Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 18. MARS 2006
Helgarblað DV
Matti Nykánen er að mörgum talinn fremsti íþróttamaður sem Finnland hefur alið. Hann var snillingur á
skíðum og er þekktur fyrir stökk sem margir hafa látið lífið við að reyna að leika eftir. Matti er samt
ólíkur flestum öðrum afreksmönnum í íþróttum. Hann kynntist áfengi snemma á lifsleiðinni og síðan þá
hefur hann gegnt ýmsum vafasömum störfum. Valur Gunnarsson kannaði aðstæður þessarar föllnu hetju.
mesta
Matti kemur í bæinn
Því er ekkert að gera nema að
leita á náðir Guðs. En Guð er, eins
og mig hafði lengi grunað, á móti
mér, og allar samgöngur eru lamað-
ar vegna rútuverkfalls. Því er ég nú
fastur hér í þessum tvíburabæ ísa-
fjarðar.
Ekkert miðar í samningaviðræð-
um rútubflstjóra í kvöldfréttum og
því þarf ég áð dúsa annað kvöld í
Joensuu. Sataana perkele. Miðviku-
dagskvöld eru kölluð „litli laugar-
dagur" til að brúa bilið á milli helga.
En jafnvel stóri laugardagur lítur lítt
spennandi út í tvíburabæ ísafjarð-
ar. Það eru því heldur betur gleði-
tíðindi þegar fréttist að Matti er að
koma í bæinn.
Sjálfsmorðsstökk
Reyndar er einnig verið að sýna
leikna kvikmynd um lífshlaup hans
í bíó. Hún hefst á hinu fræga stökki
hans frá brúnni í Jyvaskyla í ána
fyrir neðan. Sagan segir að margir
hafi látist við að reyna að leika það
„Hann ersvo vondur
söngvarí," segir ung-
ur Finni með aðdáun-
artón. Matti Jemur
míkrófóninum í loftið
inn á milli tilrauna
sinna til að syngja.
„Hann er besti
íþróttamaður sem
Finnland hefur átt,"
segir annar, daprari í
Skíðastjarnan Matti
er afflestum talinn
besti íþróttamaður-
inn sem Finnland hef-
ur alið.
...
m
Reyndar er einnig ver-
ið aðsýna leikna
kvikmynd um lífs-
hlaup hans í bíó. Hún
hefst á hinu fræga
stökki hans frá brúnni
í Jyvaskyla í ána fyrir
neðan. Sagan segir að
margir hafi látist við
að reyna að leika það
eftir.
eftir. Matti kynnist áfenginu á ung-
lingsárunum og er meira og minna
fullur þar eftir. Myndin endar á því
að hann giftist pylsugerðar-
prinsessunni á toppnum á skíða-
stökkpalli. Síðan þá hefur parið
verið tíðir gestir á forsíðum slúður-
blaðanna, og er sagt frá því í smáat-
riðum í hvert sinn sem þau hætta
og byrja saman aftur. Á meðan
heldur tónlistarferill Matta áfram.
„Hann er svo vondur söngvari,"
segir ungur Finni með aðdáunar-
tón. Matti lemur míkrófóninum út
í loftið inn á milli tilrauna sinna til
að syngja. „Hann er besti íþrótta-
maður sem Finnland hefur átt,“
segir annar, daprari í bragði.
Sjálfsmorð á sviðinu
Aðeins einu sinni áður hef ég
orðið vitni að því að áhorfendur
hafi haft jafnmikla ánægju af að sjá
mann á sviðinu eyðileggja sjálfan
sig. Það var þegar ég sá Shane Mac-
Gowan, söngvara Pogues, í Dublin.
Útblásinn og þrútinn af áfengis-
neyslu og klappaði fólkið meira eft-
ir því sem hann varð fyllri og
aumkunarverðari. En höfundur
laga eins og Rainy Night in Soho og
Fairytale of New York hefur óum-
deilanlega tónlistarhæfileika. Það
sama er ekki hægt að segja um
Matta. Eitthvað hefur hann batnað
sem söngvari frá strippárum sín-
um. Hann er ekki lengur jafn slá-
andi slæmur. Né heldur tekst hon-
um að vera góður. Hann er því ein-
hvers staðar á þessu millibils-
ástandi sem lítinn áhuga vekur. En
barinn er alltaf nálægur.
Ég vakna þunnur og engu nær
Guði en kvöldið áður. En.verkfall-
inu er lokið og ég er á íeið.inni í
klaustur. '
Valur Gurinarsson
Tvíburabær ísafjarðar
Ég er staddur í Joensuu, höfuð-
borg þess sem eftir er af finnsku
Karelíu eftir vetrarstríð og fram-
haldsstríð 20. aldar. Hún ber einnig
titilinn „tvíburabær ísafjarðaf"
enda bæirnir austustu og vestustu
borgir Norðurlanda, sín á hvorum
endanum í skugga stórvelda. Ætl-
unin er að komast í klaustrið í Vala-
mo, eina grísk-kaþólska klaustri
Finnlands. Undanfarinn mánuð
hef ég dvalið í Pétursborg að reyna
að klára bók sem hefur étið upp
mestallan frítíma minn undanfarin
fimm ár og kostað mig þrjár vinnur.
Allt er helmingi ódýrara í Rússlandi
nema bjórinn, sem er fimm sinnum
ódýrari, og vodkinn, sem er tíu
sinnum ódýrari. Þetta hefur áhrif á
ýmsar lífsstflsákvarðanir og lítið
varð úr skriftunum.
Matti Nykánen er lfldega mesta
örlagafyllibytta sem Finnland hef-
ur átt. Og er þá fjandi mikið sagt.
Um tíma var hann fremsti skíða-
stökkvari heims, og hefur enginn
enn orðið honum frentri í þeirri
íþrótt, þrátt fyrir, eða kannski
vegna þess, að hann stökk oft full-
ur. Enda kallar íþróttin á kjark öðru
fremur.
Eftir að hafa drukkið frá sér
verðlaunaféð átti hann stuttan feril
sem poppstjarna, og svo karl-
strippari, þangað til dóttir pylsu-
gerðarkóngs Finnlands keypti
hann lausan frá samningi hans.
Hún tók hann svo með sér til höf-
uðborgar pylsugerðarinnar, Tamp-
ere, þar sem hún sá honum fyrir
brennivíni, líklega í skiptum fyrir
einkadansa.
Matti og frú Margar
Iþróttahetjur hafa átt
lögulegri konu, en þessi
er dóttir pylsugerðar-
kóngs Finnlands.
Kvikmyndastjarnan
Matti ku vera jafn lé-
legur leikari oghann
ersöngvari.
Poppstjarnan
Matti FeriHMatta
var heldur skamm
vinnur.