Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 Helgarblaö DV tioitífcfuna Anna Kristín Gunnars dóttlr Qlþlngisnuidur. Púður frá Clinique „Ég var áður með aðra tegund en líst mjög vel á þetta púður og er ánægð með það.“ Andlitskrem frá Clinique „Þetta er ólitað dag- og næturkrem frá Clinique sem ée nota á huerium Augnblýantur frá No Name „Ég nota yfirleitt ein- hvem augnblýant daglega og þá oftast þennan sem er mosa- grænn eða annan sem er svargrár." Maskari frá Lancome „Þessi er mjög góður og klessir ekki augnhárin. Ég nota maskara á hverjum degi en gæti svo sem farið mask- aralaus út fyrir dyr þar sem ég er með brún augu og svarta augnum- Hins vegar er maður van- ur maskaranum enda lengir hann augnhárin." Gloss frá Body Shop „Ég nota oftast Þettá er næstum lit- laust en með smá bleik- um ekki sterka liti á varirnar á mér en set oft gloss yfir varaliti." Anna Kristfn Gunnarsdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, segist mála sig á hverjum degi. „Ég mála mig hins vegar ekki alltaf eins. Þegar ég er að fara út að skemmta mér mála ég mig meira, en hversdagslega set ég aðeins á mig andlitskrem, litað dagkrem og maskara. Ef ég fer út á kvöldin snyrti ég mig svo meira f kringum augun. Annars legg ég meira upp úr fötunum en förðun- inni," segir Anna Kristfn og bætir við að hún sé um það bil tíu mfnútur til kort- er að mála sig á morgnanna. „ Athafnakonan Sirrý Hallgrímsdóttir er aðstoðarfram- kvæmdastjóri Creditinfo Group og eigandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjá viðmótsprófana ehf. Auk vinnunnar situr Sirrý í stjórn íslenska dansflokksins og er formaður í móttökunefnd FKA. Það er því nóg að gera hjá þessari dug- legu ungu konu. ErtioiD skilar sér á endanum „Markaðir fyrirtækisins eru aðal- lega í Austur- og Mið-Evrópu og það að fá reynslu af þessum mörkuðum hefur verið mér ómetanlegt," segir Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Creditinfo Group, sem er móðurfyrirtæki Lánstrausts á íslandi. Mikil ferðalög vegna starfsins „Ég hóf störf hjá Creditinfo Group í júní 2005 og finnst verulega gaman að taka þátt í uppbyggingu á fýrirtæki í jafn örum vexti. Starfsem- in snýst um mat á áhættu viðskipta við fyrirtæki og einstaklinga og und- ir merkjum fyrirtækisins höfum við verið að byggja upp fyrirtæki um heim allan," segir hún en Creditinfo Group er nú staðsett í 25 löndum og þarf Sirrý því að ferðast mikið vegna starfsins. „Upp á síðkastið hef ég aðallega verið að fara til Grikklands og Möltu og verð því kannski að bæta grískukunnáttuna," segir hún brosandi. Stofnuðu fyrirtæki í niðursveiflu Auk þess að starfa hjá Creditinfo Group er Sirrý einn eigenda og fyrr- verandi framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins Sjá viðmótsprófanir ehf. Það fyrirtæki stofnaði hún ásamt tveim- ur öðrum konum árið 2001, þeim Jóhönnu Símonardóttur og Áslaugu Friðriksdóttir sem er núverandi framkvæmdarstjóri fyrirtækisins. „Við stofnuðum Sjá viðmótsprófan- ir árið 2001 þegar það var niður- sveifla í þjóðfélaginu en ef maður hefur gaman af því sem maður er að gera skilar vinnan sér alltaf á endan- um og það höfum við uppskorið með Sjá ehf. Fyrirtækið sér um próf- anir og greiningar á vefjum og hug- búnaði auk þess sem fyrirtækið er „Við stofnuðum Sjá viðmótsprófanir árið 2001 þegarþað var niðursveifla í þjöðfé- laginu enefmaður hefur gaman afþvi sem maður er að gera skilar vinnan sér alltafá endanum og það höfum við upp- skorið með Sjá ehf." með vefráðgjöf," útskýrir Sirrý og bætir aðspurð við að síðasta vor hafi henni boðist aðstoðarframkvæmd- astjórastarfið hjá Creditinfo Group og að hún hafi talið það vera tæki- færi sem hún gæti einfaldlega ekki hafnað. íslenskar konur metnaðargjarnar Aðspurð segist Sirrý alltaf hafa verið metnaðarfull og hún segir ís- lenskar konur í heildina stefna hátt. „íslenskar konur eru mjög metnað- argjarnar og þær stefna fram á við. Þátttaka kvenna í stjórnum félaga og í forsvari fyrirtækja er að aukast og á bara éftir að aukast og ég tel að íslenskar konur séu mjög sterkar og góður efniviður til að verða leiðtog- ar í viðskiptalífinu," segir hún ákveðin en Sirrý er einnig ein af fjór- um konum sem eiga fyrirtækið D8 sem gerði heiðarlega tilraun til að kaupa Símann. „Við vorum þar í för með erlendum fjárfestum og mynd- uðum hóp sem tók þátt í útboðinu." Sirrý Hallgrímsdóttir „Aö mlnu mati er þaö hins vegar nauðsynlegt fyrir hvern og einn að eiga áhugamúl utan vinnunar, þvl áhugamál og félagsstarf eykur bara á vlö- sýni okkar og reynsiu. “ Áhugamál nauðsynleg Auk starfsins situr Sirrý í stjórn íslenska dansflokksins og er for- maður í móttökunefnd FKA, Félags kvenna í atvinnurekstri, og því er nóg að gera hjá þessari ungu konu. „Að mínu mati er það hins vegar nauðsynlegt fyrir hvem og einn að eiga áhugamál utan vinnunar, því áhugamál og félagsstarf eykur bara á víðsýni okkar og reynslu," segir hún að lokum. indiana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.