Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 Helgarblaö DV Edda Heiðrún Backmann, sem er að takast á við sitt íjórða leikstjórnar- verkefni með Átta konum, situr úti í sal og stýrir stelpunum sínum af ákveðni en mildi. Æfingaferlið er á viðkvæmum stað þar sem nú er ver- ið að koma leikritinu fyrir í sviðs- myndinni. og æsispennandi „Leikkonumar eru allar á svið- inu nánast allan tímann svo þetta er býsna flókið hreyfimynstur," seg- ir Edda. „Maður vill alltaf eyða meiri tíma í persónusköpun en um- ferðin á sviðinu skiptir svo miklu máli í svona gamansömum glæpa- leikjum, það hefur að gera með tímasetningar þar sem markmiðið er ekki síst að skemmta fólki." Þrátt fyrir að enn sé langt í land að sýningin sé tilbúin er blaðamað- ur að springa úr hlátri á æfingunni. Atburðarásin er bæði spennandi og skemmtileg, að ekki sé talað um fyndnu söngatriðin sem bresta á nánast úr lausu lofti. „Mig langaði að vinna verk þar sem leikkonustarfið yrði skoðað og reynt að víkka það aðeins út, riíja upp gamlar aðferðir og nýjar. Ég byrjaði á því að velja Kristján Ingi- marsson hreyfilistamann með mér og svo langaði mig að nota söngva í þessari uppfærslu. Leikritið er án söngva en franska bíómyndin sem margir kannast við var með söngv- um frá períódu þess tíma í Frakk- landi. Svo hugmyndin sú er ekki ýkja frumleg. Ég valdi nokkur af uppáhaldslögunum mínum og við höfum gert lagatexta sem varpa nýju ljósi á hverja persónu fyrir sig, en konurnar átta luma á ýmsum leyndarmálum og eru kannski ekki jafnfyrirsjáanlegar týpur og þær virðast í fyrstu." Misóhuggulegar konur Sævar Sigurgeirsson textahöf- undur situr við hlið Eddu og fylgist með æfingunni en hann þýddi líka verkið og gerði leikgerðina. „Þetta er ótrúlegt verk sem er einhvern veginn að reyna að vera sakamálasaga og gamanleikrit í senn. Svo kemur söngleikurinn og treður sér með,“ segir hann. „Söng- atriðin eru nánast súrrealísk og koma eins og skrattinn úr sauðar- leggnum en það er einmitt það sem gerir þau svo fyndin. Svo notum við söngtextana til að afhjúpa persón- urnar." Edda undirstrikar þó að leik- verkið sé allt öðruvísi en myndin. „Þeim sem koma til að sjá myndina verður illa brugðið. Þetta er svo allt öðruvísi. Leikstíllinn á myndinni er mjög sérkennilegur og það er mikill munur á kvikmynd og leikhúsi. Við viljum holdgera þessar konur, ekki bara með fögrum andlitum heldur láta leiklistina ná niður f kroppinn á þeim og nota aila leikhúsgaldrana. Það hefur verið tendens til að láta konur vera mishuggulegar á sviði en við erum kannski að leggja áherslu á að gera þær misóhuggu- legar." Konur því miður voðalega skotnar í peningum Þegar hún er spurð hvort kon- urnar átta í þessu verki eigi sér hlið- stæður í samtímanum, hlær Edda. „Það hefur auðvitað ýmislegt breyst í kvennabráttunni síðan þetta verk var skifað en því miður held ég að þær eigi sér hliðstæður. Hér er fjall- að um peninga og græðgi og það á nú aldeilis við í dag. Ég held því miður að konur séu ennþá voða- lega skotnar í peningum. Það er hins vegar svo merkilegt með pen- ingana að þú veist svo sem aldrei hvaða orka býr í þeim. Það er vissu- lega mikil orka í peningum, en hvar hún springur út í mannlegum sam- skiptum og hvernig hún er notuð er ekki alltaf hægt að sjá fyrir. Pening- ar geta farið í holurnar og götin og hitt fólk fyrir þar sem það er veilt fyrir og magnað upp vonda eigin- leika. Undantekningalaust vill fólk hafa meiri peninga milli handanna. Þess vegna held ég að þegar fólk græðir óvænt mikla peninga sé það oftar en ekki ávísun á mikla óham- ingju. Konumar í þessu leikriti virð- ast hengja hatt sinn á karlinn og hjónabandið og allt sem því við- kemur en af afar misjöfinum ástæð- um. Eitt eiga þær þó allar sameigin- legt, þær eru gráðugar og fjárhags- lega háðar honum." Breyskir einstaklingar og ekkert sem sýnist Það er sem sagt ekki ástin sem knýr þær? „Nei, því miður. Ef hún hefur verið þarna fer mjög lítið fyrir henni. Ástin er líka svolítíð skrýtið afl því ástina þarf að vökva og sá sem vill fá ást, sem flestir