Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2006, Qupperneq 53
Menning DV LAUGARDAGUR 18. MARS 2006 53 hetjum. Samtíminn hefur akkúrat núna meiri áhuga á viðskiptum." Frægir í Rússlandi „Fyrir nokkrum árum gaf ég út sólóplötu," segir Hermann og uppsker undrunarhróp viðmæl- enda síns, sem biður hann að út- skýra þetta nánar. „Ég hef alltaf verið mjög mikið í músík, alveg síðan ég var krakki og ég spila á mörg hljóðfæri. Sólóplatan hét Súkkulaði og kók, en hún var nokkurs konar óhefðbundin kán- tríplata sem ég gaf út sjálfur. Ég söng og samdi öll lög og spilaði líka á öll hljóðfæri." Hermann útskýrir að hann hafi tekið plötuna upp við frumstæð- ustu aðstæður og á einum degi. Hún náði ekki mikilli sölu, en dá- góðum vinsældum. „Raunar hafði ég áður gefið út kassettur sem ég ákvað að gera í þrjátíu eintökum og selja mjög dýrt. Ég hafði einfaldlega þrjátíu manns í huga og fór og seldi þeim. Ég man að Matthías Viðar átti ekki fyrir kassettunni, þannig að ég þurfti að gefa honum afslátt. Lengi hef ég spilað mikið á ba- njó og ég byrjaði í hljómsveitinni 5tu herdeildinni sem banjóleikari. Þegar ég kom til baka eftir ársdvöl á Spáni vantaði slagverksleikara fremur én banjóleikara, svo ég // Efmaður getur hætt að skrifa, þá á mað- ur að gera það - enda er ekkertupp úrþessu að hafa." skipti um hljóðfæri." Hermann bætir við að 5ta her- deildin sé í bullandi útrás þessa dagana. Þeir eru orðnir nokkuð stórt nafn í Rússlandi og þar kem- ur út plata á næstunni. „Við spil- um tónlist sem höfðar tii Rússa, einhvers konar balkanskotið popp. En það er mjög fríkað að sjá heilsíðumynd af okkur í einu út- breiddasta blaði Rússlands, en enginn á íslandi veit að við erum tii." Gerir það sem Jón Karl seg- ir Nú hefur Hermann gefið út eina bók á ári í þrjú ár. Fyrst komu Sjónhverfingar, síðan Níu þjófalyklar og loks Stefnuljós. All- ar hafa komið út hjá Bjarti, en eina þýðingu hefur hann gefið út hjá JPV. Það er platónsk glæpa- saga sem heitir Skuggaleikir, en hún er eftir José Carlos Somoza. „Skuggaleikir er frábær bók“, seg- ir hann. „Hún fjallar um þýðanda gamals grísks handrits, sem fer að skrifa neðanmálsgreinar við það og finnst eins og handritið sé að tala við sig og jafnvel ofsækja sig." En hvernig fann hann að það var tími til kominn að gefa út? „Jón Karl Helgason, vinur minn, hefur yfirleitt beðið mig um að skrifa bækur. Hann sagði eitt sinn við mig: Mér finnst að þú ættir að skrifa bók sem heitir Níu þjófalyklar. Og ég gerði það. Raunar stal hann sjálfur titlinum frá Ólafi Jóhanni, sem átti bókina Níu lyklar, en ég gerði eins og hann sagði mér og geri það yfir- leitt. Nú er ég tilbúinn með eina bók, sem ég skrifaði á undan Stefnuljósum. Ég skrifaði líka Stefnuljós á undan Níu þjófalykl- um. Níu þjófalyklar voru líka skrifaðir á undan Sjónhverfing- um. Ég á yfirleitt mikið safn og þarf síðan að veljaþað sem passar inn í samtímann. Eg held að þetta sé ekkert einsdæmi, ég hef séð þetta hjá öðrum höfundum. Þeir eiga efni á lager." Hermann Stefánsson er ekki til Það er lífseig mýta, a' netinu sérstaklega, að rithöfundurinn Hermann Stefánsson sé ekki til. Eða að hann sé annar maður sem skrifar undir dulnefninu Her- mann Stefánsson. Afhverju skap- aðistþessi brandari? „í fyrsta lagi vegna þess að ég er ekki til," segir Hermann og brosir eyrna á milli. „Á barnum áðan borgaði ég með fimmhund- ruðkalli og fékk fimmhundruðkall til baka. Ég skilaði honum, en ekki af neinum heiðarleika, heldur til þess að staðfesta fyrir sjálfum mér að ég væri víst til, því ég hef löng- um efast um það sjálfur. Ég meina það. Sjálfvirkar hurðir opnast ekki einu sinni fyrir mér. Líka er kannski hluti af þessu að ég skrifaði grein í TMM sem fjallaði um falsanir. Þetta var þeg- ar málverkafölsunarmálið var í brenni-depli. Ég rakti sögu bónda norður í landi sem ásakaður var um málverkastuld. Ég líkti slíkum þjófnaði við hreyfingu sem laum- ar greinum í blöð undir nöfnum annars fólks og rakti líka sögu þeirrar hreyfmgar. Ég sagði af fólki sem sendir kannski grein undir nafni Derrida í blað, en bít- ur síðan höfuðið af skömminni og sendir líka leiðréttingu undir hans nafni. Ef Derrida sjálfur vildi segja eitthvað um málið, þá myndi eng- inn trúa honum. En ég skáldaði þetta allt saman. Bóndinn fyrir norðan er ekki til og hreyfingin ekki heldur, en það var ekki út- skýrt í greininni að hún væri lygi. