Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2006, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2006, Blaðsíða 14
12 FÖSTUDAGUR 24. MARS 2006 Fréttir DV Sandkorn Jakob Bjarnar Grétarsson • Til stendur að flytja vínið til fólksins og tími til kominn. Dagar víns og rósa eru að renna upp því innan skamms mun ÁTVR loka útibúi sínu í Mjóddinni og flytja í Garðheima. Þar ræður ríkjum Gísli Sigurðsson en svo skemmtilega vill til að hann er einmitt mágur Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, bróðir konu hans Sigurjónu. Svona er heimurinn lítUl... • Ólína Þorvarðardóttir, skólameist- ari Menntaskólans á ísafirði, hefur tekið hatt sinn og staf og sagt upp. Fram kom í DV á dögunum að nú þegar er kostnaður- inn við sálgæslu starfsliðs skólans kominn upp í 1,3 milljónir. Sálfræðing- arnir Einar Gylfi Jónsson og Þórkatla Aðalsteinsdóttir eru með vestfirska kennara til meðhöndlunar. Þótt Óiína hafi sagt stöðu sinni lausri er hún ekki hætt. Hún lýkur skólaárinu og bíða menn útskriftarræðu hennar af mikilli eftirvæntingu, ekki síst í menntamálaráðuneytinu, en Ólína er þekkt fyrir að kveðja með stæl... • Nánast heil síða er lögð undir áfrýjun Baugsmáls til Hæstaréttar í Mogga gærdagsins. Þar vekur ein frétt innrömmuð sérstaka athygli. Magnús Thoroddsen, hinn aldni fyrrver- andi forseti Hæsta- réttar, er leiddur fram á sviðið og segir Hæstarétt verða að kveða vitni til yfirheyrslu hafi menn verið sýknaðir í Héraði. Sem þýðir að Jón Gerald Sullenberger gæti verið kvaddur til vitnisburðar fyrir Hæstarétti. Er það fáheyrt í íslensku réttarfarssögu, hefur aðeins gerst þrisvar, eitt sinn var það Magnús sjálfur sem lenti í brennivínsmálinu svokallaða en þá var lögmaður Magnúsar Jón Steinar Gunnlaugsson... • Slóvenarnir Laibach héldu tónleika í vikunni á Nasa. Var gríðarlega mikil eftirvænting meðal aðdáenda fjöllista- hreyfingarinnar en Laibach á sér óvenju trygga áhangendur. Tónleikarnir áttu að heíjast klukkan tíu en svo mikið spennufall virðist hafa orðið hjá tónleikahöld- urum, sem eru óvanir að standa fýrir uppákomum af þessu tagi en að sama skapi innstilltir á slóvensku rokkarana, að lögreglu þurfti til að leiða annan þeirra af vettvangi strax klukkan ellefu. Og varð nokkur uppákoma í tengslum við það... • Tímaritið Hér & nú kemur með sérstæða sýn á dómsmálin en þeir fylgdust með Baugsmálum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fullyrða þeir að Sigurður Tómas Magnússon, skipaður saksóknari hafi fengið til liðs við sig sjálfan Clark Kent. Aðstoðarmaðurinn heitir Jón Þór en ekki Súperman og fullyrðir dómsmála- haukur Hér og nú, Breki Logason, að saksóknari hafi ávítað sig fyrir fullmilda tóbaksneyslu í réttarsal en „Kent" mun víst brúka munntóbak... Debra Lafave var 23 ára gömul kennslukona þegar hún hafði mök við 14 ára gamlan nemanda sinn. Hún var ákærð en slapp mjög vel. Hún fór fyrir rétt í tveimur sýslum í Flórídafylki. í fyrra málinu samdi hún við saksóknara og fékk aðeins þriggja ára stofu- fangelsi. Seinna málið var fellt niður, þrátt fyrir játningu hennar í hinu fyrra. Debra Lafave var ákærð fyrir að misnota nemanda sinn. Hún var 23 ára þegar brotin áttu sér stað, en nemandi hennar var aðeins 14 ára. Nú hefur komið í ljós að Lafave þarf ekki að eyða mínútu á bakvið lás og slá, heldur verður hún í stofufangelsi í þrjú ár og sjö ár á skil- orði. Hefur þetta vakið mikla reiði í Bandaríkjunum. „Þetta sendir þau skilaboð að það sé allt í lagi að kennarar sofi hjá nem- endum sínum," segirWendy Murphy, fyrrum saksóknari í Bandaríkjunum og helsti sérfræðingur sjónvarps- stöðvarinnar CBS. Murphy telur útlit Lafave hafa haft áhrif á málið. „Þetta