auðvitað vilja, verður að byrja á að gefa hana. Það er ekki öllum eiginlegt að skilja það. Karlmaðurinn í þessu verki er lfka bara mennskur og breyskur og lifir í hálfgerðum hólfum. Hann vfl- ar ekki fyrir sér að plokka það út úr hverri og einni sem honum sýnist og reytir af þeim fjaðrirnar eftir því hvað þær bjóða honum. Hann er ábyggilega mjög sjálfselskur maður og nýtir sér ástand kvennanna hvar sem þær eru staddar í þjóðfélags- stiganum. í þessu leikriti er ekkert sem sýnist, sem er einmitt galdur góðrar og gamansamrar sakamála- sögu. Við reynum svo bara að gera þetta þannig að okkur takist að skemmta fólki, það er megintil- gangurinn." Það er ennþá stuð á sviðinu þeg- ar blaðamaður yfirgefur Þjóðleik- húsið og Edda stendur vaktina eins og herforingi. Vinnudagurinn er oft langur en hún segir að þetta sé tarnavinna og að hún fái góða hjálp frá eiginmanni, samstarfsfólki, vin- um og ættingjum. „Ég er auðvitað afskaplega þakk- lát að fá að starfa og vera áfram í mínu fagi og svo vona ég bara að ég vaxi sem leikstjóri með hverri sýn- ingu. Verkefnin sem ég hef fengist við eru svo ólfk og ég er eins og aðr- ir, reyni að velja mér samstarfsfólk af kostgæfni og miðla því af minni reynslu. Það er býsna fiókið starf að leikstýra og þegar upp er staðið lær- dómsríkt á svo marga vegu. Mér þykir vænt um starfið mitt og finnst það hafa otað mér í átt að þroska." edda@dv.is Æfingar standa nú sem hæst f Þjóðleikhúsinu á leikritinu Átta kon- ur eftir Robert Thomas. Leikstjóri er Edda Heiðrún Backmann en verkið verður frumsýnt á Stóra sviðinu 31. mars. Átta konur var frumflutt í París árið 1961 og hlaut þá leiklistarverð- launin Prix du Quai des Orffevres. Franski leikstjórinn Fran^ois Ozon gerði svo geysivinsæla kvikmynda- gerð verksins árið 2002, þar sem margar af fremstu leikkonum Frakk- lands fóru á kostum, en hann var einkum þekktur fyrir að tvinna saman formum sakamálaleikrita og léttra gamanleikja. Blaðamaður Helgarblaðsins eyddi dagstund í Þjóðleikhúsinu í vikunni og fylgdist með æfingum, sem eru reyndar á viðkvæmu stigi þar sem leikkonumar em að finna sig á sviðinu. Þær em í sífellu stopp- aðar af leikstjóranum sem vill gjarn- an sjá þær aftar, framar, aðeins lengra til vinstri eða hægri, í stigan- um eða fyrir neðan stigann, allt eftir því hvað gerir sig best fyrir heildar- útkomuna. Þetta er nefnilega gam- anleikur og verður aö virka sem slfk- ur þó undirtónninn sé grafalvarleg- ur. Það hefur verið framið morð og allir liggja undir gmn. Þær virka svo sem nógu saklausar í upphafi konurnar átta sem em samankomnar heima hjá hinum myrta. Þar em eiginkonan fagra, tvær ungar og óstýriiátar dætur, að- þrengd mágkona, gráðug tengda- mamma, dularfull ráðskona og kyn- þokkafull þjónustustúlka. Iiúsbónd- inn sjálfur liggur sofandi í rúminu sínu - eða hvað? Leikritiö minnir mjög á saka- málaleikrit í anda Agöthu Christie því smátt og smátt kemur í ljós að konurnar hafa allar sinn djöful að draga og hver fyrir sig hefur átt í dul- arfullu sambandi við hinn myrta sem hinum var ókunnugt um. Á ótrúlegustu augnablikum bresta svo leikkonurnar í söng og dans þar sem kemur til kasta Kristjáns að stýra þeim listilega um sviðið. Kostuleg og organdi fyndin atriði. Leikkonurnar eru sannkallaöur rjómi leikkvenna í íslenskri leiklist og stórglæsilegar á sviðinu. Það verður því æðislegt að sjá útkomuna þegar þær em allar komnar í ýkta búninga frá fiftís-tímabilinu, að ekki sé talað um að fá lausn á morðgát- unni því blaðamanni entist ekki tími til að sjá verkið til enda. Að sögn Eddu leikstjóra er endirinn nýr og óvæntur en hann verður að sjálf- sögðu ekki tíundaður frekar hér. amma og forfrömuð pabbastelpa Margrét Guðmundsdóttir leikur ömmunasemer óllkindatól með penmgo og hlutabréfó heilanum. Hun er langt fró því að vera hin bllða og góða ammo. Edda Björg Eyjólfsdóttir leikur Elínu, eldri dótturinaó heimilinu, sem er mikil pabbastelpa og hefur forframast I útlönd- um. Hún er stöðugt að leita sannleikans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.