekari hækkun lánshæfismatsins er bæði mjög mikil erlend fjármögnunarþörf og mjög miklar erlendar skuldir hagkerfisins. Formaður Flugvirkjafélags íslands, Erling P. Erlingsson, segir að við brotthvarf hersins eigi að nýta flugskýlin á Keflavíkurflugvelli undir viðhaldsverkefni fyrir erlend flugfélög. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri segir að nota eigi skýlin fyrir kvikmyndaver. Hann vill breyta Keflavík í Bíóbæ. Páll Magnússon, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, segir ráðuneytið styðja áform um kvikmyndaver en ekki hafa tekið afstöðu til staðsetningar. Flugvirkjar ou bíófólk í slag uoi risaskyli Baadaríkjahers „Við erum að spekúlera í því hvort ekki yrði hægt að nýta skýlin sem eru á vellinum til að byggja upp vinnu og taka að sér viðhald fyrir erlenda aðila," segir Erling P. Erlingsson, formaður Flug- virkjafélags íslands. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri hefur aðrar hugmyndir um framtíðarhlutverk flugskýlanna. „Við viljum breyta þessu í kvikmyndaver," segir Friðrik. Stóra skýlið Margir lita girndaraugum á þetta risavaxna fiug- skýli Bandaríkjahers á Keflavikurflugvelli. Að sögn Erlings P. Erlingssonar hafa flugvirkjar þegar haft samband við alþingismenn í Suðvesturkjör- dæmi og kynnt þeim hugmyndir sínar varðandi notkun mannvirkja þegar Bandaríkjaher yfirgefur Keflavikur- flugvöll. Mestur áhugi á stóra skýlinu Erling telur fslendinga eiga raun- hæfa möguleika á að ná til sín við- haldsverkefnum frá erlendum flugfé- lögum. Hann segir að þótt stóra skýlið á Keflavíkurflugvelli taki ekki stærstu breiðþotur komist flestar þotur, eins og þær sem Icelandair og Bláfugl noti, þangað inn. „Þetta byggist á þvf að fá þessi skýli fyrir lítið eða ekkert," segir Erling sem bæði sér fyrir að viðhaldsfyrirtæki sem fyrir séu í landinu eða ný fyrirtæki geti tekið þetta verkefni að sér. Sérstaklega séu flugvirkjar að horfa til þess að stærsta flugskýlið á vellinum verði „Þetta byggist á því að fá þessi skýli fyrir lítið eða ekkert" þess sem það var byggt til en ekki und- ir aðra starfsemi: Líst illa á kvikmyndaver „Það hefur verið nefrit að nota þetta sem kvikmyndaver en það er slæm hugmynd þó ekki væri fyrir ann- að en að það yrði sífelld truflun frá flugumferðinni. Það verður fuflt af fólki sem kemur til með að reyna að ná í þetta því þama er fullt af eignum,“ segir Erling sem sér fyrir sér mikinn handagang í öskjunni - láti herinn raunvemlega af því að fara eins og boðað er. Milljónaverðmæti í súginn Að sögn Friðriks Þórs Friðrikssonar er langt síðan kvikmyndagerðarmenn fóm að velta því fyrir sér að fá að nýta mannvirki á vallarsvæð- inu. Það hafi gerst flugskýli og aðrar byggingar stóðu tómar. „Við vildum fá þetta fyrir geymslur á leikmunum, búningum og slíku sem er alltaf fleygt eftir myndir og milljóna- verðmæti fer í súginn. Stjómmála- menn sögðu þá að þetta væri ekki hægt út af því að herinn vildi ekki um- gang um svæðið. Hindrunin var alltaf sú að það var ekki hægt að æða inn og út af vellinum en nú h'tum við bara björtum augum á þetta. Við breytum þessu bara í kvikmyndaver; ekkert mál,“ segir Friðrik. Engar áhyggjur af atvinnu Friðrik segir stjómmáfamenn vera mjög jákvæða gagnvart hugmyndinni um kvikmyndaver á Keflavíkurflug- velli. Lengi hafi verið í deiglunni að reyna að nýta mannvirkin á einhvem hátt. Hann nefnir sem fyrirmynd að í Danmörku hafa fyrirtæld kvikmynda- leikstjórans Lars Von Trier fengið hefla herstöð upp í hendumar: „Það heitir í dag Fihnbyen þannig að Reykjanesbær á þá bara að breytast í Kvikmyndabæ eða Kvikbæinn því