Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 18. MARS2006
Helgarblað DV
Kristín Rós Hákonardóttir sunddrottning
býr í nýrri íbúð í Vatnsendahverfinu.
Kristín er að æfa á fullu og verður því að
halda sér í formi. Hún segist algiör sælkeri
Sælkeri „Ég bý ein og nenni
ekki alltaf að elda handa mér
einni en þegar ég geri það
verður pasta eða eitthvað í
þeim dúr oftast fyrir valinu
en svo fer ég til mömmu eða
systra minn þegar mig lang-
ar I eitthvað annað en svo
I finnst mér voðalega gaman
1 að búa til allskyns eftirrétti,"
1 segir Kristín.
„Ég hef mjög gaman af því að
elda en er samt ekkert rosalega
dugleg við það," segir Kristín Rós
Hákonardóttir sundkona. Kristfn
Rós er nýlega flutt í nýja íbúð í
Vatnsendahverfinu í Kópavogi og
er afar ánægð með íbúðina og eld-
húsið sitt. „Eg bjó áður í Seljahverf-
inu svo ég fór ekki langt en þetta er
mjög fínt hverfi sem er í mikilli
uppbyggingu og ég er mjög
ánægð," segir hún en bætir við að
hún sé langt frá því að vera tækja-
sjúk þegar kemur að eldhústækj-
um. Eldhúsið sé ekki beint há-
tæknieldhús heldur einfaldlega
ósköp venjulegt.
Svindlar um helgar
Kristín Rós er að sjálfsögðu á
fullu í sundinu og þarf því að passa
upp á hollustuna. Hún segist elda
lítið af brösuðum mat en að hún sé
þó ekki grænmetisæta. „Ég borða
allt enda er ég algjör sælkeri. Ég
reyni samt að hafa matinn hollan
og góðan en uppáhaldsmaturinn
minn er steiktur fiskur hjá mömmu
enda er allt best þar,“ segir hún
brosandi og bætir við að hún sé
mikið fyrir deserta, súkkulaði og ís.
„Ég verð samt að passa mig og
svindla aðallega um helgar þótt ég
haldi enga sérstaka nammidaga.
Einnig reyni ég að borða mikið af
ávöxtum, sérstaldega banönum og
eplum enda þægilegt að geta gripið
í þá yfir daginn," segir hún og bæt-
ir við að hún borði allavega einn
ávöxt á dag.
„Ég verð samt að
passa mig og svindla
aðallega um helgar
þóttég haldienga
sérstaka
nammidaga."
allskyns eftirrétti," segir Kristín sem
er kennari í öskjuhlíðarskóla. „Ég er
náttúrlega að æfa á fullu og kem því
ekki heim fyrr en sjö eða átta á
kvöldin eftir langan vinnudag en ég
elda þegar ég finn eitthvað í ísskápn-
II
um.
Breytir og bætir uppskriftir
Aðspurð segist Kristín Rós ekki
fara oft út að borða og að þar sé að-
allega tímaleysi um að kenna. „Ég
nenni sjaldnast út á kvöldin eftir
vinnu en ef ég fer verður Madonna,
Laugaás og Argentína gjarnan fyrir
valinu en þeir staðir eru meðal ann-
ars í uppáhaldi hjá mér en mér
finnst mjög gaman að fara út að
borða. Eg' er þó ekki mikið fyrir
skyndibita en fer stundum á
Subway," segir hún og bætír að-
spurð við að hún sé farin að glugga í
uppskriftabækur meira en hún gerði
áður. „Ég fer samt aldrei alveg eftir
uppskriftunum, heldur fikra mig
áfram með því að bæta einhverju við
og sleppa öðru enda verður matur-
inn annars ekki góður."
indiana@dv.is
Gaman að búa til deserta
Kristín Rós segir sína sérrétti
pasta, lasagne, kjúkling og fiskrétti
en að hún sé minna fyrir indverskt
og aðra austurlenska rétti. „Ég bý ein
og nenni ekki alltaf að elda handa
mér einni en þegar ég geri það verð-
ur pasta eða eitthvað í þeim dúr oft-
ast fyrir valinu en svo fer ég til
mömmu eða systra minn þegar mig
langar í eitthvað annað. Svo finnst
mér voðalega gaman að búa til
Kristín Rós „Ég er
Ináttúrlega aðæfaá
[ fullu og kem þvi ekki
heimfyrren sjöeða
átta kvöldin eftir tang-
an vinnudag en ég
elda þegar ég finn eitt-
hvað I ísskápnum. “
en reynir aö haía matinn hollan og góöan
Kristín Rós bauð DV í heimókn
Hrísgrjónaréttur
Krístínar Rósar
1 pakki iirfsgrjón
ö msk. sýrður rjómi
1/2 peli þeyttur rjómi
1/4 dóssveppir
1 - 2 dósir rækjur
1 -- 2 tsk. karrý
„Allt Jirært saman og Jútað í eid-
fostu inöti. Réttursem erauðveit að
hua til, segir Kristfn Rós.
7 ástæður til að elskast
1. Kynlíf læknar stress
Þótt kynlíf sé ekki efst á óskalist-
anum þegar áhyggjurnar hlaðast
upp gæti tímasetningin í rauninni
ekki verið betri. Gott kynlíf losar
um notaleg efni í heilanum og skil-
ur þig eftir afslappaða og ham-
ingjusama.
2. Kynlíf gerir þig granna
Með 15 mínútna kynlífi þrisvar í
viku á einu ári brennirðu 30 þús-
und kalóríum. Kynlíf eykur horm-
ónaflæðið sem minnkar fitu og
bætir vöðvana.
3. Kynlíf bætir sjálfstraustið
Gott kynlíf lætur þér líða betur
með sjálfa þig. Þér finnst þú eftir-
sóknarverð og samband þitt við
makann verður nánara.
4. Kynlíf læknar
Þar sem efnaskiptin fara á fullt
við ástarleik getur gott kynlíf jafn-
ast á við verkjartöflur.
5. Kynlíf er vörn gegn kvefi
í efnaskiptunum sem fara af
stað við ástarleik losnar um efnið
oantibodies sem berst við vírusa og
bakteríur.
6. Kynlíf fær þig
til að blómstra
öll hreyfing fær
blóðið til að renna
um líkamann, hitar
þig upp og ber nær-
ingarefnin úr blóð-
inu í húð þína.
i____