Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2006 Fréttir DV Allir ráðnir í Leifsstöð Gengið hefur verið frá ráðningu allra starfsmanna íslensks markaðar í Leifs- stöð til nýrra verslunarað- ila, Rammagerðarinnar og 10-11 búðarinnar. Guð- brandur Einarsson, for- maður Verslunarmanna- félags Suðurnesja, segir að það hafl ætíð legið fyrir að starfsfólk Islensks markaðar fengi vinnu við þær versl- anir sem tækju við er mark- aðurinn legðist af. „Það eru bara einn eða tveir sem komnir voru á aldur sem ekki voru endurráðnir," seg- ir Guðbrandur. Snjóflóð á fleygiferð Snjóflóðið sem féll úr Skollahvilft á Flateyri var á 110 til 145 kílómetra hraða þegar það kom út úr gilkjaft- inum. Þetta kemur ff am á vef Bæjarins Besta en Snjóflóða- setur Veðurstofu íslands og snjóflóðavaktin mældu hraða þess. Var það gert með svipaðri tækni og lögreglan notar við hraðamælingar á bílum en ef um slíkan væri að ræða þá ætti ökumaður- inn von á sekt enda á aflt of miklum hraða. prest Um það bil fimm þús- und manns hafa skrifað á undirskriftalista til stuðn- ings séra Sigfúsi B. Ingva- sonar eftir að meirihluti valnefndar í Keflavíkur- prestakalli mælti með séra Skúla Sigurði Ólafssyni í starf sóknarprests. íbúar í Reykjanesbæ hafa sent Birni Bjarnasyni kirkju- málaráðherra bréf þar sem þeir fara fram á að hlustað verði á sóknarbörn í Kefla- víkursókn og að séra Sigfús verði ráðinn sóknarprestur. Kvennatölt hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi var haldið á laugardaginn. Meðal keppenda var Unnur Birna Vilhjálmsdóttir alheimsfegurðardrottning og þótt hún hafi ekki komist á verðlaunapall vann hún hug og hjörtu áhorfenda. Unnup Birna kát á Káti Alheimsfegurðardrottningin Unnur Bima Vilhjálmsdóttir kemur víða við og sýnir glæsitakta hvar sem hún stígur niður fæti. Nú síðast á laugardaginn þegar hún tók þátt í kvennatölti hestamannafélags- ins Gusts í Kópavogi. Unnur Bima mætti til leiks kát í bragði enda sat hún hestinn Kát sem er lipur töltari og eiginlega jafn fallegur og Unnur Bima, sé öðrum mælikvarða bmgðið á. Unnur Bima komst ekki í úrslit í keppninni en vakti þó verðskuldaða at- hygli enda ekki oft sem alheimsfegurð- ardrottningar sitja hest af þvílíkri leikni og hún. Enda á hún ekki langt að sækja hæfileikana, meira og minna aiin upp á hestabaki af föður sínum og móður, Viihjálmi Skúlasyni ogUnni Steinsson. Sem h'tið bam sat hún á hnakknefi föð- ur síns en nú ríður hún sjálf, eins og hershöfðingi á góðum degi. Flugeldar fældu hross Kvennatölt Gusts fór vel fram þótt minnstu hafi munað að slys yrðu á knöpum þegar einhver óprúttinn ná- ungi tók upp á því að skjóta upp flug- eldum í nágrenni reiðhallar Gusts. Fátt hvekkir hross meira en sprengingar í flugeldum og mátti minnsm muna að konur féllu af baki þegar drunum- ar bergmáluðu í reiðhöllinni. En bet- ur fór en á horfðist og sátu konumar hesta sína eins og ekkert hefði í skorist. Unnur Bima líka. Mýkt og yndisþokki Hesturinn sem Unnur Bima keppti á heitir Kátur og var mál áhorfenda að ekki mætti á milli sjá hvor hefði verið kátari á vellinum, hrossið eða Unn- ur. Af þeim báðum skein keppnisgleði og eldd síst ánægja við það eitt að taka þátt. Töltið er þýður gangur, stolt hins íslenska hests sem borið hefur hróð- Fátt hvekkir hross meira en sprenging- ar í flugeldum og mátti minnstu muna að kon- ur féllu afbaki þegar drunurnar bergmáluðu í reiðhöllinni. En betur fór en á horfðist og sátu konurnar hesta sína eins og ekkert hefði í skorist. UnnurBirna líka. ur hans vítt og breitt um heiminn. Líkt og yndisþokki Unnar Bimu, sem