það verður allt á hreyfingu þama. Fólk þarf ekkert að hafa áhyggjur af atvinnu, það verður nóg að gera,“ segir Friðrik og bendir tfl viðbótar á að í Keflavík sé verið að byggja upp Páll Magnússon Ráðuneytið villkvik- myndaklasa en stað- setningin eróákveöin, segir aöstoðarmaður iðnaðarráðherra vikingaþorp. „Það getum við hugsan- lega notað saman þegar við förum í ís- lendingasögumar. Aðspurður um væntanlega sam- keppni við flugvirkja um flugskýlin, sérstaklega stærsta flugskýlið sem er eftirsóttast, segir Friðrik: „Stjómmálamenn verða bara að meta hvað er hagstæðast-fyrir þjóðina. Ekki endilega í Keflavík Páll Magnússon, aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að nákvæm- lega þeim möguleika að koma fyrir kvikmyndaveri á Keflavíkurfjugvelli hafi ekki verið velt upp í ráðuriéýtinu. „Hins vegar hefur ráðuneytið haft áhuga á því að skoða hvort það væri hægt að horfa á svona kvikmyndaklasa eins og hefúr verið gert víða annars staðar og meðal annars þama í Film- byen þar sem einmitt gömul herstöð var notuð," segir Páll og vísar þar til kvikmyndavers Lars von Trier sem Friðrik nefnir hér á undan. Páll segir ákvörðun Bandaríkja- stjómar um brotthvarfið frá Keflavík svo nýtilkomna að ráðuneytismenn hafi ekkert velt fyrir sér notkunar- möguleikum á vallarsvæðinu. „Við höfum hins vegar lýst áhuga á svona kvikmyndaklasa; hvar sem hann yrði,“ segir hann. gar@dv.is<None> Varnarlaust land til sölu Það er kunnara en frá þurfi að segja að Svarthöfði er lítið gefinn fyrir ofbeldi. Sérstaklega hefur hann iÚan bifur á öllum líkamsmeiðingum í næsta nágrenni við hann sjálfan. Það er því með trega í hjarta að Svarthöfði kveður herinn góða sem haldið hefur vemdarhendi yfir Svart- höfða og fjölskyldu hans allar götur frá því hann dró fyrst andann í þessum heimi. Satt best að segja hafði Svarthöfði reiknað með því að þegar sá dagur rennur upp að hann geispar endan- lega golunni myndi sólin skína á blaktandi gunnfána Bandaríkjahers á Miðnesheiði. Hann myndi svona „sove stille ind“ eins og Danir segja. Fá snyrtflegt og hægt andlát í mestu makindum. Áhyggjulaus. En nú þarf að gera ráð fyrir þeim möguleika að Svarthöfði hreinlega lendi í miðjum stríðsátökum. Landið er að verða vamarlaust. Allar Norður- Víkings æfingarnar unnar fyrir gíg. Herþyrlurnar hættar að fljúga yfir víðernin með taktföstu vélarhljóði og hafa kannski fiskað sinn síðasta ís- lenska sjómann upp úr ólgusjó. Stutt rannsókn leiðir í ljós að Svart- höfði er haldinn akút kvíðaröskun og þunglyndi. Nýja öryggiskerfið frá Securitas nær ekki að breyta því. Hættur steðja að. Osama bin Laden, Litháar með amfetamín og fleiri vilja leggja undir sig landið okkar. Hvað er tfl ráða? Ekki vfll Svart- höfði drepast í kúlnahríð misyndis- manna og heimsvaldasinna. Lausnin er kannski bara einföld. Að við flytjum öll brott af þessum brimsorfna halaklepra á heimskort- inu. Gemm upp kassann og skeflum í lás. Kaupum faflegan eyjaklasa í Suð- urhöfum og seljum allt hefla íslands- klabbið einhverjum áhugasömum. Tfl dæmis Kínveijum sem yrðu hér vað- andi um allt eins og í Erró-málverid. Væri það ekki bara gott á Bush? Svarthöföi Hvernig hefur þú það? „Ég hefþaö bara gott,“segir Mörður Árnason, alþingismaöur og einn þeirra sem er kominn íátta manna úrslit spurningakeppninnar Meistarinn á Stöð 2.„Þetta var ótrúleg heppni gegn hinum sterka söngvara Stefáni Má Halldórssyni. Þaö er snúnara en ég hélt að sitja á þessu sviöi. Ég var meira að segja búinn aö gleyma Halldóri Ásgrimssyni - en það veit örugglega á gott.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.