sýnir líka að við erum með tveggja. þrepa dómskerfi. Ef maður er aðlað- andi eða hefur einhver áhrif sleppur maður við fangelsi." Murphy segir ennfremur að þetta sé kynjamisrétti. „Þeir karlmenn sem hafa nauðgað 14 ára nemendum sínum á þennan hátt eru flestir á bakvið lás og slá, þar sem þeir eiga heima." Málíð fellt niður Lafave var fyrir rétti í tveimur sýslum í Flórídafylki. Annars vegar í Marionsýslu og hins vegar í Hills- boroughsýslu. I þeirri íýrrnefndu var hún dæmd fyrir að tæla mann- eskju undir aldri og játaði hún sök. Fyrir það var hún dæmd í þriggja ára stofufangelsi og fékk sjö ár á skilorði. í Marionsýsiu var málið aftur á móti fellt niður. Báðir málsaðilar reyndu sitt besta til þess að semja um refsingu fyrir Lafave. Dómarinn í málinu, Hale Stancil, hafnaði samt sem áður tillögu málsaðila. Hann sagði að ef samið yrði við Lafave myndi það gera lítið úr dómskerf- inu. Ástæðan fyrir samningsvilja saksóknara var sá að fjölskylda fórnarlambsins lagði mikla áherslu á að drengurinn þyrfti ekki að bera vitni. Algjör hneisa Wendy Murphy segir málið vera algjöra hneisu. Hún gagnrýnir störf saksóknara harðlega. „Hún viður- kenndi sekt sína í annarri sýslu. Það hefði vel verið hægt að halda áfram með málið, þrátt fyrir að fórnar- ■ ** Di Þykir glæsileg DebraLafave þykir vera glæsileg ung kona. Því kom það fólki á óvart að hún hafi misnotað nemanda sinn. DVmynd:Getty images I fyrir Lafave sat fyrir íkarlatlma I Bandarlkjunum árið 1999. Sat riti lambið bæri ekki vitni. Til dæmis var vitni, frændi fórnarlambsins, sem sá þau sam- an." Murphy gagn- rýnir einnig þá afsökun að Lafa- ve eigi við geð- ræn vandamál að stríða, en á tíma- bili var spurning hvort réttarhöld- in færu fram vegna þess að ef- ast væri um sak- hæfi Lafave. „Þetta er einhverskonar kvilli sem bara allt í einu fór að skipta máli. Hún var jú með þessi vandamál áður en hún nauðgaði nemanda sínum. Það er fullt af fólki sem á við geðræn vandamál að stríða en ekki er það að nauðga börnum." Gagnrýnin Wendy Murphy, fyrrum saksóknari og núverandi sjónvarps- kona á CBS, hefur gagnrýnt málið griðarlega. Landspítalanum hefur enn ekki borist formlega úrskurður Persónuverndar Yngvi ætlar með málið fyrir dóm „Okkur hefur ekki borist þessi úr- skurður formlega enn þá," segir Niels Chr. Nielsen, aðstoðarlækningafor- stjóri Landspítala Háskólasjúkra- húss. Persónuvernd úrskurðaði 27. febrúar síðastliðinn að Yngvi Ólafs- son, læknir á Landspítalanum, hafi gerst sekur um brot á lögum um per- sónuvernd þegar hann fór í sjúkra- gögn Guðmundar Kristinssonar. Á sama tíma og Yngvi fór í sjúkragögn- in vann hann að áliti fyrir Vátrygg- ingafélag íslands sem Guðmundar var í máli við. „Ég geri ráð fyrir því að hann hafi • borist til þess manns sem kvartaði en hann hefur borist okkur formlega. En þar sem ég vissí af þessu hef ég auðvitað rætt við Yngva og hann hef- ur haft samband við lögfræðing og gerir ráð fyrir því að fá þessu hneklct," segir Niels. „Hann segir bara einfaldlega að þetta sé ekld rétt, þetta sé rangt. Ég veit ekki meira um málið en það," segir Niels og bætir við að spítal- anum hafi aldrei bor- ist kvartanaerindi frá Persónuvernd. Landspítalinn mun því bíða bæði eftir úrskurði Per- sónuverndar og eftir því að mál Yngva verði leitt til lykta fyr- ir dómi áður en þeir taka afstöðu í mál- „Það væri mjög annkannalegt að veita honum tiltal út af þessu ef svo kemur í ljós að Persónuvemd var ekki með málið alveg rétt," segir Niels. 5« Yngvi Ólafsson Segirúrskurð Persónuverndar rangan og ætlarimál. Yngvi Ólafsson Segir ■■ % úrskurð Persónuverndar rangan og ætlar fmál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.