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðing- ur áttaði sig á því og kom með þá kenningu að Hermann Stefáns- son væri ekki til. Það er því Aðal- steini að kenna að sumir efast um tilveru mína. En ég er sáttur við það." Meira að segja Gillzenegger skrifar fyrir framtíðina Hvemig viðtökur hafa bæk- urnar fengið? „Ég hef yfirleitt fengið góða dóma, en salan hefur verið dræm. Við lifum á tímum þar sem allt er „Ég hef löngum efast um það sjálfur að ég sé til. Sjálfvirkar hurðir opnast ekki einu sinni fyrir mér." metið út frá sölu, en það er sama hvaða rithöfund þú talar við, þeir munu allir segja það sama hvort sem þeir eru metsöluhöfundar eða selja ekkert: „Sala skiptir ekki máli." Þetta munu þeir segja vegna þess að allir rithöfundar eru að skrifa fyrir framtíðina. Það er klikkuð hugmynd, en það er þannig. Meira að segja Gillzenegger skrifar fyrir framtíð- ina. Hann skrifar kannski fyrir næstu viku eða mánuði, en aðrir fyrir næstu aldir. Ef þeir gera það ekki, þá eru þeir á villigötum sem rithöfundar og örugglega ekki að gera neitt af viti. Það eru til tvær tegundir af bókmenntum. Annars vegar aktú- el-bókmenntir, sem eru skrifaðar eins og bók Gillzeneggers, fyrir næstu vikur. En svo eru það sam- tímabókmenntir; skrifaðar inn í samtíðina, þær tala við fortíðina og eru skrifaðar fyrir framtíðina. Þetta er megnið af þeim bók- menntum sem eitthvað er varið í.“ Vil reka hníf í hjarta fólks Hverju viltu koma á framfæri með bókum þínum. Hvað viitu segja? Hvers vegna ferðu ekki bara að vinna við járnabindingar? „Ég vinn oft við eitthvað ann- að,“ segir Hermann. „Nú er ég ný- byrjaður á auglýsingastofunni NM og hef sennilega aldrei haft fleiri lesendur. Það sem mér finnst skemmtilegast við auglýs- ingar er að það veit enginn hver skrifar þær. Það er líka heillandi að fagurfræði margra auglýsinga er einmitt að fara í taugarnar á fólki. En ef ég gæti sagt þér núna hverju ég er að reyna að koma á framfæri með bókum mínum, þá gæti ég sleppt því að skrifa fleiri. Auglýsingar eru bara til á tvívíðu yfirborði og þær eiga að vera hnyttnar. Mínar bækur eiga líka að vera á tvívíðu yflrborði, skemmtilegar og hnyttnar, en þar eiga líka að vera hyldýpi til þess að sökkva í." Oghugsa? „Já eða drukkna. Auðvitað vill maður reka hníf í hjartað á fólki, og sjálfum sér kannski líka. „Bók- in á að vera öxin á freðið hafið í okkur," eins og Kafka sagði, en hann átti aldrei neina lesendur. Maður er alltaf að líta í kringum sig og reyna að finna út hvernig best er að sparka í klofið á sam- tímanum þannig að honum finn- ist skemmtilegt að láta sparka í klofið á sér." Hermann bætir við að hann skilji engan veginn þennan gáfu- mannastimpil sem hefur af ein- hverjum ástæðum fest á honum. \ „Það er óskiljanlegt vegna þess að það er ekki til heimskulegri höfundur en ég. Þetta er tóm brandaramennska," segir hann og hlær. „En, ég vil hafa hyli, það er mikilvægt. Minn uppáhaldshöf- undur Jorge Luis Borges hefur líka þennan gáfnastimpil á sér og því fer það framhjá mörgum hverslags svakalegur húmoristi hann er.“ Allt eða ekkert Hermann segist ekki alveg kominn í skriftastuðið, enda önn- um kafinn í vinnu við að pirra fólk með auglýsingum. Næst langar hann að skrifa þrjár bækur í einu, en þær eru í augnablikinu hugs- aðar sem nóvellur sem geta kom- Hermann Stefánsson ríthöfundur og rokkari „Þad eru mjög svipud ferli sem ráda þvihvern ig rithofundar eru settir ikastljós samtimans og hvernig verðbref eru hækkuð eða viðskipta menn gerðir að hvunn* dagshetjum ið út saman án þess endilega að eiga eitthvað sameiginlegt. Hon- um finnst nóvelluformið skemmtilegt og segir að margar bestu skáldsögur 20. aldarinnar séu einmitt nóvellur. „Mig langar að leyfa mér að hoppa á milli hlutanna," segir Hermann. Ég vil ekki bara tilheyra einum heimi í einu. Ég vil lifa í ótal heimum. Ég ætla að skrifa margar bækur og stefni á að gefa út rokkplötu á næsta ári vegna þess að ég er frjórri í skriftum eft- ir að ég fór að leika meiri tónlist, enda spila hinar mörgu listgreinar svo vel saman. Ég trúi ekki á þennan mann sem er bara rithöf- undur eða bara eitthvað annað. Ég trúi á allt eða ekkert." FERMINGARDAGURlNN MINN «€fr F ÆSI I ÖLLUM HELSTU BLOMA- OG BÓKAVERSLUNUM LANDSINS Gestabók • Myndir • Skeyti 3'<Tnsiuj}.aríyiguTÍ*ifii ttúnx SVjyti MULALUNDUR VINNUSTOFA SÍBS • Hátúni 10c • Pósthólf 5137 • 125 Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.