Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Page 18
18 LAUGARDACUR 18. MARS 2006 Sport DV F0RMÚLA1 FÁEiNAR STAÐRFYNDIR UM MALASÍU- KAPPAKSTURINNN ✓ Eddie Ervine vann kappaksturinn í Malasíu árið 1999 og skaut þar með bæði Michael Schumacher og Mika Hákkinen ref fyrir rass. ✓ Michael Schumacher er eini ökumaður sög- unnar sem hefur fengið stig í öllum sjö keppnun- um sem haldnar hafa verið í Malasíu. ✓ Michael Schumacher hefur verið fremstur á ráspól í Malasíu í fimm skipti. ✓ Þegar Fernando Alonso varð fyrstur í tímatökunum árið 2003 varð hann yngsti öku- maður sögunnar til að ná þeim árangri. ✓ (fyrra vann Fernando Alonso í Malasíu eftir að hafa verið fremstur á rás- pól. Jarno Trulli og Nick Heidfeld komu næstir. ✓ í kjölfarið tók hann forystu í stigakeppni ökuþóra og lét hana aldrei af hendi. ✓ Malasía hefur átt einn ökumann í Formúlu 1 kappakstrinum. Það var Alex Yoong sem keyrði fyrir Minardi árið 2003. FYRIR HELGINA keppni ökupóra Ökumaður/liö 1 í t-rnando Alonso, Rtnault 2. Mic.ha>. Schumacher, Ferrari 3. Kin.i Raikl'onen, Mcl aren 4. Jenson Button, Horida 5 i,i.,n Rjblo Montoya, McLaren b. Maik Wtíbbei, Williams 7, Ni! o Rosherg, Williams i 8. Chiistian Klien, Red Bull KEPPNI BÍLASMIÐA Lið Stig I 1. Renault 10 | 2. McLaren-Mercedes 10 I 3. Ferrari 8 | 4. Honda 5 1 5. Williams-Cosworth 5 I 6. Red Bull 1 | DAGSKRÁ RÚV: Laugardagur 0SS0 Bein útsending frá tímatökunni. Endursýnt kl. 10.50. Sunnudagur 0630 Bein útsending frá kappakstrinum. Endursýnt kl. 11.25. Nýstirnið í Formúlunni í ár heitir Nico Rosberg. Eins og margoft hefur komið fram er hann sonur Keke Rosberg, finnska ökuþórsins sem varð Formúlu 1 meist- ari árið 1982. Keke var þá 34 ára en Nico er nú tvítugur og vill sjálfsagt ekki bíða svo lengi eftir sínum fyrsta titli. Flottir feðgar Keke og Nico Rosberg ráða sfnum ráðum. Nordic Photos/Getty Nico Rosberg hefur slegið í gegn í Formúlu 1 keppninni þrátt fyr- ir að hafa aðeins tekið þátt í einu móti. Honum gekk framúrskar- andi vel í Barein um síðustu helgi þar sem hann lauk keppni í sjöunda sæti og varð þar með yngsti keppandi sögunnar til að vinna sér inn stig. Hann keppir fyrir Williams, rétt eins og faðir hans gerði þegar hann varð meistari árið 1982. Hvort sonurinn mun leika það eftir verður að koma í ljós, en það er alls ekki ólík- legt. Ólíkt föður hans er Nico mjög ungur þegar hann hefur feril sinn í Formúlu 1. Faðir hans, Keke, var 29 ára þegar hann keppti í fyrsta sinn, þá í keppni í Suður-Afríku Nico Rosberg Nico er sonur Keke Rosberg.fyrrver- andi meistara í Formúlu 1,og gekk vel í sínu fyrsta móti. Fæddur: 27,júní, 1985, í Wiesbaden, Þýskalandi. Uppalinn í Mónakó. ■ Hæð: 1,78 m. ■ Þyngd: 69 kg. Fjölskylda: Sina.móðir Nicos, er þýsk. Faðir hans, Keke, er finnskur og varð Formúlu 1 meistari fyrir Williams árið Lið: Annar ökumaður Williams- keppnisliðsins. Yngstur af núverandi keppendum. Árangur síðustu ára: ■ Formúlu BMW ADAC meistari (2002) BfVarð annar á slnu fyrsta ári í Formúlu 3 kappakstrinum (2003) ■ Fjórði í Formúlu 3 kappakstrinum (2004) HGP2 meistari (2005) © 2006 KRT Heimildir:F1Total.com,Williams(photo) Grafík: Jutta Scheibe, Morten Lyhne þar sem hann ók fyrir hið skamm- lífa Theodore-keppnislið. Upp- hafsárin gengu illa hjá Keke þar sem hann ók fyrir lið sem áttu í miklum vandræðum með bíla sína og átti Keke oft erfitt með að klára keppnir. Árið 1981 tókst honum tii að mynda ekki að ná í eitt einasta stig en árið áður náði hann þó upp á verðlaunapall. Vann á seiglunni Þrátt fyrir þetta ákváðu forráða- menn Williams-liðsins að ráða Keke til starfa eftir að Ástraiinn Alan Jones, sem varð meistari árið 1980, hætti hjá liðinu. Og þeir reyndust hafa veðjað á réttan hest því í svo góðum bíl var Rosberg nánast óstöðvandi. Hann skilaði stigum í nánast öllum keppnum og átti það eftir að borga sig þegar uppi stóð því enginn ökumaður vann fleiri en tvær keppnir þetta árið. Rosberg vann titilinn nánast á þrautseigjunni einni. Eftir þetta fór að halla undan fæti á nýjan leik og þrátt fyrir að hafa verið félagi Alains Prost hjá McLaren árið 1986 gekk honum sjálfum lítið í hag. Prost varð meistari í lok tímabilsins, en Ros- berg hætti í Formúlu 1 og viður- kenndi síðar að hann hefði hætt „of snemma". Hann var þó 38 ára og hafði eignast soninn Nico nokkrum mánuðum fyrr. Reyndari en pabbi Keke er fæddur í Svíþjóð en keppti engu að síður fyrir Finnland. Nico, hins vegar, fæddist í Þýska- landi og keppir undir þýska fán- anum. Og í tilfelli sonarins var mun íyrr ljóst í hvað stefndi. Nó þegar hef- ur Nico, sem er ekki nema tvítugur að aldri, keppt í oftar í kappakstri en faðir hans gerði á öllum sínum ferli. Og er þar átt við ailar keppnir, ekki eingöngu Formúlu 1. Árið 2002 var hann hins vegar ráðinn sem til- raunaökumaður hjá Wiiliams-liðinu og varð hann þar með, 17 ára gamall, yngsti ökumaður Formúlu 1 keppn- isbfls frá upphafi. Nico á að baki langan feril í hin- um ýmsu mótaröðum sem tengjast Formúlu 1 kappakstrinum. Hæfileik- ar hans eru ótvíræðir og ef marka má árangur hans í fyrsta móti ársins er hér um að ræða óhræddan öku- mann sem er feykilega öruggur í öli- um sínum aðgerðum. Þessu til stað- festingar átti hann brautarmetið þann daginn og gaf þar með öðrum keppendum skýr skilaboð um hvað hann er fær um að gera. eirikurst@dv.is Formúla 1 í Malasíu Sepang-brautin Gír/ km/klst ) Tímatökusvæði /kilbeygjur 1. beygja Keppt: 19. mars Kappakstur: 56 hringir - 310,408 km. Lengd hrings: 5,543 km. Brautarmet: 1:34,223 mín. o graphic news

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.