ekki síður hefur gert garðinn frægan svo langt út fýrir landsteinana að leitun er að öðm eins. Saman vom þau kát í kvennatölti Gusts, Unnur Bima og Kátur hennar. Úrslitán Unnar Annars urðu úrslit í kvennatölti Gusts sem hér segir: Drífa Daníelsdóttir sigraði í byrj- endaflokki á Háfeta frá Þingnesi með einkunnina 5,93/7,0. Iilja Sigurðardóttir sigraði í áhuga- flokki þeirra sem minna keppnisvan- ar em á Glaði ífá Skipanesi með ein- kunnina 6,73/7,0. Katla Gísladóttir sigraði í flokki þeirra sem keppnisvanari em á Órat- or frá Grafarkoti með einkunnina 6,33/6,78. Birgitta Dröfn Kristinsdóttir kom svo og sá og sigraði í opnum flokki á Dröfn frá Höfða með einkunnina 7,23/7,61 sem teljast verður frábær ár- angur. Mynd fegurðar Þótt Unnur Bima hafi ekki komist á verðlaunapall í kvennatölti Gusts að þessu sinni fór eklá fram hjá neinum sem með fyigdist að augu áhorfenda beindust að henni þar sem hún sat líkust prinsessu á Kát sínum. Samstilltar hreyf- ingar konu og hests runnu saman í eina mynd - mynd fegurðar sem fátíð er. Unnur Birna á Káti Mjúkar hreyfingar runnu saman í eitt, likast ævintýri úr öðrum heimi. Ármúlinn:Vin í eyðimörkinni Það eru engar mellur í Ármúla. Þetta sögðu bæði NFS og Morgun- blaðið í fréttum í gær. í sjálfu sér em þessi tíðindi sem slík ekki áfall fyrir Svarthöfða því hann hefur lítið yndi af portkonum. Sennilega er það einhver meinloka úr uppeldinu. Hitt fannst Svarthöfða merkilegra að það þætti í frásögur færandi að Ármúlinn væri orðið gleðikonulaust svæði. Þetta var haft eftir formælanda lögreglunnar sem er búin að kanna málið í botn og fann ekkert nema dóp og svoleiðis í tilteknu húsi sem þótti grunsamlegt. Fráleitt væri að glyðrur þær og glennur af brasihsku bergi Hvernig hefur þú það? brotoar sem þar hírðust innandyra á bleikum frottésloppum um hábjart- an dag hefðu nokkurt ósiðlegt í huga. Sennilega væru þetta bara grúppa af hitasæknum skiptinemum að vinna að lokaverkefni um iðnaðar- og versl- unargötur á Norðurhveli. í hugum Islendinga nýtur Ármúl- inn þeirrar stöðu að vera einn fegursti manngerði staður landsins. Þar er gott að vera og ganga um með fjölskyld- una á laugardegi og kaupa raftæki og „Ég hef það mjögt gott, maður er hress og mikið að gera," segir goösögnin og stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson. „Við erum að undirbúa síðustu sýningarnar á Nlnu og Geira á Brodway. Það eru tuttugu þúsund manns búnir að sjá sýninguna ognú höfum við bætt tveimur við vegna áskorana, 22. aprllog 6. maí. Það erlítið tilafmiðum þannig fólk verðurað hafa hraðar hendur. Annars eru páskarnir á næsta leiti og þá verður meiriháttar stemning á Players á föstudags- og laugardagskvöld þegar Brimkló og Paparnir stíga á stokk saman." kínamat eftir ferð í Húsdýragarðinn. Svarthöfða þótti fréttimar sem bár- ust fýrir helgina af vændiskonunum þar í götunni í raun aðeins staðfesta það sem var óhjákvæmilegt að myndi verða; að Reykjavík væri heimsborg og Ármúh miðdepili hennar. Þar var Hollywood með sínu blikkandi gólfi og þar eru Gunni Þórðar og Bo Hah á Hótel íslandi. Svo ekki sé minnst á bókhaldsþjónustur og blikksmiðjur. Nú virðist sem sagt sem DV hafi stökkt mellunum í Ármúla á flótta með uppljóstrunum sínum. Það er vitað mál að það er erfitt að reka hóru- kassa ef allir eru að kjafta um það út og suður svo kúnninn verður bara feiminn og inn í sig og hættir að koma. Þessu verður að linna. Stöndum ekki í vegi þróunarinnar. Fáum stúlkumar til okkar aftur. Hjálpumst að. Hórumar heim. SvarthöJðL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.